Sveinbjörg Birna segir meirihlutann „stæra sig af stolnum fjöðrum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. apríl 2018 19:30 Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. Borgarfulltrúi minnihlutans segir meirihluta borgarstjórnar stæra sig af stolnum fjöðrum hvað varðar viðsnúning í rekstri borgarinnar. Borgarsjóður skilaði 5 milljarða króna hagnaði en þar er um að ræða A-hlutann sem heldur utan um eiginlegan rekstur borgarinnar. Þá skilaði samstæða borgarinnar 28 milljarða hagnaði en í henni eru B-hluta fyrirtæki á borð við Orkuveitu Reykjavíkur og Félagsbústaði. Þá hafa skuldir samstæðunnar farið lækkandi frá árinu 2011 en þær nema 193 milljörðum samkvæmt ársreikningi. Borgarstjóri segir tvo þætti skýra þessa útkomu. „Annars vegar ábyrg fjármálastjórn og ábyrgur rekstur og síðan óneitanlega töluverðar tekjur vegna þess að við erum að upplifa mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Dagur B. Eggertsson borgarstjóriVísir/SkjáskotMunar miklu um sölu lóða og fasteigna sem voru talsvert umfram áætlanir. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi minnihluta og oddviti Borgarinnar okkar, nýs framboðs í Reykjavík, er á öðru máli. „Það er deginum ljósara að hver sem er sem kemur að rekstri borgarinnar hefði getað sýnt þessa rekstrarniðurstöðu,“ segir Sveinbjörg. Þannig skýrist afgangur A-hluta af hækkun fasteignagjalda og útsvars, og afgangur samstæðu af hærra fasteignamati og reksturs Orkuveitunnar að sögn Sveinbjargar, en hagnaður á þeim sviðum hafi ekkert með stjórn fjármála borgarinnar að gera. „Þannig að mér finnst raunverulega þessi meirihluti vera að stæra sig af stolnum fjöðrum.“ Líkt og borgarstjóri segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, afkomuna vera mikið fagnaðarefni. „Það skapast svigrúm til þess að bæta enn frekar í það sem þörf er á, til dæmis eins og að koma til móts við stórar kvennastéttir í Reykjavíkurborg og setja vel inn í velferðar- og menntakerfið,“ segir Líf. „Það er ekkert sem að segir í þessum ársreikningi að við þurfum að grípa til niðurskurðar.“ Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.Vísir/SkjáskotNokkrar helstu tölur úr ársreikningi Reykjavíkurborgar 2017.Vísir/Gvendur Tengdar fréttir Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Afgangur var af rekstri Reykjavíkurborgar á síðasta ári, sem nemur um þrettán milljörðum umfram það sem áætlað var. Borgarfulltrúi minnihlutans segir meirihluta borgarstjórnar stæra sig af stolnum fjöðrum hvað varðar viðsnúning í rekstri borgarinnar. Borgarsjóður skilaði 5 milljarða króna hagnaði en þar er um að ræða A-hlutann sem heldur utan um eiginlegan rekstur borgarinnar. Þá skilaði samstæða borgarinnar 28 milljarða hagnaði en í henni eru B-hluta fyrirtæki á borð við Orkuveitu Reykjavíkur og Félagsbústaði. Þá hafa skuldir samstæðunnar farið lækkandi frá árinu 2011 en þær nema 193 milljörðum samkvæmt ársreikningi. Borgarstjóri segir tvo þætti skýra þessa útkomu. „Annars vegar ábyrg fjármálastjórn og ábyrgur rekstur og síðan óneitanlega töluverðar tekjur vegna þess að við erum að upplifa mesta uppbyggingarskeið í sögu borgarinnar,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.Dagur B. Eggertsson borgarstjóriVísir/SkjáskotMunar miklu um sölu lóða og fasteigna sem voru talsvert umfram áætlanir. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi minnihluta og oddviti Borgarinnar okkar, nýs framboðs í Reykjavík, er á öðru máli. „Það er deginum ljósara að hver sem er sem kemur að rekstri borgarinnar hefði getað sýnt þessa rekstrarniðurstöðu,“ segir Sveinbjörg. Þannig skýrist afgangur A-hluta af hækkun fasteignagjalda og útsvars, og afgangur samstæðu af hærra fasteignamati og reksturs Orkuveitunnar að sögn Sveinbjargar, en hagnaður á þeim sviðum hafi ekkert með stjórn fjármála borgarinnar að gera. „Þannig að mér finnst raunverulega þessi meirihluti vera að stæra sig af stolnum fjöðrum.“ Líkt og borgarstjóri segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, afkomuna vera mikið fagnaðarefni. „Það skapast svigrúm til þess að bæta enn frekar í það sem þörf er á, til dæmis eins og að koma til móts við stórar kvennastéttir í Reykjavíkurborg og setja vel inn í velferðar- og menntakerfið,“ segir Líf. „Það er ekkert sem að segir í þessum ársreikningi að við þurfum að grípa til niðurskurðar.“ Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.Vísir/SkjáskotNokkrar helstu tölur úr ársreikningi Reykjavíkurborgar 2017.Vísir/Gvendur
Tengdar fréttir Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Reykjavíkurborg skilar fimm milljarða króna afgangi Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 sem kynntur var á blaðamannafundi fyrr í dag skilaði A-hluti borgarinnar, sem heldur utan um eiginlegan rekstur, fimm milljarða króna afgangi. 26. apríl 2018 14:50
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu