Tyrkir handtóku ellefu fyrir að dreifa hryðjuverkaáróðri Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. janúar 2018 07:00 Sýrlenskir uppreisnarmenn berjast með Tyrkjum. Nordicphotos/AFP Lögreglan í Tyrklandi hefur handtekið ellefu einstaklinga sem grunaðir eru um að dreifa „hryðjuverkaáróðri“ á samfélagsmiðlum um innrás Tyrkjahers á það landsvæði sem Kúrdar hafa stýrt í norðurhluta Sýrlands, nærri landamærum ríkjanna. Frá þessu greindi ríkisfréttastofan Anadolu í gær. Alls séu um 150 í haldi vegna meints stuðnings við YPG, hersveitir Kúrda, sem Tyrkir álíta hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda (PKK) og bæði NATO og Evrópusambandið telja hryðjuverkasamtök. Tyrkir hafa nú þegar tekið nokkra bæi í Afrin-héraði og greindi Washington Post frá því í gær að þarlend yfirvöld hefðu áhyggjur af því að aðgerðir Tyrkja gætu raskað stríðinu gegn ISIS. Kúrdar hafa víða um heim mótmælt innrásinni harðlega en YPG er hluti af hernaðarbandalaginu gegn ISIS, rétt eins og Bandaríkjamenn og sjálfir Tyrkir. Þrömmuðu til að mynda hundruð Kúrda að tröppum sendiráða Rússlands og Bandaríkjanna á Kýpur í gær og brenndu myndir af Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Kröfðust þeir þess að Tyrkir hyrfu á brott frá svæðinu. Erdogan sagði í gær að hernaðaraðgerðirnar gengju vel og myndu halda áfram „þar til engir hryðjuverkamenn væru eftir á svæðinu“. Hét hann því að Tyrkir myndu halda austur að borginni Manbij, sem einnig er undir stjórn Kúrda, og sagði markmiðið að „hreinsa svæðið af þessu vandamáli“. Þá sagði Erdogan að tyrkneskir hermenn og bandamenn þeirra úr röðum sýrlenskra uppreisnarmanna hefðu fellt að minnsta kosti 268 sýrlenska Kúrda frá því innrásin var gerð þann 20. janúar síðastliðinn. Á meðan Tyrkir og Kúrdar kljást í norðurhluta Sýrlands hafa Bandaríkjamenn sakað ríkisstjórnarherinn um að beita enn á ný efnavopnum gegn almennum borgurum. Nú síðast í Austur-Ghouta á mánudag en mannúðarsamtök hafa greint frá því að tvær árásir hafi verið gerðar í héraðinu þá. Alls fjórar frá áramótum. Greina læknar á svæðinu frá því að tugir barna hafi sýnt einkenni eitrunar af völdum klórgass. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á þriðjudag að Rússar bæru ábyrgð á því að hafa ekki stjórn á bandamönnum sínum í ríkisstjórn Bashars al-Assad. Sýrlandsstjórn hefur ítrekað beitt banvænum efnavopnum á svæðum sem uppreisnarmenn stjórna. „Rússar bera ábyrgð á þessum árásum, burtséð frá því hver gerði þær,“ sagði Tillerson. Assad-liðar höfnuðu því alfarið í gær að þeir hefðu beitt efnavopnum og sögðu að um lygar væri að ræða. Ásakanir Bandaríkjanna og Frakka væru hluti af samstilltu átaki gegn ríkisstjórninni. Hernaðarbandalagið gegn ISIS tilkynnti í gær um að bandaríski herinn hefði fellt allt að 150 skæruliða í loftárás á eitt höfuðvígi samtakanna í Deir al-Zour-héraði. Með yfirlýsingunni fylgdu þær upplýsingar að nú hefði ISIS misst 98 prósent þess landsvæðis sem samtökunum tókst að sölsa undir sig í Írak og Sýrlandi árið 2014 þegar stofnun kalífadæmis var lýst yfir. Birtist í Fréttablaðinu Kýpur Mið-Austurlönd Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Sjá meira
Lögreglan í Tyrklandi hefur handtekið ellefu einstaklinga sem grunaðir eru um að dreifa „hryðjuverkaáróðri“ á samfélagsmiðlum um innrás Tyrkjahers á það landsvæði sem Kúrdar hafa stýrt í norðurhluta Sýrlands, nærri landamærum ríkjanna. Frá þessu greindi ríkisfréttastofan Anadolu í gær. Alls séu um 150 í haldi vegna meints stuðnings við YPG, hersveitir Kúrda, sem Tyrkir álíta hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda (PKK) og bæði NATO og Evrópusambandið telja hryðjuverkasamtök. Tyrkir hafa nú þegar tekið nokkra bæi í Afrin-héraði og greindi Washington Post frá því í gær að þarlend yfirvöld hefðu áhyggjur af því að aðgerðir Tyrkja gætu raskað stríðinu gegn ISIS. Kúrdar hafa víða um heim mótmælt innrásinni harðlega en YPG er hluti af hernaðarbandalaginu gegn ISIS, rétt eins og Bandaríkjamenn og sjálfir Tyrkir. Þrömmuðu til að mynda hundruð Kúrda að tröppum sendiráða Rússlands og Bandaríkjanna á Kýpur í gær og brenndu myndir af Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands. Kröfðust þeir þess að Tyrkir hyrfu á brott frá svæðinu. Erdogan sagði í gær að hernaðaraðgerðirnar gengju vel og myndu halda áfram „þar til engir hryðjuverkamenn væru eftir á svæðinu“. Hét hann því að Tyrkir myndu halda austur að borginni Manbij, sem einnig er undir stjórn Kúrda, og sagði markmiðið að „hreinsa svæðið af þessu vandamáli“. Þá sagði Erdogan að tyrkneskir hermenn og bandamenn þeirra úr röðum sýrlenskra uppreisnarmanna hefðu fellt að minnsta kosti 268 sýrlenska Kúrda frá því innrásin var gerð þann 20. janúar síðastliðinn. Á meðan Tyrkir og Kúrdar kljást í norðurhluta Sýrlands hafa Bandaríkjamenn sakað ríkisstjórnarherinn um að beita enn á ný efnavopnum gegn almennum borgurum. Nú síðast í Austur-Ghouta á mánudag en mannúðarsamtök hafa greint frá því að tvær árásir hafi verið gerðar í héraðinu þá. Alls fjórar frá áramótum. Greina læknar á svæðinu frá því að tugir barna hafi sýnt einkenni eitrunar af völdum klórgass. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á þriðjudag að Rússar bæru ábyrgð á því að hafa ekki stjórn á bandamönnum sínum í ríkisstjórn Bashars al-Assad. Sýrlandsstjórn hefur ítrekað beitt banvænum efnavopnum á svæðum sem uppreisnarmenn stjórna. „Rússar bera ábyrgð á þessum árásum, burtséð frá því hver gerði þær,“ sagði Tillerson. Assad-liðar höfnuðu því alfarið í gær að þeir hefðu beitt efnavopnum og sögðu að um lygar væri að ræða. Ásakanir Bandaríkjanna og Frakka væru hluti af samstilltu átaki gegn ríkisstjórninni. Hernaðarbandalagið gegn ISIS tilkynnti í gær um að bandaríski herinn hefði fellt allt að 150 skæruliða í loftárás á eitt höfuðvígi samtakanna í Deir al-Zour-héraði. Með yfirlýsingunni fylgdu þær upplýsingar að nú hefði ISIS misst 98 prósent þess landsvæðis sem samtökunum tókst að sölsa undir sig í Írak og Sýrlandi árið 2014 þegar stofnun kalífadæmis var lýst yfir.
Birtist í Fréttablaðinu Kýpur Mið-Austurlönd Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Sjá meira