„Gæti verið eitthvað stærra og verra og meira í gangi“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. janúar 2018 20:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar hvort hefja eigi rannsókn á Robert Downey á grundvelli minnisbókar sem inniheldur 335 nöfn. Faðir stúlku sem brotið var gegn og er nefnd í bókinni segir nauðsynlegt að kanna málið til hlítar.Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag var lögreglan hvött til þess að rannsaka minnisbók sem var í eigu Roberts Downey. Bókin inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna og var hluti af sönnunargögnum í kynferðisbrotamáli fjögurra kvenna gegn Downey árið 2007. Yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar segir málið vera til skoðunar. „Við erum að fara yfir hana og erum bara að kanna grundvöll fyrir því hvort við eigum að taka upp rannsókn. Við erum að skoða hugsanlega fyrningu," segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar. „Ef brot eru augljóslega fyrnd eru það tilmæli frá ríkissaksóknara um að lögregla eigi að hætta rannsókn þannig að við erum bara að skoða öll markatilvik," segir Hulda.Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar.Stöð 2Anna Katrín Snorradóttir sem kærði Robert Downey fyrir kynferðisbrot í júlí síðastliðnum hefur talið að hennar mál megi styðja með sönnunargögnum úr málinu frá 2007. Hingað til hefur lögregla svarað því að gögnunum hafi veirð eytt. Hulda segir þetta hafa verið misskilning hjá lögreglunni. Bókin hafi alltaf verið til staðar líkt og önnur gögn sem lögð voru fyrir Hæstarétt. „Hins vegar var búið að eyða öðrum sönnunargögnum sem heimild var fyrir að eyða," segir Hulda. Annar greinarhöfunda bendir á að nöfn allra þeirra kvenna sem Robert Downey hefur verið dæmdur fyrir að brjóta gegn komi fram í bókinni. Því hljóti að vera nauðsynlegt að kanna hana til hlítar. „Af líkunum sem við skoðum, það er fimm af 335 nöfnum. Af þeim líkum gæti verið eitthvað stærra og verra og meira í gangi þarna. Að því að það eru algjörlega ekkert allir sem vilja stíga fram og nenna að taka stríðið eða þora að taka stríðið í fjölmiðlum og hafa hátt. En það virðist vera nauðsynlegt til þess að fá eitthvað að frétta," segir Bergur Þór Ingólfsson. MeToo Tengdar fréttir „Eftir standa 330 nöfn órannsökuð“ Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir kalla eftir því að minnisbók lögmannsins Roberts Downey; sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna, verði rannsökuð í þaula. 25. janúar 2018 07:50 Sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 Þann 17. janúar sl. var haldinn opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd alþingis. Tilefnið var varðveisla sönnunargagna í málum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu er varða hvarf verðmæta í húsleit hjá kampavínsklúbbnum Strawberries annars vegar og hins vegar gögn í máli Roberts Downey sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið tjáð að væru týnd eða ónýt. 25. janúar 2018 07:00 Skoða hvort hægt sé að hefja rannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hvort hægt sé að hefja rannsókn á brotum Roberts Downey á nýjan leik byggt á minnisbók sem hann hélt. 25. janúar 2018 15:06 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar hvort hefja eigi rannsókn á Robert Downey á grundvelli minnisbókar sem inniheldur 335 nöfn. Faðir stúlku sem brotið var gegn og er nefnd í bókinni segir nauðsynlegt að kanna málið til hlítar.Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag var lögreglan hvött til þess að rannsaka minnisbók sem var í eigu Roberts Downey. Bókin inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna og var hluti af sönnunargögnum í kynferðisbrotamáli fjögurra kvenna gegn Downey árið 2007. Yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar segir málið vera til skoðunar. „Við erum að fara yfir hana og erum bara að kanna grundvöll fyrir því hvort við eigum að taka upp rannsókn. Við erum að skoða hugsanlega fyrningu," segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar. „Ef brot eru augljóslega fyrnd eru það tilmæli frá ríkissaksóknara um að lögregla eigi að hætta rannsókn þannig að við erum bara að skoða öll markatilvik," segir Hulda.Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar.Stöð 2Anna Katrín Snorradóttir sem kærði Robert Downey fyrir kynferðisbrot í júlí síðastliðnum hefur talið að hennar mál megi styðja með sönnunargögnum úr málinu frá 2007. Hingað til hefur lögregla svarað því að gögnunum hafi veirð eytt. Hulda segir þetta hafa verið misskilning hjá lögreglunni. Bókin hafi alltaf verið til staðar líkt og önnur gögn sem lögð voru fyrir Hæstarétt. „Hins vegar var búið að eyða öðrum sönnunargögnum sem heimild var fyrir að eyða," segir Hulda. Annar greinarhöfunda bendir á að nöfn allra þeirra kvenna sem Robert Downey hefur verið dæmdur fyrir að brjóta gegn komi fram í bókinni. Því hljóti að vera nauðsynlegt að kanna hana til hlítar. „Af líkunum sem við skoðum, það er fimm af 335 nöfnum. Af þeim líkum gæti verið eitthvað stærra og verra og meira í gangi þarna. Að því að það eru algjörlega ekkert allir sem vilja stíga fram og nenna að taka stríðið eða þora að taka stríðið í fjölmiðlum og hafa hátt. En það virðist vera nauðsynlegt til þess að fá eitthvað að frétta," segir Bergur Þór Ingólfsson.
MeToo Tengdar fréttir „Eftir standa 330 nöfn órannsökuð“ Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir kalla eftir því að minnisbók lögmannsins Roberts Downey; sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna, verði rannsökuð í þaula. 25. janúar 2018 07:50 Sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 Þann 17. janúar sl. var haldinn opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd alþingis. Tilefnið var varðveisla sönnunargagna í málum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu er varða hvarf verðmæta í húsleit hjá kampavínsklúbbnum Strawberries annars vegar og hins vegar gögn í máli Roberts Downey sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið tjáð að væru týnd eða ónýt. 25. janúar 2018 07:00 Skoða hvort hægt sé að hefja rannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hvort hægt sé að hefja rannsókn á brotum Roberts Downey á nýjan leik byggt á minnisbók sem hann hélt. 25. janúar 2018 15:06 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
„Eftir standa 330 nöfn órannsökuð“ Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir kalla eftir því að minnisbók lögmannsins Roberts Downey; sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna, verði rannsökuð í þaula. 25. janúar 2018 07:50
Sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 Þann 17. janúar sl. var haldinn opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd alþingis. Tilefnið var varðveisla sönnunargagna í málum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu er varða hvarf verðmæta í húsleit hjá kampavínsklúbbnum Strawberries annars vegar og hins vegar gögn í máli Roberts Downey sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið tjáð að væru týnd eða ónýt. 25. janúar 2018 07:00
Skoða hvort hægt sé að hefja rannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hvort hægt sé að hefja rannsókn á brotum Roberts Downey á nýjan leik byggt á minnisbók sem hann hélt. 25. janúar 2018 15:06
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent