Leynd yfir akstursgreiðslum skapi óþarfa tortryggni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 14:29 Lilja og Oddný voru gestir Heimis Más í Víglínunni í dag. Mikilvægast er að allt sé uppi á borðum varðandi endurgreiðslur á kostnaði til þingmanna. Þetta segja Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Rætt var við Lilju og Oddnýju í Víglínunni á Stöð 2 í dag.Oddný er ein þeirra tíu þingmanna sem fékk mest endurgreitt á síðasta ári vegna aksturskostnaðar. Oddný fékk 2.471.403 krónur endurgreiddar vegna aksturs 24.617 kílómetra. Oddný er þó langt á eftir Ásmundi Friðrikssyni sem fékk alls 4.627.144 krónur endurborgaðar á síðasta ári. Oddný segir að Ásmundur þurfi sjálfur að svara fyrir sig en tekur undir að um sé að ræða heil mikinn akstur. „Það sem mér finnst skipta máli í þessari umræðu er að allt sé uppi á borðum. Það sem hefur gert okkur sem erum að reyna að fara eftir reglunum og felst erum við heiðarlegt og got fólk, þegar leynd hvílir yfir upplýsingum þá er tortryggnin meiri,“ segir Oddný.Íhugar að leigja í Reykjavík „Landsbyggðarþingmenn fá greitt annars vegar fyrir að halda tvö heimili og hinsvegar keyra á milli og ég er í þeim hópi. Ég bý í garðinum og keyri á milli. Árið 2017 fóru 17 þúsund kílómetarar í akstur til og fráheimili. Um 6 þúsund um kjördæmið. Oddný segir að þingmenn hafi fengið tölvupóst í nóvember síðastliðnum þar sem þeim væri sagt að þeir sem mest ækju þyrftu að fara að nýta sér leigubíla. „Ég hef ekki rukkað fyrir akstur á þessu ári en ég er ekki komin á bílaleigubíl og það er fyrst og fremst að í þessari ófræð sem hefur verið hef ég kosið að vera á jeppanum mínum.“ Hún segist jafnframt vera að íhuga að leigja sér íbúð í Reykjavík til að minnka akstur en bendir á að það sé í raun dýrara fyrir skattgreiðendur, þó það geri líf hennar þægilegra.Skapi óþarfa tortryggni Oddný er þingmaður Suðurkjördæmis en Lilja, sem er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, tekur undir með henni. „Það er allt önnur staða þeirra sem eru í Reykjavík heldur en landsbyggðarþingmanna og verður að horfast í augu við það en ég er sammála að það er best að þetta sé allt uppi á borðum,“ segir Lilja. Hún segir jafnframt að hún hafi talið að svo væri. Hún hafi komið ný inn á þing í október árið 2016, búi miðsvæðis í Reykjavík og hafi aldrei þurft að skila akstursreikningum. Hún hafi því ekki áttað sig á því að leynd væri yfir þessum greiðslum. Ég tek heilshugar undir það að gera grein fyrir þessu, þetta sé allt skýrt. Það er verið að búa til óþarfa tortryggni og vantraust á stjórnmálin og það er engin þörf á því.“ Stj.mál Víglínan Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 „Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Mikilvægast er að allt sé uppi á borðum varðandi endurgreiðslur á kostnaði til þingmanna. Þetta segja Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Rætt var við Lilju og Oddnýju í Víglínunni á Stöð 2 í dag.Oddný er ein þeirra tíu þingmanna sem fékk mest endurgreitt á síðasta ári vegna aksturskostnaðar. Oddný fékk 2.471.403 krónur endurgreiddar vegna aksturs 24.617 kílómetra. Oddný er þó langt á eftir Ásmundi Friðrikssyni sem fékk alls 4.627.144 krónur endurborgaðar á síðasta ári. Oddný segir að Ásmundur þurfi sjálfur að svara fyrir sig en tekur undir að um sé að ræða heil mikinn akstur. „Það sem mér finnst skipta máli í þessari umræðu er að allt sé uppi á borðum. Það sem hefur gert okkur sem erum að reyna að fara eftir reglunum og felst erum við heiðarlegt og got fólk, þegar leynd hvílir yfir upplýsingum þá er tortryggnin meiri,“ segir Oddný.Íhugar að leigja í Reykjavík „Landsbyggðarþingmenn fá greitt annars vegar fyrir að halda tvö heimili og hinsvegar keyra á milli og ég er í þeim hópi. Ég bý í garðinum og keyri á milli. Árið 2017 fóru 17 þúsund kílómetarar í akstur til og fráheimili. Um 6 þúsund um kjördæmið. Oddný segir að þingmenn hafi fengið tölvupóst í nóvember síðastliðnum þar sem þeim væri sagt að þeir sem mest ækju þyrftu að fara að nýta sér leigubíla. „Ég hef ekki rukkað fyrir akstur á þessu ári en ég er ekki komin á bílaleigubíl og það er fyrst og fremst að í þessari ófræð sem hefur verið hef ég kosið að vera á jeppanum mínum.“ Hún segist jafnframt vera að íhuga að leigja sér íbúð í Reykjavík til að minnka akstur en bendir á að það sé í raun dýrara fyrir skattgreiðendur, þó það geri líf hennar þægilegra.Skapi óþarfa tortryggni Oddný er þingmaður Suðurkjördæmis en Lilja, sem er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, tekur undir með henni. „Það er allt önnur staða þeirra sem eru í Reykjavík heldur en landsbyggðarþingmanna og verður að horfast í augu við það en ég er sammála að það er best að þetta sé allt uppi á borðum,“ segir Lilja. Hún segir jafnframt að hún hafi talið að svo væri. Hún hafi komið ný inn á þing í október árið 2016, búi miðsvæðis í Reykjavík og hafi aldrei þurft að skila akstursreikningum. Hún hafi því ekki áttað sig á því að leynd væri yfir þessum greiðslum. Ég tek heilshugar undir það að gera grein fyrir þessu, þetta sé allt skýrt. Það er verið að búa til óþarfa tortryggni og vantraust á stjórnmálin og það er engin þörf á því.“
Stj.mál Víglínan Tengdar fréttir Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 „Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
„Ég er ekki einu sinni með bílpróf“ Hringurinn þrengist um þá sem ekki vilja greina frá akstursgreiðslum. 16. febrúar 2018 16:21