Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2018 21:16 Logi Einarsson segir að yfirlýsingar um meint hrossakaup með sendiherrastöður verði ræddar á þinginu. vísir/vilhelm Logi Einarsson segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. Ljóst er að uppljóstranir sem byggðu á leynilegum upptökum þar sem forkólfar Miðflokksins fóru mikinn í samtali við þingmenn Flokks fólksins munu draga dilk á eftir sér. Þar lýsir meðal annars Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, til að mynda hrossakaupum sem snúa að skipan sendiherra, þeirra Árna Þórs Sigurðssonar Vinstri grænum og Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. DV og Stundin birtu í kvöld fréttir upp úr samtali þingmannanna úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar þar sem þingmennirnir sátu. Gunnar Bragi lýsti því yfir að hann teldi sig eiga frátekið sendiherraembætti fyrir að hafa komið Geir til Washington. Þá var Inga Sæland hrakyrt svo mjög að varla er hægt að hafa það eftir.Ömurlegt að lesa Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir ömurlegt að lesa þetta. Og telur óhjákvæmilegt að þetta komi til umfjöllunar á Alþingi. Hvernig nákvæmlega, vissi hann ekki þegar Vísir ræddi við hann í kvöld, í kjölfar tíðindanna. „Jahh, ég geri nú fyrst ráð fyrir því að þingflokkur Flokks fólksins eigi ýmislegt ósagt hvert við annað. Öðru lagi geri ég ráð fyrir að einhverjir þingmenn muni kveða sér hljóðs og biðja Ingu Sæland afsökunar á orðbragði sínu og í þriðja lagi hljóta meint hrossakaup með sendiherrastöður að verða ræddar,“ segir Logi. Formaður Samfylkingarinnar, sem ekki býr að langri þingreynslu í sjálfu sér, segir þetta koma sér í opna skjöldu. Og segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að svona gerðust kaupin á eyrinni þegar sendiherraembættum er úthlutað.Biðji Friðrik Ómar afsökunar Logi segir ennfremur að Gunnar Bragi ætti einnig að biðja tónlistarmanninn Friðrik Ómar Hjörleifsson afsökunar, en á upptökunni má heyra Gunnar Braga segja að Geir hafi sloppið „í gegnum þetta eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari“, þegar hann ræðir um eftirmála þess að hann skipaði þá Geir og Árna Þór sendiherra. Alþingi Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Logi Einarsson segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. Ljóst er að uppljóstranir sem byggðu á leynilegum upptökum þar sem forkólfar Miðflokksins fóru mikinn í samtali við þingmenn Flokks fólksins munu draga dilk á eftir sér. Þar lýsir meðal annars Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, til að mynda hrossakaupum sem snúa að skipan sendiherra, þeirra Árna Þórs Sigurðssonar Vinstri grænum og Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. DV og Stundin birtu í kvöld fréttir upp úr samtali þingmannanna úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar þar sem þingmennirnir sátu. Gunnar Bragi lýsti því yfir að hann teldi sig eiga frátekið sendiherraembætti fyrir að hafa komið Geir til Washington. Þá var Inga Sæland hrakyrt svo mjög að varla er hægt að hafa það eftir.Ömurlegt að lesa Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir ömurlegt að lesa þetta. Og telur óhjákvæmilegt að þetta komi til umfjöllunar á Alþingi. Hvernig nákvæmlega, vissi hann ekki þegar Vísir ræddi við hann í kvöld, í kjölfar tíðindanna. „Jahh, ég geri nú fyrst ráð fyrir því að þingflokkur Flokks fólksins eigi ýmislegt ósagt hvert við annað. Öðru lagi geri ég ráð fyrir að einhverjir þingmenn muni kveða sér hljóðs og biðja Ingu Sæland afsökunar á orðbragði sínu og í þriðja lagi hljóta meint hrossakaup með sendiherrastöður að verða ræddar,“ segir Logi. Formaður Samfylkingarinnar, sem ekki býr að langri þingreynslu í sjálfu sér, segir þetta koma sér í opna skjöldu. Og segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að svona gerðust kaupin á eyrinni þegar sendiherraembættum er úthlutað.Biðji Friðrik Ómar afsökunar Logi segir ennfremur að Gunnar Bragi ætti einnig að biðja tónlistarmanninn Friðrik Ómar Hjörleifsson afsökunar, en á upptökunni má heyra Gunnar Braga segja að Geir hafi sloppið „í gegnum þetta eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari“, þegar hann ræðir um eftirmála þess að hann skipaði þá Geir og Árna Þór sendiherra.
Alþingi Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17