Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. janúar 2018 18:45 Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. Maðurinn, sem óttast um heilsu sína, fékk hvorki túlk á spítalanum eftir árásina né í síðari læknisskoðunum. Hópur fanga gekk í skrokk á manninum í útivistartíma fanga í vikunni og mun árásin hafa verið einstaklega hrottaleg. Hún hefur verið sögð að öllu tilefnislaus og byggð á kynþáttahatri en fórnarlambið er ungur hælisleitandi frá Marokkó. Maðurinn kom til landsins árið 2016 og bar fyrir sig að vera 16 ára gamall. Tanngreining leiddi hins vegar í ljós að hann væri átján en sjálfur segist hann hafa orðið átján ára í desember síðastliðnum. Hann er nú í fangelsi fyrir ítrekaðar tilraunir til að komast úr landi með því að smygla sér um borð í flutningaskip. Lilja Margrét Olsen, verjandi hans, segir hann hafa verið að reyna halda flóttanum áfram áður en hann yrði sendur til heimalandsins af yfirvöldum en þar bíði hans ekkert. „Á ekki foreldra til að fara til eða fjölskyldu. Hann er aleinn hérna. Hann kom hingað til lands með vini sínum og þeir fóru í tanngreiningu þar sem vinur hans var álitin vera yngri og sá fékk fósturfjölskyldu og býr fyrir vestan með yndislega fjölskyldu. Á meðan er umbjóðandi minn í gæsluvarðhald i þar sem ítrekað er ráðist á hann og hann sætir illri meðferð hvar sem hann kemur,“ segir Lilja Margrét. Kerfið hafi ítrekað brugðist honum. Til að mynda hafi hann dvalið einn á gistiheimili í Reykjavík við óviðunandi aðstæður fyrstu mánuðina eftir að hann kom til landsins við lítil sem engin afskipti yfirvalda. Þá sé algjörlega fráleitt að svo ungur maður sé vistaður í fangelsi með fullorðnu fólki. Þess ber að geta að hann dvelur á Hólmsheiði í dag. „Þessi drengur var þegar ég hitti hann fyrst venjulegur unglingur en þetta kerfi sem við bjóðum upp á hefur brotið hans algjörlega niður.“ Þá er hún afar gagnrýnin á að hann hafi orðið fyrir hrottalegri árás í umsjá ríkisstofnunar. Einnig er hún ósátt við hvernig tekið var á málinu eftir árásina en þegar hann var fluttur á sjúkrahús fékk hann ekki túlkaþjónustu. Þá fór hann aftur til læknis í dag án þess að kallaður væri til túlkur. „Hann er með skófar í andlitinu og blóðhlaupna höfuðkúpu. Við höfum engar upplýsingar fengið. Hann hefur engar upplýsingar fengið um hvað er að honum. Hann óttast um ástand sitt. Þetta er sama sagan. Aftur og aftur og aftur. Allstaðar lokaðar dyr. Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi,“ segir Lilja Margrét Olsen. Tengdar fréttir Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. Maðurinn, sem óttast um heilsu sína, fékk hvorki túlk á spítalanum eftir árásina né í síðari læknisskoðunum. Hópur fanga gekk í skrokk á manninum í útivistartíma fanga í vikunni og mun árásin hafa verið einstaklega hrottaleg. Hún hefur verið sögð að öllu tilefnislaus og byggð á kynþáttahatri en fórnarlambið er ungur hælisleitandi frá Marokkó. Maðurinn kom til landsins árið 2016 og bar fyrir sig að vera 16 ára gamall. Tanngreining leiddi hins vegar í ljós að hann væri átján en sjálfur segist hann hafa orðið átján ára í desember síðastliðnum. Hann er nú í fangelsi fyrir ítrekaðar tilraunir til að komast úr landi með því að smygla sér um borð í flutningaskip. Lilja Margrét Olsen, verjandi hans, segir hann hafa verið að reyna halda flóttanum áfram áður en hann yrði sendur til heimalandsins af yfirvöldum en þar bíði hans ekkert. „Á ekki foreldra til að fara til eða fjölskyldu. Hann er aleinn hérna. Hann kom hingað til lands með vini sínum og þeir fóru í tanngreiningu þar sem vinur hans var álitin vera yngri og sá fékk fósturfjölskyldu og býr fyrir vestan með yndislega fjölskyldu. Á meðan er umbjóðandi minn í gæsluvarðhald i þar sem ítrekað er ráðist á hann og hann sætir illri meðferð hvar sem hann kemur,“ segir Lilja Margrét. Kerfið hafi ítrekað brugðist honum. Til að mynda hafi hann dvalið einn á gistiheimili í Reykjavík við óviðunandi aðstæður fyrstu mánuðina eftir að hann kom til landsins við lítil sem engin afskipti yfirvalda. Þá sé algjörlega fráleitt að svo ungur maður sé vistaður í fangelsi með fullorðnu fólki. Þess ber að geta að hann dvelur á Hólmsheiði í dag. „Þessi drengur var þegar ég hitti hann fyrst venjulegur unglingur en þetta kerfi sem við bjóðum upp á hefur brotið hans algjörlega niður.“ Þá er hún afar gagnrýnin á að hann hafi orðið fyrir hrottalegri árás í umsjá ríkisstofnunar. Einnig er hún ósátt við hvernig tekið var á málinu eftir árásina en þegar hann var fluttur á sjúkrahús fékk hann ekki túlkaþjónustu. Þá fór hann aftur til læknis í dag án þess að kallaður væri til túlkur. „Hann er með skófar í andlitinu og blóðhlaupna höfuðkúpu. Við höfum engar upplýsingar fengið. Hann hefur engar upplýsingar fengið um hvað er að honum. Hann óttast um ástand sitt. Þetta er sama sagan. Aftur og aftur og aftur. Allstaðar lokaðar dyr. Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi,“ segir Lilja Margrét Olsen.
Tengdar fréttir Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20
Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04
Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00