Óttast áhrif kjaradeilunnar á geðheilsu verðandi foreldra og barna þeirra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. júní 2018 20:30 Anna María Jónsdóttir geðlæknir. Vísir/Skjáskot Óvissan sem uppi er vegna kjaradeilu ljósmæðra getur haft áhrif á verðandi foreldra og börn þeirra til framtíðar að sögn geðlæknis. Fjárfesting í þjónustu við sængurkonur og nýbura geti sparað ríkinu mikla fjármuni til lengri tíma litið. Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra verður á miðvikudaginn en ljósmæður hafa einnig óskað eftir fundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra en óvíst er að svo stöddu hvenær sá fundur verður.Streituhormón berst í gegnum fylgjuna Að sögn Önnu Maríu Jónsdóttur geðlæknis hafa rannsóknir ítrekað sýnt fram á að streita móður á meðgöngu getur haft áhrif á ófædd börn þeirra. „Ef að móðirin er undir miklu álagi, ef að hennar streituhormón er hátt, þá verða hreinlega breytingar á genum í fylgjunni sem að hleypa streituhormón í gegn og það hefur áhrif á streitukerfi barnsins,“ segir Anna María. „Óvissan hefur þau áhrif að þær [mæður] upplifa sig ekki öruggar og ég hef miklar áhyggjur af þessu ástandi,“ bætir hún við. Ef að ljósmæður sjái ekki hag sinn í að koma aftur til baka til starfa kveðst Anna María óttast að það fækki í stéttinni. „Þá í raun og veru erum við að fara skref aftur á bak og jafnvel að setja okkur bara hreinlega við hliðina á þróunarþjóðum.“ Það skjóti skökku við þar sem hér á landi sé getan til staðar til að veita umrædda þjónustu. Myndi spara til lengri tíma litið Afleiðingarnar streitu á meðgöngu geti varað til frambúðar og því sé kostnaðarsamt að vanrækja þjónustuna. „London School of Economics er búinn að sýna fram á það að það myndi kosta milljarða punda og við höfum umreiknað yfir í íslenskt samfélag; það myndi kosta um það bil sjö milljarða íslenskra króna á ári miðað við um það bil fjögur þúsund fæðingar á ári, fyrir hvern árgang fram að 18 ára aldri barnsins,“ útskýrir Anna María. Sá kostnaður falli til vegna þjónustu sem barn þurfi á að halda í skóla-, félags-, og heilbrigðiskerfi sem hægt væri að draga úr eða koma í veg fyrir því að tryggja góða þjónustu strax á meðgöngu og á fyrstu tveimur árum ævinnar. „Samkvæmt þessari sömu skýrslu sem var gefin út 2014 þá kemur í ljós að það þarf að fjárfesta 230 milljónum árlega í þjónustu, sérhæfða þjónustu, við þennan hóp til þess að vel megi við una. Og það eru um það bil 30 krónur sem kæmu til baka fyrir hverja eina sem væri fjárfest í þessum málaflokki og ég býst við að margir fjárfestar myndu stökkva á þennan kost.“ Þverpólitísk sátt hafi náðst í Bretlandi Að öðrum starfsstéttum ólöstuðum séu ljósmæður líklega sá hópur sem skapi hvað mest verðmæti að sögn Önnu Maríu. „Þær hafa mjög mikið að segja um það hvernig móðir og foreldrar upplifa meðgönguna og þær eru náttúrlega í lykilaðstöðu til þess að uppgötva ef eitthvað er að, líkamlega og andlega, og grípa snemma inn í.“ Sérstaklega eigi þetta við á síðasta þriðjungi meðgöngunnar þegar líkami og heili barnsins eru á mjög viðkvæmu mótunarskeiði. Það sem gerist á þessu tímabili geti haft áhrif á heilsufar allt fram á fullorðinsár. Þá bendir Anna María á að horfa mætti til Bretlands og laga sem þar hafi verið tekin upp, oft kallað „1001 dagur.“ „Það er þverpólitískt samkomulag sem að stjórmálamenn hafa gert um að byggja upp geðheilbrigðisþjónustu fyrir foreldra frá getnaði og fyrstu tvö árin eftir fæðingu barns og þetta hafa þeir gert vegna þess að það er besta fjárfestingin sem hægt er að hugsa sér að fjárfesta vel í þessum hópi,“ segir Anna María. Í Skotlandi hafi 500 nýjar ljósmæður til að mynda verið ráðnar inn í heilbrigðiskerfið á grundvelli laganna. Tengdar fréttir Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. 11. júní 2018 19:15 19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00 Verðandi mæður leitast við að fæða utan Landspítalans vegna manneklu Ljósmóðir gengur út með sorg í hjarta. 17. júní 2018 19:07 Samstöðufundur með ljósmæðrum á Kvenréttindadaginn Sýna ljósmæðrum stuðning á táknrænan hátt. 14. júní 2018 15:00 Ljósmæður felldu samninginn 67 prósent sögðu nei. 8. júní 2018 12:42 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Óvissan sem uppi er vegna kjaradeilu ljósmæðra getur haft áhrif á verðandi foreldra og börn þeirra til framtíðar að sögn geðlæknis. Fjárfesting í þjónustu við sængurkonur og nýbura geti sparað ríkinu mikla fjármuni til lengri tíma litið. Næsti fundur í kjaradeilu ljósmæðra verður á miðvikudaginn en ljósmæður hafa einnig óskað eftir fundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra en óvíst er að svo stöddu hvenær sá fundur verður.Streituhormón berst í gegnum fylgjuna Að sögn Önnu Maríu Jónsdóttur geðlæknis hafa rannsóknir ítrekað sýnt fram á að streita móður á meðgöngu getur haft áhrif á ófædd börn þeirra. „Ef að móðirin er undir miklu álagi, ef að hennar streituhormón er hátt, þá verða hreinlega breytingar á genum í fylgjunni sem að hleypa streituhormón í gegn og það hefur áhrif á streitukerfi barnsins,“ segir Anna María. „Óvissan hefur þau áhrif að þær [mæður] upplifa sig ekki öruggar og ég hef miklar áhyggjur af þessu ástandi,“ bætir hún við. Ef að ljósmæður sjái ekki hag sinn í að koma aftur til baka til starfa kveðst Anna María óttast að það fækki í stéttinni. „Þá í raun og veru erum við að fara skref aftur á bak og jafnvel að setja okkur bara hreinlega við hliðina á þróunarþjóðum.“ Það skjóti skökku við þar sem hér á landi sé getan til staðar til að veita umrædda þjónustu. Myndi spara til lengri tíma litið Afleiðingarnar streitu á meðgöngu geti varað til frambúðar og því sé kostnaðarsamt að vanrækja þjónustuna. „London School of Economics er búinn að sýna fram á það að það myndi kosta milljarða punda og við höfum umreiknað yfir í íslenskt samfélag; það myndi kosta um það bil sjö milljarða íslenskra króna á ári miðað við um það bil fjögur þúsund fæðingar á ári, fyrir hvern árgang fram að 18 ára aldri barnsins,“ útskýrir Anna María. Sá kostnaður falli til vegna þjónustu sem barn þurfi á að halda í skóla-, félags-, og heilbrigðiskerfi sem hægt væri að draga úr eða koma í veg fyrir því að tryggja góða þjónustu strax á meðgöngu og á fyrstu tveimur árum ævinnar. „Samkvæmt þessari sömu skýrslu sem var gefin út 2014 þá kemur í ljós að það þarf að fjárfesta 230 milljónum árlega í þjónustu, sérhæfða þjónustu, við þennan hóp til þess að vel megi við una. Og það eru um það bil 30 krónur sem kæmu til baka fyrir hverja eina sem væri fjárfest í þessum málaflokki og ég býst við að margir fjárfestar myndu stökkva á þennan kost.“ Þverpólitísk sátt hafi náðst í Bretlandi Að öðrum starfsstéttum ólöstuðum séu ljósmæður líklega sá hópur sem skapi hvað mest verðmæti að sögn Önnu Maríu. „Þær hafa mjög mikið að segja um það hvernig móðir og foreldrar upplifa meðgönguna og þær eru náttúrlega í lykilaðstöðu til þess að uppgötva ef eitthvað er að, líkamlega og andlega, og grípa snemma inn í.“ Sérstaklega eigi þetta við á síðasta þriðjungi meðgöngunnar þegar líkami og heili barnsins eru á mjög viðkvæmu mótunarskeiði. Það sem gerist á þessu tímabili geti haft áhrif á heilsufar allt fram á fullorðinsár. Þá bendir Anna María á að horfa mætti til Bretlands og laga sem þar hafi verið tekin upp, oft kallað „1001 dagur.“ „Það er þverpólitískt samkomulag sem að stjórmálamenn hafa gert um að byggja upp geðheilbrigðisþjónustu fyrir foreldra frá getnaði og fyrstu tvö árin eftir fæðingu barns og þetta hafa þeir gert vegna þess að það er besta fjárfestingin sem hægt er að hugsa sér að fjárfesta vel í þessum hópi,“ segir Anna María. Í Skotlandi hafi 500 nýjar ljósmæður til að mynda verið ráðnar inn í heilbrigðiskerfið á grundvelli laganna.
Tengdar fréttir Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. 11. júní 2018 19:15 19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00 Verðandi mæður leitast við að fæða utan Landspítalans vegna manneklu Ljósmóðir gengur út með sorg í hjarta. 17. júní 2018 19:07 Samstöðufundur með ljósmæðrum á Kvenréttindadaginn Sýna ljósmæðrum stuðning á táknrænan hátt. 14. júní 2018 15:00 Ljósmæður felldu samninginn 67 prósent sögðu nei. 8. júní 2018 12:42 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sjá meira
Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. 11. júní 2018 19:15
19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00
Verðandi mæður leitast við að fæða utan Landspítalans vegna manneklu Ljósmóðir gengur út með sorg í hjarta. 17. júní 2018 19:07
Samstöðufundur með ljósmæðrum á Kvenréttindadaginn Sýna ljósmæðrum stuðning á táknrænan hátt. 14. júní 2018 15:00