Enski boltinn

Gylfi fær ekki góða dóma

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi í leiknum í dag
Gylfi í leiknum í dag vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton töpuðu 3-1 fyrir Manchester City á Etihadvellinum í Manchester í dag. Gylfi Þór fékk ekki háa dóma fyrir frammistöðu sína í leiknum.

Everton þurfti mikið að verjast í leiknum, enda andstæðingurinn með þeim sterkustu í deildinni. Liðið var því lítið í sóknaraðgerðum og Gylfi fékk lítið að láta ljós sitt skína.

Hann fær fimm af tíu mögulegum í einkunn fyrir frammistöðu sína hjá staðarmiðlinum Liverpool Echo.

„Sigurðsson neyddist til þess að einbeita sér að varnarleiknum og það hamlaði honum í að koma boltanum vel fram á við. Rólegt eftirmiðdegi hjá honum og kom ekki á óvart að sjá hann tekinn af velli í seinni hálfleik,“ segir í umsögn Gylfa.

Richarlison, Bernard, Andre Gomes og Seamus Coleman fengu allir fimm í einkunn líkt og Gylfi. Lægstu einkunnina fékk Yerry Mina, hann fékk 4 í einkunn, en tvö af þremur mörkum City má að stóru leiti skrifa á hann.

Gylfi fékk einnig 5 í einkunn hjá Sky Sprt. Þar var fimm lægsta einkunnin og hana fengu Mina og Kurt Zouma líka.

Gylfi átti ekki skot að marki og enga lykilsendingu samkvæmt tölfræði Sky. Hann var með 80 prósenta sendingarhlutfall og snerti boltann 29 sinnun í leiknum.

Til samanburðar snerti Fernandinho boltann 104 sinnum á miðju City og Ilkay Gundogan átti 87 snertingar. Gomes, félagi Gylfa á miðjunni hjá Everton, snerti boltann 58 sinnum.


Tengdar fréttir

City aftur á toppinn

Manchester City endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar af Liverpool með nokkuð öruggum sigri á Everton í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×