Lýsir því hvernig hann lifði návígi við árásarmanninn af Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2018 09:09 Bowers skaut ellefu manns til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í gær. AP/Matt Rourke „Ég gat ekki sagt neitt og andaði varla. Hann sá okkur ekki, guði sé lof.“ Þetta segir Barry Werber sem lifði af árásina á bænahúsið í Pittsburgh. Hann ásamt vinkonu sinni lifði af árásina með því að fela sig inn í kompu. Árásarmaðurinn, Robert Gregory Bowers, skaut mann til bana fyrir utan kompuna og steig þar inn. Hann sá þó hvorki Werber né konuna. Bowers skaut ellefu manns til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í gær. Átta menn og þrjár konur. Auk þess særði hann sex manns og þar af fjóra lögregluþjóna. Á meðan á árásinni stóð lýsti Bowers yfir hatri á gyðingum og hafði hann gert það um árabil. Hann lýsti hatri sínu einnig yfir við lögregluþjóna þegar hann var særður og handtekinn. „Þeir eru að fremja þjóðarmorð á mínu fólki,“ sagði hann við lögregluþjóna, samkvæmt dómsskjölum. „Ég vil bara drepa gyðinga.“AR-15 hálfsjálfvirkur riffill Bænastund stóð yfir þegar Bowers réðst til atlögu. Hann notaðist við AR-15, hálfsjálfvirkan riffil, sem gjarnan er notaður við mannskæðar skotárásir í Bandaríkjunum, og þrjár skammbyssur. Öll vopnin átti hann löglega og hann var einnig með leyfi til að bera skammbyssur á almannafæri, samkvæmt AP fréttaveitunni.Werber lýsti Bowers sem sjúkum manni við AP. Ég veit ekki af hverju hann heldur að gyðingar beri sök á öllu því sem er að heiminum, en hann er ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasta. Því miður er þetta okkar byrði að bera,“ sagði Weber.Hér má sjá Barry Werber lýsa því þegar vinur hans, Melvin Wax, var skotinn til bana fyrir framan hann og hvernig Werber lifði af.Gyðingahatur hefur verið að færast í aukana í Bandaríkjunum. Fyrr á þessu ári sögðu samtökin Anti-Defamation League að árið 2017 hefði atvikum, sem skilgreind eru sem gyðingahatur fjölgað um 60 prósent á milli ára. Það væri mesta fjölgunin á einu ári frá því ADL fór að halda utan um slík atvik fyrir tæpum þremur áratugum. Rabbíninn Johathan Perlman var staddur í bænahúsinu þegar árásin átti sér stað. Hann er meðlimur í einum af þremur söfnuðum sem notast við húsnæðið sem árásin fór fram í og þrír úr þeim söfnuði voru skotnir til bana. Hann ræddi árásina í minningarathöfn í gær þar sem hann sagði að árásin myndi ekki brjóta þau á bak aftur. Árásin er mannskæðasta árás á gyðinga í sögu Bandaríkjanna.Búist er við því að Bowers verði leiddur fyrir dómara í dag. Honum hefur verið lýst af nágrönnum hans sem rólegum einfara og sýndi hann þess ekki merki að hata gyðinga eins og raunin er. Nágrannar sem ræddu við Washington Post segja hann sjaldan sem aldrei hafa tekið á móti gestum. Hann hafi hins vegar alltaf verið vingjarnlegur og heilsað fólki. Kerri Owens, sem býr í íbúðinni við hlið íbúðar Bowers sagðist hafa verið miður sín þegar hún sá myndir af honum í fjölmiðlum. Bill Peduto, borgarstjóri Pittsburgh, sagði laugardaginn vera einn myrkasta dag borgarinnar. Þá hefur hann gagnrýnt þá tillögu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að bænahúsið hefði átt að vera með vopnaða verði. „Við reynum ekki að réttlæta óréttlætanlega hegðun. Við reynum að útrýma henni. Við munum vinna að því að útrýma slíkri hegðun í borginni okkar, þjóðinni og heiminum. Hatur mun ekki eiga sér samastaðneins staðar.“ Hann sagði ljóst að skoða þyrfti skotvopn í Bandaríkjunum, samnefnara allra skotárása, og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að fólk sem hygði á árásir sem þessar kæmi höndum sínum ekki yfir skotvopn. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árasarmaðurinn ákærður fyrir morðin í 29 liðum Maðurinn sem skaut ellefu til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í Bandaríkjunum í gær var ákærður fyrir morðin í gærkvöldi. 28. október 2018 08:46 Ákærði tjáði oftsinnis hatur sitt á gyðingum Bowers hafði áður margsinnis tjáð andúð sína á gyðingum á veraldarvefnum. 29. október 2018 06:15 Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
„Ég gat ekki sagt neitt og andaði varla. Hann sá okkur ekki, guði sé lof.“ Þetta segir Barry Werber sem lifði af árásina á bænahúsið í Pittsburgh. Hann ásamt vinkonu sinni lifði af árásina með því að fela sig inn í kompu. Árásarmaðurinn, Robert Gregory Bowers, skaut mann til bana fyrir utan kompuna og steig þar inn. Hann sá þó hvorki Werber né konuna. Bowers skaut ellefu manns til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í gær. Átta menn og þrjár konur. Auk þess særði hann sex manns og þar af fjóra lögregluþjóna. Á meðan á árásinni stóð lýsti Bowers yfir hatri á gyðingum og hafði hann gert það um árabil. Hann lýsti hatri sínu einnig yfir við lögregluþjóna þegar hann var særður og handtekinn. „Þeir eru að fremja þjóðarmorð á mínu fólki,“ sagði hann við lögregluþjóna, samkvæmt dómsskjölum. „Ég vil bara drepa gyðinga.“AR-15 hálfsjálfvirkur riffill Bænastund stóð yfir þegar Bowers réðst til atlögu. Hann notaðist við AR-15, hálfsjálfvirkan riffil, sem gjarnan er notaður við mannskæðar skotárásir í Bandaríkjunum, og þrjár skammbyssur. Öll vopnin átti hann löglega og hann var einnig með leyfi til að bera skammbyssur á almannafæri, samkvæmt AP fréttaveitunni.Werber lýsti Bowers sem sjúkum manni við AP. Ég veit ekki af hverju hann heldur að gyðingar beri sök á öllu því sem er að heiminum, en hann er ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasta. Því miður er þetta okkar byrði að bera,“ sagði Weber.Hér má sjá Barry Werber lýsa því þegar vinur hans, Melvin Wax, var skotinn til bana fyrir framan hann og hvernig Werber lifði af.Gyðingahatur hefur verið að færast í aukana í Bandaríkjunum. Fyrr á þessu ári sögðu samtökin Anti-Defamation League að árið 2017 hefði atvikum, sem skilgreind eru sem gyðingahatur fjölgað um 60 prósent á milli ára. Það væri mesta fjölgunin á einu ári frá því ADL fór að halda utan um slík atvik fyrir tæpum þremur áratugum. Rabbíninn Johathan Perlman var staddur í bænahúsinu þegar árásin átti sér stað. Hann er meðlimur í einum af þremur söfnuðum sem notast við húsnæðið sem árásin fór fram í og þrír úr þeim söfnuði voru skotnir til bana. Hann ræddi árásina í minningarathöfn í gær þar sem hann sagði að árásin myndi ekki brjóta þau á bak aftur. Árásin er mannskæðasta árás á gyðinga í sögu Bandaríkjanna.Búist er við því að Bowers verði leiddur fyrir dómara í dag. Honum hefur verið lýst af nágrönnum hans sem rólegum einfara og sýndi hann þess ekki merki að hata gyðinga eins og raunin er. Nágrannar sem ræddu við Washington Post segja hann sjaldan sem aldrei hafa tekið á móti gestum. Hann hafi hins vegar alltaf verið vingjarnlegur og heilsað fólki. Kerri Owens, sem býr í íbúðinni við hlið íbúðar Bowers sagðist hafa verið miður sín þegar hún sá myndir af honum í fjölmiðlum. Bill Peduto, borgarstjóri Pittsburgh, sagði laugardaginn vera einn myrkasta dag borgarinnar. Þá hefur hann gagnrýnt þá tillögu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að bænahúsið hefði átt að vera með vopnaða verði. „Við reynum ekki að réttlæta óréttlætanlega hegðun. Við reynum að útrýma henni. Við munum vinna að því að útrýma slíkri hegðun í borginni okkar, þjóðinni og heiminum. Hatur mun ekki eiga sér samastaðneins staðar.“ Hann sagði ljóst að skoða þyrfti skotvopn í Bandaríkjunum, samnefnara allra skotárása, og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir að fólk sem hygði á árásir sem þessar kæmi höndum sínum ekki yfir skotvopn.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árasarmaðurinn ákærður fyrir morðin í 29 liðum Maðurinn sem skaut ellefu til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í Bandaríkjunum í gær var ákærður fyrir morðin í gærkvöldi. 28. október 2018 08:46 Ákærði tjáði oftsinnis hatur sitt á gyðingum Bowers hafði áður margsinnis tjáð andúð sína á gyðingum á veraldarvefnum. 29. október 2018 06:15 Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Árasarmaðurinn ákærður fyrir morðin í 29 liðum Maðurinn sem skaut ellefu til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í Bandaríkjunum í gær var ákærður fyrir morðin í gærkvöldi. 28. október 2018 08:46
Ákærði tjáði oftsinnis hatur sitt á gyðingum Bowers hafði áður margsinnis tjáð andúð sína á gyðingum á veraldarvefnum. 29. október 2018 06:15
Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01