Ætlar aftur að sleppa kvöldverði með blaðamönnum Samúel Karl Ólason skrifar 6. apríl 2018 19:39 Donald Trump sagði í fyrra að hann ætlaði sér að mæta á kvöldverðinn að ári. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á árlegan kvöldverð blaðamanna innan Hvíta hússins. Þetta er annað árið í röð sem forsetanum stendur til boða og mæta og annað árið í röð sem hann hafnar því. Þegar Trump ákvað að mæta ekki í fyrra var það í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti lætur ekki sjá sig á viðburðinum. Það hafði áður gerst árið 1981 en þá mætti Ronald Reagan ekki þar sem hann hafði nýlega verið skotinn. Um er að ræða gamalgróna hefð þar sem samtök blaðamanna innan Hvíta hússins bjóða forsetanum til kvöldverðar og hefur jafnframt myndast hefð fyrir því að gert sé góðlátlegt grín að forsetanum á kvöldverðinum. Þá hefur fjöldi þekktra einstaklinga einnig látið sjá sig á þessum viðburði. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að aðrir starfsmenn ríkisstjórnarinnar verði hvattir til að mæta og fagna fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna sem fjallar meðal annars um tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla.Einungis nokkrum klukkustundum áður en áðurnefnd tilkynning var gefin gagnrýndi Trump fjölmiðla harðlega í tísti. Sagði hann að meirihluti fjölmiðla væri óheiðarlegur og spilltur.Do you believe that the Fake News Media is pushing hard on a story that I am going to replace A.G. Jeff Sessions with EPA Chief Scott Pruitt, who is doing a great job but is TOTALLY under siege? Do people really believe this stuff? So much of the media is dishonest and corrupt!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 6, 2018 Í stað þess að mæta á kvöldverðinn í fyrra skipulagði Trump samstöðufund með stuðningsmönnum sínum. Hann sagði þá að hann myndi „algerlega“ mæta næst. Ekki liggur fyrir hvað hann ætlar sér að gera í staðinn. Trump hefur ítrekað gagnrýnt fjölmiðla sem honum þykir vera ósanngjarna við sig og síðan hann varð forseti hefur nánast eingöngu farið í viðtöl hjá Fox News og öðrum miðlum sem þykja hliðhollir honum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar ekki að mæta á árlegan kvöldverð blaðamanna innan Hvíta hússins. Þetta er annað árið í röð sem forsetanum stendur til boða og mæta og annað árið í röð sem hann hafnar því. Þegar Trump ákvað að mæta ekki í fyrra var það í fyrsta sinn í 36 ár sem forseti lætur ekki sjá sig á viðburðinum. Það hafði áður gerst árið 1981 en þá mætti Ronald Reagan ekki þar sem hann hafði nýlega verið skotinn. Um er að ræða gamalgróna hefð þar sem samtök blaðamanna innan Hvíta hússins bjóða forsetanum til kvöldverðar og hefur jafnframt myndast hefð fyrir því að gert sé góðlátlegt grín að forsetanum á kvöldverðinum. Þá hefur fjöldi þekktra einstaklinga einnig látið sjá sig á þessum viðburði. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að aðrir starfsmenn ríkisstjórnarinnar verði hvattir til að mæta og fagna fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna sem fjallar meðal annars um tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla.Einungis nokkrum klukkustundum áður en áðurnefnd tilkynning var gefin gagnrýndi Trump fjölmiðla harðlega í tísti. Sagði hann að meirihluti fjölmiðla væri óheiðarlegur og spilltur.Do you believe that the Fake News Media is pushing hard on a story that I am going to replace A.G. Jeff Sessions with EPA Chief Scott Pruitt, who is doing a great job but is TOTALLY under siege? Do people really believe this stuff? So much of the media is dishonest and corrupt!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 6, 2018 Í stað þess að mæta á kvöldverðinn í fyrra skipulagði Trump samstöðufund með stuðningsmönnum sínum. Hann sagði þá að hann myndi „algerlega“ mæta næst. Ekki liggur fyrir hvað hann ætlar sér að gera í staðinn. Trump hefur ítrekað gagnrýnt fjölmiðla sem honum þykir vera ósanngjarna við sig og síðan hann varð forseti hefur nánast eingöngu farið í viðtöl hjá Fox News og öðrum miðlum sem þykja hliðhollir honum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira