„Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. maí 2018 15:23 Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin. Úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segir að það sé margt líkt með Pírötum og Viðreisn og enn fremur að það séu ekki margir meirihlutar mögulegir í ljósi þess að fjórir flokkar hafi útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Í gær hittust oddvitar þeirra flokka sem voru í meirihluta á kjörtímabilinu auk Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar og ræddu samstarfsgrundvöll. „Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni. Það er bara takmarkað hvaða meirihlutar eru mögulegir,“ segir Dóra Björt í samtali við Vísi. Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin og að úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði flokksins fyrir meirihlutasamstarfi. Dóra Björt segir að Viðreisn sé komin í þessa oddastöðu vegna þess að Píratar hafi verið opnir og heiðarlegir. Þeir hafi ítrekað þá skoðun sína að ekki væri samstarfsflötur með Sjálfstæðisflokki. Það gefur augaleið að Píratar væru í sömu oddastöðu ef þeir hefðu haldið því opnu að vinna til hægri. „Það er út af því að við erum bara heiðarleg og við höfum ákveðin gildi sem við víkjum ekki frá sem snúast um traust, heiðarleika og valddreifingu; allt það sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur ekki fyrir. Hann hefur allt aðrar hugmyndir um vald og vill fá það fyrir sig og sína á meðan við viljum fá vald til að dreifa því til borgarbúa. Við lítum á þetta sem sérhagsmunaafl á meðan við erum afl almannahagsmuna. Viðreisn er komin í þessa oddastöðu vegna þess að við Píratar erum heiðarleg og ekki tækifærissinnuð. Við stöndum með okkar gildum og hoppum ekki á einhvern vagn út af borgarstjórastólum,“ segir Dóra Björt.Oddvitarnir í borginni munu bera saman bækur sínar næstu daga.Vísir/VilhelmAðspurð segir Dóra Björt að til greina komi að bjóða Sósíalistaflokknum með í viðræður um myndun meirihluta þó að sú hugmynd hafi ekki verið viðruð í óformlegu spjalli flokkanna sem hittust í gær. „Ég veit ekki til þess að Viðreisn hafi spáð í því en við Píratar höldum því algjörlega opnu og það eru þessar valdeflingarhugmyndir og húsnæðismálin sem sameina okkur og Sósíalistaflokkinn. Það er ýmislegt sem myndi líka ganga upp þar á milli. Ég, persónulega, er mjög opin fyrir því að fá þau inn.“ Að sögn Dóru Bjartar er ákveðinn samhljómur með stefnu Viðreisnar og Pírata. „Það er mikill samstarfsgrundvöllur; frjálslynd gildi og báðir þessir flokkar hafa lagt áherslu á að stytta boðleiðir og betrumbæta þjónustu við borgarbúa. Við erum, á líðandi kjörtímabili, búin að móta þjónustu-og upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar og við höfum sett á fót rafræna þjónustumiðstöð, þetta er allt fyrstu skref í þessa átt. Það er ýmislegt sem sameinar Viðreisn og Pírata, það er engin spurning, það myndi eflaust ganga vel.“ Þegar Dóra Björt er spurð hvort hún ætli sér að verða borgarstjóri skellur hún upp úr. „Málið er að við Píratar erum ekkert svo upptekin af stólum, borgarstjóri vinnur fyrir borgarráð. Við leggjum bara áherslu á okkar mál sem eru lýðræðismálin og gagnsæismálin og þá hluti sem eru nauðsynlegir til að auka traust.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Tvær fylkingar funda Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. 28. maí 2018 19:30 Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00 Engar formlegar viðræður hafnar Málefnin ráða för en útilokar ekki borgarstjórastólinn. 28. maí 2018 10:46 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segir að það sé margt líkt með Pírötum og Viðreisn og enn fremur að það séu ekki margir meirihlutar mögulegir í ljósi þess að fjórir flokkar hafi útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Í gær hittust oddvitar þeirra flokka sem voru í meirihluta á kjörtímabilinu auk Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar og ræddu samstarfsgrundvöll. „Ég held að þetta sé það raunhæfasta í stöðunni. Það er bara takmarkað hvaða meirihlutar eru mögulegir,“ segir Dóra Björt í samtali við Vísi. Í gærkvöldi héldu Píratar fund með baklandinu. Það sem bar hæst voru húsnæðismálin og að úrlausn húsnæðisvandans væri skilyrði flokksins fyrir meirihlutasamstarfi. Dóra Björt segir að Viðreisn sé komin í þessa oddastöðu vegna þess að Píratar hafi verið opnir og heiðarlegir. Þeir hafi ítrekað þá skoðun sína að ekki væri samstarfsflötur með Sjálfstæðisflokki. Það gefur augaleið að Píratar væru í sömu oddastöðu ef þeir hefðu haldið því opnu að vinna til hægri. „Það er út af því að við erum bara heiðarleg og við höfum ákveðin gildi sem við víkjum ekki frá sem snúast um traust, heiðarleika og valddreifingu; allt það sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur ekki fyrir. Hann hefur allt aðrar hugmyndir um vald og vill fá það fyrir sig og sína á meðan við viljum fá vald til að dreifa því til borgarbúa. Við lítum á þetta sem sérhagsmunaafl á meðan við erum afl almannahagsmuna. Viðreisn er komin í þessa oddastöðu vegna þess að við Píratar erum heiðarleg og ekki tækifærissinnuð. Við stöndum með okkar gildum og hoppum ekki á einhvern vagn út af borgarstjórastólum,“ segir Dóra Björt.Oddvitarnir í borginni munu bera saman bækur sínar næstu daga.Vísir/VilhelmAðspurð segir Dóra Björt að til greina komi að bjóða Sósíalistaflokknum með í viðræður um myndun meirihluta þó að sú hugmynd hafi ekki verið viðruð í óformlegu spjalli flokkanna sem hittust í gær. „Ég veit ekki til þess að Viðreisn hafi spáð í því en við Píratar höldum því algjörlega opnu og það eru þessar valdeflingarhugmyndir og húsnæðismálin sem sameina okkur og Sósíalistaflokkinn. Það er ýmislegt sem myndi líka ganga upp þar á milli. Ég, persónulega, er mjög opin fyrir því að fá þau inn.“ Að sögn Dóru Bjartar er ákveðinn samhljómur með stefnu Viðreisnar og Pírata. „Það er mikill samstarfsgrundvöllur; frjálslynd gildi og báðir þessir flokkar hafa lagt áherslu á að stytta boðleiðir og betrumbæta þjónustu við borgarbúa. Við erum, á líðandi kjörtímabili, búin að móta þjónustu-og upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar og við höfum sett á fót rafræna þjónustumiðstöð, þetta er allt fyrstu skref í þessa átt. Það er ýmislegt sem sameinar Viðreisn og Pírata, það er engin spurning, það myndi eflaust ganga vel.“ Þegar Dóra Björt er spurð hvort hún ætli sér að verða borgarstjóri skellur hún upp úr. „Málið er að við Píratar erum ekkert svo upptekin af stólum, borgarstjóri vinnur fyrir borgarráð. Við leggjum bara áherslu á okkar mál sem eru lýðræðismálin og gagnsæismálin og þá hluti sem eru nauðsynlegir til að auka traust.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Tvær fylkingar funda Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. 28. maí 2018 19:30 Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00 Engar formlegar viðræður hafnar Málefnin ráða för en útilokar ekki borgarstjórastólinn. 28. maí 2018 10:46 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Tvær fylkingar funda Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni. Annars vegar fundaði Viðreisn í dag með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri Grænum og hins vegar fengu oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins sér kaffi saman. Oddviti Viðreisnar segir samtalið þó einnig vera opið í þá átt. 28. maí 2018 19:30
Gætu þurft að fórna borgarstjórastólnum Viðreisn er í bílstjórasætinu við myndun meirihluta í borginni. Ekkert hefur verið um formlega fundi milli flokkanna. Stjórnmálafræðiprófessor telur líklegast að Viðreisn líti til síðasta meirihluta og að ráðning borgarstjóra geti verið lausn í meirihlutamynduninni. 29. maí 2018 06:00
Engar formlegar viðræður hafnar Málefnin ráða för en útilokar ekki borgarstjórastólinn. 28. maí 2018 10:46