Boða eftirlit með sífrera í Strandartindi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 17. febrúar 2018 07:30 Veðurstofa Íslands skipuleggur nú reglubundið eftirlit með sífrerasvæðum í Seyðisfirði. Vísi/pjetur „Hér á landi er sífreri að þiðna eins og víða annars staðar,“ segir Tómas Jóhannsson, sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Hitamælingar í borholum á hálendinu sýna að sífreri hefur horfið á ákveðnum svæðum. Í borholu við Hágöngur hvarf sífreri á árunum 2004 til 2016.“ Tómas tekur undir með Þorsteini Sæmundssyni, jarðfræðingi við Háskóla Íslands, sem hvatti til þess í samtali við Fréttablaðið fyrr í vikunni að rannsóknir á sífrera í íslensku fjalllendi yrðu efldar. Sérstaklega í ljósi þess að þrjár skriður á norðurhluta landsins, í Torfufelli árið 2011, Móafellshyrnu 2012, og í Árnesfjalli 2014, renni stoðum undir þá kenningu að hlánun sífrera geti hrundið af stað skriðum. „Það vakti mikla athygli þegar skriðurnar féllu úr Móafellshyrnu, því þetta er augljóslega hættulegt,“ segir Tómas. „Sífrerinn er áhyggjuefni víða erlendis vegna hlýnandi loftslags. Sífrera er víða finna hér á landi. Í öðrum löndum gera menn ráð fyrir því að skriðuföll úr þiðnandi sífrera verði tíðari og það hafa sést merki um þetta í hlýnandi veðurfari síðustu áratugi.“ Fylgst er með sífrera á Tröllaskaga í austurrísku rannsóknarverkefni þar sem notaðar eru gervihnattamælingar til þess að mæla hreyfingar jarðlaga sem geta verið um tíu sentímetrar á ári þar sem frosin jarðefni hníga undan halla. Önnur svæði eru jafnframt undir smásjá vísindamanna, þar á meðal grjótjökull ofarlega í Strandartindi við Seyðisfjörð. „Við höfum sérstakar áhyggjur af ákveðnum stað fyrir ofan atvinnusvæði við sunnanverðan Seyðisfjörð. Þar er þekkt skriðusvæði og skriður eiga upptök á nokkrum svæðum í fjallinu. Í einu þessara svæða er talið að sífreri sé undir yfirborðinu.“ Í skýrslu frá árinu 2016 um skriðuhættu undir Strandartindi var komist að þeirri niðurstöðu að fylgjast þyrfti með sífrera á þessu svæði. Skýrsluhöfundar segja að með hlýnandi loftslagi gætu skapast aðstæður þar sem þiðnun sífrera hrindir af stað skriðu. Þeir telja að rannsaka þurfi möguleg sífrerasvæði í 650 til 750 metra hæð í vestanverðum Strandartindi sem gætu hrundið af stað skriðum fyrir ofan Þófa, Skuldarlæk, Stöðvarlæk og jafnvel Búðará. Skýrsluhöfundar ítreka að „hættuna sem stafar af skriðuföllum úr mikilli hæð megi mögulega rekja til sífrera og að sú hætta geti aukist í framtíðinni með hlýnandi loftslagi.“ „Við teljum fullt tilefni til þess að hafa áhyggjur af þessum stað við Seyðisfjörð fyrir ofan atvinnusvæðið. Við erum að skipuleggja reglubundið eftirlitið með hreyfingu þar svo hægt sé að fylgjast með því hvort einhvers konar óstöðugleiki sé að myndast sem leitt getur til skriðu,“ segir Tómas og bætir við að svæði fyrir ofan þéttbýli hafi verið rannsökuð nokkuð vel. Hins vegar sé hugsanlegt að sífreraskriður falli ofan við vegi, gönguleiðir, í dreifbýli og í óbyggðum. „Sérstaklega hættulegt getur verið að skriður falli ofan í vötn eða ofan á jökul og komi af stað flóðbylgju. Sífrerinn er eitt af mörgum ofanflóðavandamálum sem þarf að hafa áhyggjur af. Snjóflóðin eru stærsta vandamálið, þau eru viðvarandi og yfirvofandi víða. Sífreri er einn af þeim þáttum sem geta hrundið af stað skriðuföllum og það er fyllsta ástæða til þess að rannsaka hann betur,“ segir Tómas. „Það eru nokkrir rannsóknarhópar að vinna að rannsóknum á sífrera hér á landi núna í samvinnu íslenskra og erlendra vísindamanna og þeir eru sérstaklega að skoða breytingar vegna hlýnandi veðurfars. Þessar skriður eru áminning um það.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Sjá meira
„Hér á landi er sífreri að þiðna eins og víða annars staðar,“ segir Tómas Jóhannsson, sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Hitamælingar í borholum á hálendinu sýna að sífreri hefur horfið á ákveðnum svæðum. Í borholu við Hágöngur hvarf sífreri á árunum 2004 til 2016.“ Tómas tekur undir með Þorsteini Sæmundssyni, jarðfræðingi við Háskóla Íslands, sem hvatti til þess í samtali við Fréttablaðið fyrr í vikunni að rannsóknir á sífrera í íslensku fjalllendi yrðu efldar. Sérstaklega í ljósi þess að þrjár skriður á norðurhluta landsins, í Torfufelli árið 2011, Móafellshyrnu 2012, og í Árnesfjalli 2014, renni stoðum undir þá kenningu að hlánun sífrera geti hrundið af stað skriðum. „Það vakti mikla athygli þegar skriðurnar féllu úr Móafellshyrnu, því þetta er augljóslega hættulegt,“ segir Tómas. „Sífrerinn er áhyggjuefni víða erlendis vegna hlýnandi loftslags. Sífrera er víða finna hér á landi. Í öðrum löndum gera menn ráð fyrir því að skriðuföll úr þiðnandi sífrera verði tíðari og það hafa sést merki um þetta í hlýnandi veðurfari síðustu áratugi.“ Fylgst er með sífrera á Tröllaskaga í austurrísku rannsóknarverkefni þar sem notaðar eru gervihnattamælingar til þess að mæla hreyfingar jarðlaga sem geta verið um tíu sentímetrar á ári þar sem frosin jarðefni hníga undan halla. Önnur svæði eru jafnframt undir smásjá vísindamanna, þar á meðal grjótjökull ofarlega í Strandartindi við Seyðisfjörð. „Við höfum sérstakar áhyggjur af ákveðnum stað fyrir ofan atvinnusvæði við sunnanverðan Seyðisfjörð. Þar er þekkt skriðusvæði og skriður eiga upptök á nokkrum svæðum í fjallinu. Í einu þessara svæða er talið að sífreri sé undir yfirborðinu.“ Í skýrslu frá árinu 2016 um skriðuhættu undir Strandartindi var komist að þeirri niðurstöðu að fylgjast þyrfti með sífrera á þessu svæði. Skýrsluhöfundar segja að með hlýnandi loftslagi gætu skapast aðstæður þar sem þiðnun sífrera hrindir af stað skriðu. Þeir telja að rannsaka þurfi möguleg sífrerasvæði í 650 til 750 metra hæð í vestanverðum Strandartindi sem gætu hrundið af stað skriðum fyrir ofan Þófa, Skuldarlæk, Stöðvarlæk og jafnvel Búðará. Skýrsluhöfundar ítreka að „hættuna sem stafar af skriðuföllum úr mikilli hæð megi mögulega rekja til sífrera og að sú hætta geti aukist í framtíðinni með hlýnandi loftslagi.“ „Við teljum fullt tilefni til þess að hafa áhyggjur af þessum stað við Seyðisfjörð fyrir ofan atvinnusvæðið. Við erum að skipuleggja reglubundið eftirlitið með hreyfingu þar svo hægt sé að fylgjast með því hvort einhvers konar óstöðugleiki sé að myndast sem leitt getur til skriðu,“ segir Tómas og bætir við að svæði fyrir ofan þéttbýli hafi verið rannsökuð nokkuð vel. Hins vegar sé hugsanlegt að sífreraskriður falli ofan við vegi, gönguleiðir, í dreifbýli og í óbyggðum. „Sérstaklega hættulegt getur verið að skriður falli ofan í vötn eða ofan á jökul og komi af stað flóðbylgju. Sífrerinn er eitt af mörgum ofanflóðavandamálum sem þarf að hafa áhyggjur af. Snjóflóðin eru stærsta vandamálið, þau eru viðvarandi og yfirvofandi víða. Sífreri er einn af þeim þáttum sem geta hrundið af stað skriðuföllum og það er fyllsta ástæða til þess að rannsaka hann betur,“ segir Tómas. „Það eru nokkrir rannsóknarhópar að vinna að rannsóknum á sífrera hér á landi núna í samvinnu íslenskra og erlendra vísindamanna og þeir eru sérstaklega að skoða breytingar vegna hlýnandi veðurfars. Þessar skriður eru áminning um það.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Sjá meira