Segir tillögur Svandísar svívirðilegar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. október 2018 06:15 Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Vísir/Anton Brink „Þetta er svo sorglegt að ég trúi hreinlega ekki að verið sé að leggja þetta fram,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um fyrirhugað frumvarp heilbrigðisráðherra um nýja heildarlöggjöf um þungunarrof. Drög að frumvarpinu voru nýverið til umsagnar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar. Var þar lagt til að þungunarrof yrði heimilt fram að 18. viku meðgöngu en eftir það eingöngu ef fóstur væri „ólífvænlegt“. Fjöldi umsagna barst, meðal annars frá ljósmæðrum, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknum, og var stór hluti þeirra þess efnis að rétt væri að leyfa þungunarrof fram að 22. viku. Það að fóstur þyrfti að vera ólífvænlegt þrengdi mjög sjálfsákvörðunarrétt verðandi mæðra enda gætu ýmsir aðrir þættir, til að mynda félagslegir, haft mikið að segja. Heilbrigðisráðherra tilkynnti síðan í liðinni viku að tillit yrði tekið til umsagnanna. Rof yrði leyft fram að 22. viku meðgöngu og gilti þá einu hvaða ástæður væru þar að baki. Endanlegt frumvarp hefur ekki verið lagt fram. „Við þekkjum þess dæmi að börn hafi fæðst eftir 21. viku meðgöngu og lifað. Að ætla að leyfa fóstureyðingu þegar móðir hefur lokið meira en hálfri meðgöngu, bara því henni datt það í hug þá, er svívirðilegt,“ segir Inga. Hún segir að öðru máli gegni um tilvik ef skimanir leiði í ljós að miklar líkur séu á því að fóstur verði fársjúkt eða látist skömmu eftir fæðingu, heilsu móður sé stefnt í voða með meðgöngunni eða ef félagslegar aðstæður mæli gegn því að ljúka meðgöngunni. „Ef það verður þannig að heilbrigð móðir með heilbrigt barn getur tekið ákvörðun um að eyða því eftir rúmlega hálfa meðgöngu, þá er það óásættanlegt með öllu. Hún ætti að vera meðvituð um þennan vilja mun fyrr. Öðru gildir ef um líf eða dauða er að tefla,“ segir Inga. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Sjá meira
„Þetta er svo sorglegt að ég trúi hreinlega ekki að verið sé að leggja þetta fram,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um fyrirhugað frumvarp heilbrigðisráðherra um nýja heildarlöggjöf um þungunarrof. Drög að frumvarpinu voru nýverið til umsagnar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar. Var þar lagt til að þungunarrof yrði heimilt fram að 18. viku meðgöngu en eftir það eingöngu ef fóstur væri „ólífvænlegt“. Fjöldi umsagna barst, meðal annars frá ljósmæðrum, kvensjúkdóma- og fæðingarlæknum, og var stór hluti þeirra þess efnis að rétt væri að leyfa þungunarrof fram að 22. viku. Það að fóstur þyrfti að vera ólífvænlegt þrengdi mjög sjálfsákvörðunarrétt verðandi mæðra enda gætu ýmsir aðrir þættir, til að mynda félagslegir, haft mikið að segja. Heilbrigðisráðherra tilkynnti síðan í liðinni viku að tillit yrði tekið til umsagnanna. Rof yrði leyft fram að 22. viku meðgöngu og gilti þá einu hvaða ástæður væru þar að baki. Endanlegt frumvarp hefur ekki verið lagt fram. „Við þekkjum þess dæmi að börn hafi fæðst eftir 21. viku meðgöngu og lifað. Að ætla að leyfa fóstureyðingu þegar móðir hefur lokið meira en hálfri meðgöngu, bara því henni datt það í hug þá, er svívirðilegt,“ segir Inga. Hún segir að öðru máli gegni um tilvik ef skimanir leiði í ljós að miklar líkur séu á því að fóstur verði fársjúkt eða látist skömmu eftir fæðingu, heilsu móður sé stefnt í voða með meðgöngunni eða ef félagslegar aðstæður mæli gegn því að ljúka meðgöngunni. „Ef það verður þannig að heilbrigð móðir með heilbrigt barn getur tekið ákvörðun um að eyða því eftir rúmlega hálfa meðgöngu, þá er það óásættanlegt með öllu. Hún ætti að vera meðvituð um þennan vilja mun fyrr. Öðru gildir ef um líf eða dauða er að tefla,“ segir Inga.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þungunarrof Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Sjá meira