Stefnir ekki að breytingum á lögum um staðgöngumæðrun Hersir Aron Ólafsson skrifar 13. ágúst 2018 20:00 Heilbrigðisráðherra hyggst ekki leggja til lagabreytingar um staðgöngumæðrun á komandi þingi þrátt fyrir réttaróvissu í málaflokknum. Lagaprófessor segir þörf á skýrari löggjöf, hvort sem henni sé ætlað að rýmka eða takmarka heimildir til staðgöngumæðrunar. Líkt og sagt var frá á föstudag hyggst ísraelska staðgöngumæðrunarfyrirtækið Tammuz Nordic bjóða upp á milligöngu um staðgöngumæðrun hér á landi. Forsvarsmaður fyrirtækisins sagði beiðnir hafa borist frá Íslandi og því verið ákveðið að kynna þjónustuna hér.Frétt Stöðvar 2: Telur staðgöngumæðrunarþjónustu ekki brjóta íslensk lögÞingsályktun um staðgöngumæðrun var samþykkt í janúar 2012 og í kjölfarið skipaður starfshópur af þáverandi velferðarráðherra. Frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni var svo lagt fram á þingi 2015, en var hins vegar aldrei samþykkt.Engin heildstæð löggjöf Engin heildstæð löggjöf gildir því um staðgöngumæðrun í dag, utan einnar greinar í lögum um tæknifrjóvgun. Ekkert bannar hins vegar að Íslendingar nýti þjónustu staðgöngumæðra erlendis, líkt og ísraelska fyrirtækið býður. Í frumvarpinu 2015 var lagt til að staðgöngumæðrun yrði heimiluð með miklum takmörkunum og án þess að greiðsla kæmi fyrir. Þar var einnig tekið af skarið um að óheimilt væri að hafa milligöngu hér á landi um staðgöngumæðrun í útlöndum.Aukin eftirspurn eftir þjónustunni Í skýrslu sem unnin var á vegum Sameinuðu þjóðanna í ársbyrjun er ítrekað mikilvægi þess að aðildarríkin setji skýrar reglur um málaflokkinn á tímum síaukinnar eftirspurnar eftir slíkri þjónustu, bæði löglegri og ólöglegri. Í samtali við fréttastofu á laugardag sagði Hrefna Friðriksdóttir, prófessor við lagadeild HÍ, að þörf væri á heildstæðari löggjöf óháð því hvort til stæði að rýmka eða þrengja heimildir til staðgöngumæðrunar.Frétt Stöðvar 2: Erfitt gæti reynst að koma með barnið til landsins„Jafnvel þó menn séu ekki á því þá held ég að það væri kostur að við settum okkur skýrari reglur um hvað það er sem við bönnum eða viljum ekki og líka tækjum þá afstöðu til þess hvernig við ætlum að framfylgja slíku banni, ef það er það sem við ætlum að halda okkur við,“ sagði Hrefna. Þá benti hún á að foreldrar gætu lent í vandræðum þegar að því kemur að flytja barnið til landsins. „Flækjustigin eru líka mismunandi. Geta farið eftir því hverjir eiga í hlut, hverjir eru hinir væntanlegu foreldrar, hvert ferðast þau, hvaða reglur gilda í því landi til dæmis um staðgöngumæðrunina sem slíka og hvaða reglur gilda um ríkisborgararétt og þá líka sérstaklega hvaðan kynfrumurnar koma,” benti hún á.Ekki endilega skráðir foreldrar Þannig komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að íslenskar konur sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður fengju ekki að vera skráðar foreldrar barnsins. Frétt Vísis: Verða ekki skráðar foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóðurSvandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra veitti ekki viðtal vegna málsins í dag. Fréttastofa sendi hins vegar skriflegar spurningar um hvernig málið horfði við ráðherra, hvort ástæða væri til að rýmka eða þrengja möguleika á að veita slíka þjónustu hér og hvort til stæði að skerpa á löggjöf. Í skriflegu svari segir m.a. að lagabreytingar um málið séu ekki á þingskrá ráðherra og mat hennar sé að ekki sé ástæða til að breyta lögum varðandi staðgöngumæðrun til þess að greiða fyrir því að erlend fyrirtæki geti boðið Íslendingum upp á þjónustu staðgöngumæðra, en svarið má lesa í heild sinni hér að neðan.Lagabreytingar tengdar staðgöngumæðrun eru ekki á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra á komandi þingi. Það er mat ráðherra að ekki sé ástæða til þess að breyta lögum varðandi staðgöngumæðrun til þess að greiða fyrir því að erlend fyrirtæki geti boðið Íslendingum upp á þjónustu staðgöngumæðra. Þetta er málefni sem þarfnast víðtækrar samfélagsumræðu til þess að mögulegt sé að taka afstöðu til þess hvort rétt sé að gera breytingar á lögum, og þá hverjar. Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Heilbrigðisráðherra hyggst ekki leggja til lagabreytingar um staðgöngumæðrun á komandi þingi þrátt fyrir réttaróvissu í málaflokknum. Lagaprófessor segir þörf á skýrari löggjöf, hvort sem henni sé ætlað að rýmka eða takmarka heimildir til staðgöngumæðrunar. Líkt og sagt var frá á föstudag hyggst ísraelska staðgöngumæðrunarfyrirtækið Tammuz Nordic bjóða upp á milligöngu um staðgöngumæðrun hér á landi. Forsvarsmaður fyrirtækisins sagði beiðnir hafa borist frá Íslandi og því verið ákveðið að kynna þjónustuna hér.Frétt Stöðvar 2: Telur staðgöngumæðrunarþjónustu ekki brjóta íslensk lögÞingsályktun um staðgöngumæðrun var samþykkt í janúar 2012 og í kjölfarið skipaður starfshópur af þáverandi velferðarráðherra. Frumvarp um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni var svo lagt fram á þingi 2015, en var hins vegar aldrei samþykkt.Engin heildstæð löggjöf Engin heildstæð löggjöf gildir því um staðgöngumæðrun í dag, utan einnar greinar í lögum um tæknifrjóvgun. Ekkert bannar hins vegar að Íslendingar nýti þjónustu staðgöngumæðra erlendis, líkt og ísraelska fyrirtækið býður. Í frumvarpinu 2015 var lagt til að staðgöngumæðrun yrði heimiluð með miklum takmörkunum og án þess að greiðsla kæmi fyrir. Þar var einnig tekið af skarið um að óheimilt væri að hafa milligöngu hér á landi um staðgöngumæðrun í útlöndum.Aukin eftirspurn eftir þjónustunni Í skýrslu sem unnin var á vegum Sameinuðu þjóðanna í ársbyrjun er ítrekað mikilvægi þess að aðildarríkin setji skýrar reglur um málaflokkinn á tímum síaukinnar eftirspurnar eftir slíkri þjónustu, bæði löglegri og ólöglegri. Í samtali við fréttastofu á laugardag sagði Hrefna Friðriksdóttir, prófessor við lagadeild HÍ, að þörf væri á heildstæðari löggjöf óháð því hvort til stæði að rýmka eða þrengja heimildir til staðgöngumæðrunar.Frétt Stöðvar 2: Erfitt gæti reynst að koma með barnið til landsins„Jafnvel þó menn séu ekki á því þá held ég að það væri kostur að við settum okkur skýrari reglur um hvað það er sem við bönnum eða viljum ekki og líka tækjum þá afstöðu til þess hvernig við ætlum að framfylgja slíku banni, ef það er það sem við ætlum að halda okkur við,“ sagði Hrefna. Þá benti hún á að foreldrar gætu lent í vandræðum þegar að því kemur að flytja barnið til landsins. „Flækjustigin eru líka mismunandi. Geta farið eftir því hverjir eiga í hlut, hverjir eru hinir væntanlegu foreldrar, hvert ferðast þau, hvaða reglur gilda í því landi til dæmis um staðgöngumæðrunina sem slíka og hvaða reglur gilda um ríkisborgararétt og þá líka sérstaklega hvaðan kynfrumurnar koma,” benti hún á.Ekki endilega skráðir foreldrar Þannig komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu í mars í fyrra að íslenskar konur sem eignuðust barn með aðstoð erlendrar staðgöngumóður fengju ekki að vera skráðar foreldrar barnsins. Frétt Vísis: Verða ekki skráðar foreldrar drengs sem alinn var af staðgöngumóðurSvandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra veitti ekki viðtal vegna málsins í dag. Fréttastofa sendi hins vegar skriflegar spurningar um hvernig málið horfði við ráðherra, hvort ástæða væri til að rýmka eða þrengja möguleika á að veita slíka þjónustu hér og hvort til stæði að skerpa á löggjöf. Í skriflegu svari segir m.a. að lagabreytingar um málið séu ekki á þingskrá ráðherra og mat hennar sé að ekki sé ástæða til að breyta lögum varðandi staðgöngumæðrun til þess að greiða fyrir því að erlend fyrirtæki geti boðið Íslendingum upp á þjónustu staðgöngumæðra, en svarið má lesa í heild sinni hér að neðan.Lagabreytingar tengdar staðgöngumæðrun eru ekki á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra á komandi þingi. Það er mat ráðherra að ekki sé ástæða til þess að breyta lögum varðandi staðgöngumæðrun til þess að greiða fyrir því að erlend fyrirtæki geti boðið Íslendingum upp á þjónustu staðgöngumæðra. Þetta er málefni sem þarfnast víðtækrar samfélagsumræðu til þess að mögulegt sé að taka afstöðu til þess hvort rétt sé að gera breytingar á lögum, og þá hverjar.
Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira