„Gæti verið eitthvað stærra og verra og meira í gangi“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. janúar 2018 20:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar hvort hefja eigi rannsókn á Robert Downey á grundvelli minnisbókar sem inniheldur 335 nöfn. Faðir stúlku sem brotið var gegn og er nefnd í bókinni segir nauðsynlegt að kanna málið til hlítar.Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag var lögreglan hvött til þess að rannsaka minnisbók sem var í eigu Roberts Downey. Bókin inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna og var hluti af sönnunargögnum í kynferðisbrotamáli fjögurra kvenna gegn Downey árið 2007. Yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar segir málið vera til skoðunar. „Við erum að fara yfir hana og erum bara að kanna grundvöll fyrir því hvort við eigum að taka upp rannsókn. Við erum að skoða hugsanlega fyrningu," segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar. „Ef brot eru augljóslega fyrnd eru það tilmæli frá ríkissaksóknara um að lögregla eigi að hætta rannsókn þannig að við erum bara að skoða öll markatilvik," segir Hulda.Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar.Stöð 2Anna Katrín Snorradóttir sem kærði Robert Downey fyrir kynferðisbrot í júlí síðastliðnum hefur talið að hennar mál megi styðja með sönnunargögnum úr málinu frá 2007. Hingað til hefur lögregla svarað því að gögnunum hafi veirð eytt. Hulda segir þetta hafa verið misskilning hjá lögreglunni. Bókin hafi alltaf verið til staðar líkt og önnur gögn sem lögð voru fyrir Hæstarétt. „Hins vegar var búið að eyða öðrum sönnunargögnum sem heimild var fyrir að eyða," segir Hulda. Annar greinarhöfunda bendir á að nöfn allra þeirra kvenna sem Robert Downey hefur verið dæmdur fyrir að brjóta gegn komi fram í bókinni. Því hljóti að vera nauðsynlegt að kanna hana til hlítar. „Af líkunum sem við skoðum, það er fimm af 335 nöfnum. Af þeim líkum gæti verið eitthvað stærra og verra og meira í gangi þarna. Að því að það eru algjörlega ekkert allir sem vilja stíga fram og nenna að taka stríðið eða þora að taka stríðið í fjölmiðlum og hafa hátt. En það virðist vera nauðsynlegt til þess að fá eitthvað að frétta," segir Bergur Þór Ingólfsson. MeToo Tengdar fréttir „Eftir standa 330 nöfn órannsökuð“ Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir kalla eftir því að minnisbók lögmannsins Roberts Downey; sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna, verði rannsökuð í þaula. 25. janúar 2018 07:50 Sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 Þann 17. janúar sl. var haldinn opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd alþingis. Tilefnið var varðveisla sönnunargagna í málum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu er varða hvarf verðmæta í húsleit hjá kampavínsklúbbnum Strawberries annars vegar og hins vegar gögn í máli Roberts Downey sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið tjáð að væru týnd eða ónýt. 25. janúar 2018 07:00 Skoða hvort hægt sé að hefja rannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hvort hægt sé að hefja rannsókn á brotum Roberts Downey á nýjan leik byggt á minnisbók sem hann hélt. 25. janúar 2018 15:06 Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar hvort hefja eigi rannsókn á Robert Downey á grundvelli minnisbókar sem inniheldur 335 nöfn. Faðir stúlku sem brotið var gegn og er nefnd í bókinni segir nauðsynlegt að kanna málið til hlítar.Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag var lögreglan hvött til þess að rannsaka minnisbók sem var í eigu Roberts Downey. Bókin inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna og var hluti af sönnunargögnum í kynferðisbrotamáli fjögurra kvenna gegn Downey árið 2007. Yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar segir málið vera til skoðunar. „Við erum að fara yfir hana og erum bara að kanna grundvöll fyrir því hvort við eigum að taka upp rannsókn. Við erum að skoða hugsanlega fyrningu," segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar. „Ef brot eru augljóslega fyrnd eru það tilmæli frá ríkissaksóknara um að lögregla eigi að hætta rannsókn þannig að við erum bara að skoða öll markatilvik," segir Hulda.Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar.Stöð 2Anna Katrín Snorradóttir sem kærði Robert Downey fyrir kynferðisbrot í júlí síðastliðnum hefur talið að hennar mál megi styðja með sönnunargögnum úr málinu frá 2007. Hingað til hefur lögregla svarað því að gögnunum hafi veirð eytt. Hulda segir þetta hafa verið misskilning hjá lögreglunni. Bókin hafi alltaf verið til staðar líkt og önnur gögn sem lögð voru fyrir Hæstarétt. „Hins vegar var búið að eyða öðrum sönnunargögnum sem heimild var fyrir að eyða," segir Hulda. Annar greinarhöfunda bendir á að nöfn allra þeirra kvenna sem Robert Downey hefur verið dæmdur fyrir að brjóta gegn komi fram í bókinni. Því hljóti að vera nauðsynlegt að kanna hana til hlítar. „Af líkunum sem við skoðum, það er fimm af 335 nöfnum. Af þeim líkum gæti verið eitthvað stærra og verra og meira í gangi þarna. Að því að það eru algjörlega ekkert allir sem vilja stíga fram og nenna að taka stríðið eða þora að taka stríðið í fjölmiðlum og hafa hátt. En það virðist vera nauðsynlegt til þess að fá eitthvað að frétta," segir Bergur Þór Ingólfsson.
MeToo Tengdar fréttir „Eftir standa 330 nöfn órannsökuð“ Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir kalla eftir því að minnisbók lögmannsins Roberts Downey; sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna, verði rannsökuð í þaula. 25. janúar 2018 07:50 Sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 Þann 17. janúar sl. var haldinn opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd alþingis. Tilefnið var varðveisla sönnunargagna í málum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu er varða hvarf verðmæta í húsleit hjá kampavínsklúbbnum Strawberries annars vegar og hins vegar gögn í máli Roberts Downey sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið tjáð að væru týnd eða ónýt. 25. janúar 2018 07:00 Skoða hvort hægt sé að hefja rannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hvort hægt sé að hefja rannsókn á brotum Roberts Downey á nýjan leik byggt á minnisbók sem hann hélt. 25. janúar 2018 15:06 Mest lesið Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
„Eftir standa 330 nöfn órannsökuð“ Bergur Þór Ingólfsson og Eva Vala Guðjónsdóttir kalla eftir því að minnisbók lögmannsins Roberts Downey; sem inniheldur nöfn, símanúmer og netföng 335 kvenna, verði rannsökuð í þaula. 25. janúar 2018 07:50
Sönnunargagn G-06 í máli 539/2007 Þann 17. janúar sl. var haldinn opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd alþingis. Tilefnið var varðveisla sönnunargagna í málum sem hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu er varða hvarf verðmæta í húsleit hjá kampavínsklúbbnum Strawberries annars vegar og hins vegar gögn í máli Roberts Downey sem Önnu Katrínu Snorradóttur hafði verið tjáð að væru týnd eða ónýt. 25. janúar 2018 07:00
Skoða hvort hægt sé að hefja rannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til skoðunar hvort hægt sé að hefja rannsókn á brotum Roberts Downey á nýjan leik byggt á minnisbók sem hann hélt. 25. janúar 2018 15:06