Svefnsjúkur sparkspekingur skeytir skapi sínu á Íslendingum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 18. júní 2018 08:11 Vasilij er umdeildur í heimalandinu Rússneski sparkspekingurinn Vasilij Utkin, sem samkvæmt Wikipedia síðu sinni er þekktur fyrir hneykslanlega hegðun og staðreyndavillur, vandar Íslendingum og íslenskri knattspyrnu ekki kveðjurnar í nýju myndbandi. Utkin er meðal annars stjórnandi sjónvarpsþátta um fótbolta og einn af eigendum vefsíðunnar sports.ru sem er rússnesk íþróttasíða eins og glöggir lesendur kunna að hafa getið sér til.Í myndbandinu um Ísland segir Utkin að það virðist vera yfirlýst markmið íslenska landsliðsins á HM að koma í veg fyrir að hin liðin geti leikið almennilega knattspyrnu. Það sé engin önnur hugsun á bak við leik íslenska liðsins.Utkin rekur þetta meðal annars til þess að Íslendingar séu afkomendur þeirra aumingja sem urðu undir á tímum víkinga og hafi þurft að flýja undan sér sterkara fólki til afksekktrar eyju þar sem meira að segja sauðfé fékk ekki þrifist. Segist Utkin ekki skilja hvers vegna svo margir dáist að íslenska liðinu. Því fyrr sem Íslendingarnir láti sig hverfa af mótinu, aftur heim á vit sinna elskuðu eldfjalla, því betra. Þess má geta að Vasilij Utkin komst síðast í heimspressuna árið 2016 þegar hann afrekaði það að vera settur í ótímabundið leyfi sem leiklýsandi fyrir að sofna í miðjum leik Barcelona og Bayer Leverkusen. Hann bar því við að þjást af svefnsýki. Fyrir HM í knattspyrnu í Rússlandi sagðist hann hafa tekið fyrsta boði sem hann fékk til að lýsa leikjum og gaf launin til góðgerðarmála. Þá hefur Utkin ítrekað komist í hann krappann fyrir ummæli sín um kollega og fólk í rússneska íþróttaheiminum. Það má ekki heldur gleyma þessu skemmtiatriði sem kom honum aftur í heimspressuna um skamma hríð. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu myndbandið frumlega sem strákarnir horfðu á fyrir Argentínuleikinn Áður en strákarnir okkar halda í leiki þá horfa þeir á peppmyndband sem Húsvíkingurinn Dagur Sveinn Dagbjartsson býr til. Það var farin ný og frumleg leið fyrir leikinn gegn Argentínu í gær. 17. júní 2018 10:00 HM í dag: Argentínumaður greip um punginn á sér og sagði Íslandi að fokka sér HM í dag var tekið upp fyrir utan Spartak Stadium í Moskvu þar sem áhorfendur voru að koma sér heim eftir leikinn spennuþrungna. 17. júní 2018 11:15 Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn 17. júní 2018 07:49 Klara telur líklegt að reynsla Argentínumanna skýri miðamálið Ólíklegt er að KSÍ muni óska eftir skýringum frá FIFA fyrr en eftir mót af hverju Argentínumenn virtust hafa fengið mun fleiri miða en Íslendingar á leik Íslands og Argentínu. 17. júní 2018 09:15 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Rússneski sparkspekingurinn Vasilij Utkin, sem samkvæmt Wikipedia síðu sinni er þekktur fyrir hneykslanlega hegðun og staðreyndavillur, vandar Íslendingum og íslenskri knattspyrnu ekki kveðjurnar í nýju myndbandi. Utkin er meðal annars stjórnandi sjónvarpsþátta um fótbolta og einn af eigendum vefsíðunnar sports.ru sem er rússnesk íþróttasíða eins og glöggir lesendur kunna að hafa getið sér til.Í myndbandinu um Ísland segir Utkin að það virðist vera yfirlýst markmið íslenska landsliðsins á HM að koma í veg fyrir að hin liðin geti leikið almennilega knattspyrnu. Það sé engin önnur hugsun á bak við leik íslenska liðsins.Utkin rekur þetta meðal annars til þess að Íslendingar séu afkomendur þeirra aumingja sem urðu undir á tímum víkinga og hafi þurft að flýja undan sér sterkara fólki til afksekktrar eyju þar sem meira að segja sauðfé fékk ekki þrifist. Segist Utkin ekki skilja hvers vegna svo margir dáist að íslenska liðinu. Því fyrr sem Íslendingarnir láti sig hverfa af mótinu, aftur heim á vit sinna elskuðu eldfjalla, því betra. Þess má geta að Vasilij Utkin komst síðast í heimspressuna árið 2016 þegar hann afrekaði það að vera settur í ótímabundið leyfi sem leiklýsandi fyrir að sofna í miðjum leik Barcelona og Bayer Leverkusen. Hann bar því við að þjást af svefnsýki. Fyrir HM í knattspyrnu í Rússlandi sagðist hann hafa tekið fyrsta boði sem hann fékk til að lýsa leikjum og gaf launin til góðgerðarmála. Þá hefur Utkin ítrekað komist í hann krappann fyrir ummæli sín um kollega og fólk í rússneska íþróttaheiminum. Það má ekki heldur gleyma þessu skemmtiatriði sem kom honum aftur í heimspressuna um skamma hríð.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Sjáðu myndbandið frumlega sem strákarnir horfðu á fyrir Argentínuleikinn Áður en strákarnir okkar halda í leiki þá horfa þeir á peppmyndband sem Húsvíkingurinn Dagur Sveinn Dagbjartsson býr til. Það var farin ný og frumleg leið fyrir leikinn gegn Argentínu í gær. 17. júní 2018 10:00 HM í dag: Argentínumaður greip um punginn á sér og sagði Íslandi að fokka sér HM í dag var tekið upp fyrir utan Spartak Stadium í Moskvu þar sem áhorfendur voru að koma sér heim eftir leikinn spennuþrungna. 17. júní 2018 11:15 Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn 17. júní 2018 07:49 Klara telur líklegt að reynsla Argentínumanna skýri miðamálið Ólíklegt er að KSÍ muni óska eftir skýringum frá FIFA fyrr en eftir mót af hverju Argentínumenn virtust hafa fengið mun fleiri miða en Íslendingar á leik Íslands og Argentínu. 17. júní 2018 09:15 Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Sjáðu myndbandið frumlega sem strákarnir horfðu á fyrir Argentínuleikinn Áður en strákarnir okkar halda í leiki þá horfa þeir á peppmyndband sem Húsvíkingurinn Dagur Sveinn Dagbjartsson býr til. Það var farin ný og frumleg leið fyrir leikinn gegn Argentínu í gær. 17. júní 2018 10:00
HM í dag: Argentínumaður greip um punginn á sér og sagði Íslandi að fokka sér HM í dag var tekið upp fyrir utan Spartak Stadium í Moskvu þar sem áhorfendur voru að koma sér heim eftir leikinn spennuþrungna. 17. júní 2018 11:15
Klara telur líklegt að reynsla Argentínumanna skýri miðamálið Ólíklegt er að KSÍ muni óska eftir skýringum frá FIFA fyrr en eftir mót af hverju Argentínumenn virtust hafa fengið mun fleiri miða en Íslendingar á leik Íslands og Argentínu. 17. júní 2018 09:15