„Staðgöngumæðrun er gerleg sé það gert af fúsum og frjálsum vilja“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. október 2018 19:17 Nokkur eftirspurn er eftir þjónustu ísraelsks staðgöngumæðrunarfyrirtækis sem nú býður þjónustu sína hér á landi. Staðgöngumæðrun er ólögleg á Íslandi en talsmaður fyrirtækisins fullyrðir að starfsemin standist lög þar sem staðgöngumóðir gangi með barnið erlendis. Fyrirtækið Tammuz Nordic býður Íslendingum upp á milligöngu um staðgöngumæðrun en forsvarsmaður fyrirtækisins segir nokkur áhugasöm íslensk pör nú íhuga að nýta sér þjónustuna. „Það er ekki hægt að hefja ferli staðgöngumæðrunar á Íslandi. Við getum það ekki af því að hún er ólögleg á Íslandi. Hinsvegar getum við skipulagt staðgöngumæðrun í Bandaríkjunum, Úkraínu eða Albaníu þar sem það er löglegt og íslenskum ríkisborgurum er heimilt með lögum að nýta sér ferlið,“ segir Mikkel Raahede, fulltrúi Tammuz Nordic gagnvart Íslandi og Danmörku. Aðspurður segir hann fyrirtækið ekki þurfa sérstakt leyfi stjórnvalda til að bjóða þjónustu sína hér á landi. „Við störfum innan íslensks lagaramma. Ég hef ráðfært mig við bæði prófessor við Háskóla Íslands og við lögfræðing í Reykjavík og starfsemi okkar er sannarlega í samræmi við íslensk lög.“Þyrí Steingrímsdóttir hæstaréttarlögmaður.Vísir/EgillÞyrí Steingrímsdóttir, hæstaréttarlögmaður sem hefur verið fyrirtækinu innan handar, tekur undir þau orð. Til að barn geti fengið íslenskan ríkisborgararétt verði það þó að vera blóðskylt að minnsta kosti öðru foreldri. „Í rauninni eru íslensk lög ekki skýr með þessa mótttöku, um hvernig eigi að taka við barninu, og það er auðvitað verið að taka út eitt hér og annað þar, eins og með ríkisborgararéttinn eða með skráningu forsjár og ýmislegt í þeim dúr og við auðvitað bara vinnum innan þess ramma,“ segir Þurý. Lagabreytingar tengdar staðgöngumæðrun eru ekki á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra á þessu þingi samkvæmt svari við fyrirspurn fréttastofu í sumar. Það sé mat ráðherra að ekki sé ástæða til þess að breyta lögum varðandi staðgöngumæðrun til þess að greiða fyrir því að erlend fyrirtæki geti boðið Íslendingum upp á þjónustu staðgöngumæðra. „Staðgöngumæðrun er gerleg sé það gert af fúsum og frjálsum vilja og þegar um er að ræða fólk sem hefur ferlið með stóra drauma. Mér finnst að við megum ekki leggja stein í götu þeirra kvenna sem vilja ganga með barn fyrir aðra,“ segir Mikkel. Tengdar fréttir Stefnir ekki að breytingum á lögum um staðgöngumæðrun Heilbrigðisráðherra hyggst ekki leggja til lagabreytingar um staðgöngumæðrun á komandi þingi þrátt fyrir réttaróvissu í málaflokknum. Lagaprófessor segir þörf á skýrari löggjöf, hvort sem henni sé ætlað að rýmka eða takmarka heimildir til staðgöngumæðrunar. 13. ágúst 2018 20:00 Segir lög um staðgöngumæðrun þarfnast skoðunar Formaður velferðarnefndar Alþingis hyggst kanna hvort tilefni sé til að skoða lagaumhverfi staðgöngumæðrunar innan nefndarinnar, en engar breytingar í málaflokknum eru á dagskrá hjá heilbrigðisráðherra. Talsmaður stuðningsfélagsins Staðgöngu segir ótækt að fullunnið frumvarp liggi óhreyft ofan í skúffu hjá ráðherra. 14. ágúst 2018 21:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Nokkur eftirspurn er eftir þjónustu ísraelsks staðgöngumæðrunarfyrirtækis sem nú býður þjónustu sína hér á landi. Staðgöngumæðrun er ólögleg á Íslandi en talsmaður fyrirtækisins fullyrðir að starfsemin standist lög þar sem staðgöngumóðir gangi með barnið erlendis. Fyrirtækið Tammuz Nordic býður Íslendingum upp á milligöngu um staðgöngumæðrun en forsvarsmaður fyrirtækisins segir nokkur áhugasöm íslensk pör nú íhuga að nýta sér þjónustuna. „Það er ekki hægt að hefja ferli staðgöngumæðrunar á Íslandi. Við getum það ekki af því að hún er ólögleg á Íslandi. Hinsvegar getum við skipulagt staðgöngumæðrun í Bandaríkjunum, Úkraínu eða Albaníu þar sem það er löglegt og íslenskum ríkisborgurum er heimilt með lögum að nýta sér ferlið,“ segir Mikkel Raahede, fulltrúi Tammuz Nordic gagnvart Íslandi og Danmörku. Aðspurður segir hann fyrirtækið ekki þurfa sérstakt leyfi stjórnvalda til að bjóða þjónustu sína hér á landi. „Við störfum innan íslensks lagaramma. Ég hef ráðfært mig við bæði prófessor við Háskóla Íslands og við lögfræðing í Reykjavík og starfsemi okkar er sannarlega í samræmi við íslensk lög.“Þyrí Steingrímsdóttir hæstaréttarlögmaður.Vísir/EgillÞyrí Steingrímsdóttir, hæstaréttarlögmaður sem hefur verið fyrirtækinu innan handar, tekur undir þau orð. Til að barn geti fengið íslenskan ríkisborgararétt verði það þó að vera blóðskylt að minnsta kosti öðru foreldri. „Í rauninni eru íslensk lög ekki skýr með þessa mótttöku, um hvernig eigi að taka við barninu, og það er auðvitað verið að taka út eitt hér og annað þar, eins og með ríkisborgararéttinn eða með skráningu forsjár og ýmislegt í þeim dúr og við auðvitað bara vinnum innan þess ramma,“ segir Þurý. Lagabreytingar tengdar staðgöngumæðrun eru ekki á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra á þessu þingi samkvæmt svari við fyrirspurn fréttastofu í sumar. Það sé mat ráðherra að ekki sé ástæða til þess að breyta lögum varðandi staðgöngumæðrun til þess að greiða fyrir því að erlend fyrirtæki geti boðið Íslendingum upp á þjónustu staðgöngumæðra. „Staðgöngumæðrun er gerleg sé það gert af fúsum og frjálsum vilja og þegar um er að ræða fólk sem hefur ferlið með stóra drauma. Mér finnst að við megum ekki leggja stein í götu þeirra kvenna sem vilja ganga með barn fyrir aðra,“ segir Mikkel.
Tengdar fréttir Stefnir ekki að breytingum á lögum um staðgöngumæðrun Heilbrigðisráðherra hyggst ekki leggja til lagabreytingar um staðgöngumæðrun á komandi þingi þrátt fyrir réttaróvissu í málaflokknum. Lagaprófessor segir þörf á skýrari löggjöf, hvort sem henni sé ætlað að rýmka eða takmarka heimildir til staðgöngumæðrunar. 13. ágúst 2018 20:00 Segir lög um staðgöngumæðrun þarfnast skoðunar Formaður velferðarnefndar Alþingis hyggst kanna hvort tilefni sé til að skoða lagaumhverfi staðgöngumæðrunar innan nefndarinnar, en engar breytingar í málaflokknum eru á dagskrá hjá heilbrigðisráðherra. Talsmaður stuðningsfélagsins Staðgöngu segir ótækt að fullunnið frumvarp liggi óhreyft ofan í skúffu hjá ráðherra. 14. ágúst 2018 21:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Sjá meira
Stefnir ekki að breytingum á lögum um staðgöngumæðrun Heilbrigðisráðherra hyggst ekki leggja til lagabreytingar um staðgöngumæðrun á komandi þingi þrátt fyrir réttaróvissu í málaflokknum. Lagaprófessor segir þörf á skýrari löggjöf, hvort sem henni sé ætlað að rýmka eða takmarka heimildir til staðgöngumæðrunar. 13. ágúst 2018 20:00
Segir lög um staðgöngumæðrun þarfnast skoðunar Formaður velferðarnefndar Alþingis hyggst kanna hvort tilefni sé til að skoða lagaumhverfi staðgöngumæðrunar innan nefndarinnar, en engar breytingar í málaflokknum eru á dagskrá hjá heilbrigðisráðherra. Talsmaður stuðningsfélagsins Staðgöngu segir ótækt að fullunnið frumvarp liggi óhreyft ofan í skúffu hjá ráðherra. 14. ágúst 2018 21:00