Verðandi mæður leitast við að fæða utan Landspítalans vegna manneklu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. júní 2018 19:07 Nú styttist óðum í að uppsagnir ljósmæðra taki gildi, en það mun gerast þann fyrsta júlí, eftir tvær vikur. Að sögn ljósmóður á Landspítalanum eru þær margar hverjar orðnar mjög uggandi yfir stöðu mála. „Staða mín er sú að fyrir þrem mánuðum síðan sagði ég upp fastri stöðu minni á Landspítalanum. Uppsögnin tekur gildi 1. júlí. Með sorg í hjarta geng ég út af mínum vinnustað, sem ég elska að vinna á,“ segir Guðrún Fema Ágústdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum. Þá segist hún vita til þess að verðandi mæður á höfuðborgarsvæðinu ráðleggi hverri annarri að leita utan landspítalans, þar sem þær eru hræddar um heilsu sína og barnsins í ljósi þess hve undirmannaður spítalinn er. „Ófrískar konur hafa flestar samband við ljósmæður, sem og sín á milli, í svokölluðum bumbuhópum. Ég hef heyrt af því að þær ætli að sækja sér þjónustu fyrir utan Landspítalann vegna uppsagna á spítalanum. Sú staða er ekki raunsæ þar sem að í sumar munu kvensjúkdómadeild og fæðingardeild sameinast á Akranesi. Þar verður því ekki hægt að taka á móti fleiri konum. Fyrirhugaðar lokanir verða í Keflavík og verður því ekki hægt að taka á móti fleiri konum,“ segir Guðrún. En geta heilbrigðisstofnanir utan höfuðborgarsvæðisins hjálpað deildum Landspítalans?Ljósmóðirin Hrafnhildur ÓlafsdóttirÚr einkasafni„Við reynum að sinna ölum konum sem koma til okkar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Mönnunin verður dræm hjá okkur í sumar. Við erum með færri rúm fyrir sængurlegun. Því getum við takmarkað hjálpað Landspítalanum í að leysa vandann sem skapast þar,“ segir Hrafnhildur Ólafsdóttir, ljósmóðir Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Þá biðlar Guðrún Fema til ríkisstjórnar að eyða kynbundnum launamisrétti og segir tilvalið að byrja á kvennastétt á borð við ljósmæður. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. 11. júní 2018 19:15 Samstöðufundur með ljósmæðrum á Kvenréttindadaginn Sýna ljósmæðrum stuðning á táknrænan hátt. 14. júní 2018 15:00 Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. 9. júní 2018 12:37 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Nú styttist óðum í að uppsagnir ljósmæðra taki gildi, en það mun gerast þann fyrsta júlí, eftir tvær vikur. Að sögn ljósmóður á Landspítalanum eru þær margar hverjar orðnar mjög uggandi yfir stöðu mála. „Staða mín er sú að fyrir þrem mánuðum síðan sagði ég upp fastri stöðu minni á Landspítalanum. Uppsögnin tekur gildi 1. júlí. Með sorg í hjarta geng ég út af mínum vinnustað, sem ég elska að vinna á,“ segir Guðrún Fema Ágústdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum. Þá segist hún vita til þess að verðandi mæður á höfuðborgarsvæðinu ráðleggi hverri annarri að leita utan landspítalans, þar sem þær eru hræddar um heilsu sína og barnsins í ljósi þess hve undirmannaður spítalinn er. „Ófrískar konur hafa flestar samband við ljósmæður, sem og sín á milli, í svokölluðum bumbuhópum. Ég hef heyrt af því að þær ætli að sækja sér þjónustu fyrir utan Landspítalann vegna uppsagna á spítalanum. Sú staða er ekki raunsæ þar sem að í sumar munu kvensjúkdómadeild og fæðingardeild sameinast á Akranesi. Þar verður því ekki hægt að taka á móti fleiri konum. Fyrirhugaðar lokanir verða í Keflavík og verður því ekki hægt að taka á móti fleiri konum,“ segir Guðrún. En geta heilbrigðisstofnanir utan höfuðborgarsvæðisins hjálpað deildum Landspítalans?Ljósmóðirin Hrafnhildur ÓlafsdóttirÚr einkasafni„Við reynum að sinna ölum konum sem koma til okkar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Mönnunin verður dræm hjá okkur í sumar. Við erum með færri rúm fyrir sængurlegun. Því getum við takmarkað hjálpað Landspítalanum í að leysa vandann sem skapast þar,“ segir Hrafnhildur Ólafsdóttir, ljósmóðir Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Þá biðlar Guðrún Fema til ríkisstjórnar að eyða kynbundnum launamisrétti og segir tilvalið að byrja á kvennastétt á borð við ljósmæður.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. 11. júní 2018 19:15 Samstöðufundur með ljósmæðrum á Kvenréttindadaginn Sýna ljósmæðrum stuðning á táknrænan hátt. 14. júní 2018 15:00 Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. 9. júní 2018 12:37 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. 11. júní 2018 19:15
Samstöðufundur með ljósmæðrum á Kvenréttindadaginn Sýna ljósmæðrum stuðning á táknrænan hátt. 14. júní 2018 15:00
Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. 9. júní 2018 12:37