Sólfari NASA skotið á loft um helgina Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2018 16:15 Parker-sólfarið er nefnt í höfuðið á Eugene Parker sem setti fyrstur fram kenningu um tilvist sólvinds á 6. áratug síðustu aldar. Vísir/AP Parker-sólarkanna bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA verður skotið út í geim á laugardag ef allt fer að óskum. Sólfarið á að fara nær sólinni okkar en nokkuð geimfar hefur hætt sér áður. Markmiðið er meðal annars að rannsaka sólvindinn sem er fær um að raska tæknivæddu samfélagi manna. Leiðangur af þessu tagi hefur verið til umræðu í vísindasamfélaginu um áratugaskeið, að því er segir í frétt Spaceflight Insider. Stóra stundin á að renna upp á laugardagskvöld. Þá stendur til að skjóta Parker-sólarkannanum á loft á Delta IV-eldflaug frá Canaveral-höfða á Flórída. Parker á að fljúga inn í kórónu sólarinnar, ytri hluta lofthjúps hennar, um átta sinnum nær sólinni en nokkurt annað geimfar hefur gert til þessa. Geimfarið mun fara á braut um sólina en þegar það verður sem næst henni verður það í aðeins um sex og hálfrar milljón kílómetra fjarlægð frá yfirborði hennar. Til samanburðar skilja að jafnaði um 150 milljón kílómetrar jörðina og sólina að. Gangi allt eftir gæti leiðangurinn staðið til ársins 2025 og jafnvel lengur. Parker verður jafnframt hraðskreiðasti manngerði hluturinn þegar sólfarið steypist í átt að þyngdarbrunni sólarinnar á tæplega 700.000 kílómetra hraða á klukkustund. Gæti bætt spár um sólstorma Til að þola allt að 1.500°C hita svo nærri sólinni er Parker-sólfarið búið hitaskildi sem á að verja viðkvæm mælitækin fyrir því að steikjast í geisluninni. Þá óttast vísindamenn og verkfræðingar að ef eitthvað ryk gengur um sólina í andstæða átt við braut Parker þá geti jafnvel minnstu kornin sprengt gat í gegnum farið, slíkur er hraðinn. Ætlunin er að varpa frekara ljósi á eðli sólarinnar og sólvindsins svonefnda. Sólvindurinn er straumur hlaðinna agna sem myndar meðal annars segulljós, sem Íslendingar þekkja sem norðurljós, þegar þær skella á lofthjúpi jarðarinnar. Hann getur meðal annars truflað fjarskipti og gervihnetti á jörðinni. Rannsóknir Parker gætu meðal annars hjálpað vísindamönnum að spá betur fyrir um sólstorma í framtíðinni. Á braut um sólina á Parker að mæla raf- og segulsvið sólarinnar og hlöðnu agnir sólvindsins sem mun leika um farið. Einkennismerki Parker-leiðangursins á Delta IV-eldflauginni sem verður notuð til að skjóta geimfarinu út í geim.Vísir/Getty Fá ekki svörin nema að fara á staðinn David McComas, einn af aðavísindamönnum Parker-leiðangursins, segir fjölmargar spurningar brenna á vísindamönnum um sólvindinn sem þeysist á rúmlega 1,6 milljón km/klst hraða frá sólinni öllum stundum. „Við vitum ekki hvernig hann hraðar á sér til þess að ná slíkum hraða. Við vitum ekki hvernig orka frá sólinni pumpast inn í lægri kórónuna til þess að hita upp kórónuna og mynda sólvindinn. Jafnvel þó að við höfum reynt að finna út úr þessum hlutum í öll þessi ár þá er bara ekki mögulegt að svara þessum virkilega mikilvægu spurningum þangað til að við fáum gögn frá staðnum,“ segir McComas við Spaceflight Insider. NASA hefur í lengsta lagi til 23. ágúst til þess að skjóta Parker á loft til þess að geimfarið geti notfært sér þyngdarkraft reikistjörnunnar Venusar til að slöngva sér áfram að sólinni. Fresti veður eða tæknileg vandamál geimskoti fram yfir þann tíma gefst næsta tækifæri ekki fyrr en í maí á næsta ári. Hér fyrir neðan má sjá stutta umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um Parker-sólarkannann. Tækni Vísindi Sólin Geimurinn Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Parker-sólarkanna bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA verður skotið út í geim á laugardag ef allt fer að óskum. Sólfarið á að fara nær sólinni okkar en nokkuð geimfar hefur hætt sér áður. Markmiðið er meðal annars að rannsaka sólvindinn sem er fær um að raska tæknivæddu samfélagi manna. Leiðangur af þessu tagi hefur verið til umræðu í vísindasamfélaginu um áratugaskeið, að því er segir í frétt Spaceflight Insider. Stóra stundin á að renna upp á laugardagskvöld. Þá stendur til að skjóta Parker-sólarkannanum á loft á Delta IV-eldflaug frá Canaveral-höfða á Flórída. Parker á að fljúga inn í kórónu sólarinnar, ytri hluta lofthjúps hennar, um átta sinnum nær sólinni en nokkurt annað geimfar hefur gert til þessa. Geimfarið mun fara á braut um sólina en þegar það verður sem næst henni verður það í aðeins um sex og hálfrar milljón kílómetra fjarlægð frá yfirborði hennar. Til samanburðar skilja að jafnaði um 150 milljón kílómetrar jörðina og sólina að. Gangi allt eftir gæti leiðangurinn staðið til ársins 2025 og jafnvel lengur. Parker verður jafnframt hraðskreiðasti manngerði hluturinn þegar sólfarið steypist í átt að þyngdarbrunni sólarinnar á tæplega 700.000 kílómetra hraða á klukkustund. Gæti bætt spár um sólstorma Til að þola allt að 1.500°C hita svo nærri sólinni er Parker-sólfarið búið hitaskildi sem á að verja viðkvæm mælitækin fyrir því að steikjast í geisluninni. Þá óttast vísindamenn og verkfræðingar að ef eitthvað ryk gengur um sólina í andstæða átt við braut Parker þá geti jafnvel minnstu kornin sprengt gat í gegnum farið, slíkur er hraðinn. Ætlunin er að varpa frekara ljósi á eðli sólarinnar og sólvindsins svonefnda. Sólvindurinn er straumur hlaðinna agna sem myndar meðal annars segulljós, sem Íslendingar þekkja sem norðurljós, þegar þær skella á lofthjúpi jarðarinnar. Hann getur meðal annars truflað fjarskipti og gervihnetti á jörðinni. Rannsóknir Parker gætu meðal annars hjálpað vísindamönnum að spá betur fyrir um sólstorma í framtíðinni. Á braut um sólina á Parker að mæla raf- og segulsvið sólarinnar og hlöðnu agnir sólvindsins sem mun leika um farið. Einkennismerki Parker-leiðangursins á Delta IV-eldflauginni sem verður notuð til að skjóta geimfarinu út í geim.Vísir/Getty Fá ekki svörin nema að fara á staðinn David McComas, einn af aðavísindamönnum Parker-leiðangursins, segir fjölmargar spurningar brenna á vísindamönnum um sólvindinn sem þeysist á rúmlega 1,6 milljón km/klst hraða frá sólinni öllum stundum. „Við vitum ekki hvernig hann hraðar á sér til þess að ná slíkum hraða. Við vitum ekki hvernig orka frá sólinni pumpast inn í lægri kórónuna til þess að hita upp kórónuna og mynda sólvindinn. Jafnvel þó að við höfum reynt að finna út úr þessum hlutum í öll þessi ár þá er bara ekki mögulegt að svara þessum virkilega mikilvægu spurningum þangað til að við fáum gögn frá staðnum,“ segir McComas við Spaceflight Insider. NASA hefur í lengsta lagi til 23. ágúst til þess að skjóta Parker á loft til þess að geimfarið geti notfært sér þyngdarkraft reikistjörnunnar Venusar til að slöngva sér áfram að sólinni. Fresti veður eða tæknileg vandamál geimskoti fram yfir þann tíma gefst næsta tækifæri ekki fyrr en í maí á næsta ári. Hér fyrir neðan má sjá stutta umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um Parker-sólarkannann.
Tækni Vísindi Sólin Geimurinn Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira