Fengu lykilupplýsingar með því að laumast í bíl Golden State-morðingjans meðan hann verslaði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2018 18:12 Aðstandendur fórnarlamba Golden State morðingjans hafa verið viðstaddir dómsálið á hendur DeAngelo. Vísir/Getty Rannsóknarlögreglumenn í Kaliforníu í Bandaríkjunum öfluðu sér lykilupplýsinga í rannsókn þeirra á hver væri Golden State-morðinginn svokallaði með því að laumast inn í bíl þess sem helst var grunaður var um að vera morðinginn. Þar söfnuðu þeir DNA-sýnum sem reyndust passa við sæðisleifar sem fundust á vettvangi á sínum tíma. Golden State-morðinginn hafði leikið lausum hala á árunum 1976-1986 í Kaliforníu og var hann talinn bera ábyrgð á 12 morðum, 51 nauðgun og 120 innbrotum. Í 40 ár voru brotin óupplýst en í apríl var hinn 72 ára gamli Joseph James DeAngelo handtekinn vegna málsins. Skjöl sem fréttastofur í Bandaríkjunum hafa nú undir höndum varpa ljósi á því hvernig rannsóknarmenn komist á snoðir um DeAngelo og hvað leiddi til handtöku hans í apríl. Sjá einnig: Tólf morð, 51 nauðgun og 151 innbrot óupplýst í 41 ár.Í frétt CNN segir að fylgst hafi verið með honum um tíma. Meðal annars höfðu þeir safnað sýnum úr ruslatunnu við heimili hans. Þegar hann fór á bíl sínum að versla einn daginn nýttu rannsakendur tækifærið og laumuðust inn í bíl DeAngelo á meðan hann var inn í versluninni. Þar söfnuðu þeir DNA-sýnum að því er fram kemur í handtöku- og leitarheimildum sem fréttastofur ytra hafa undir höndum.DeAngelo hefur enn ekki gefið út hvort hann muni lýsa sig sekan eða saklausan.Vísir/GettySem fyrr segir voru DNA-sýnin borin saman við önnur DNA-sýni sem tengd höfðu verið við Golden State-morðingjann. Þrátt fyrir að Golden State morðingin hafi verið tengdur við tólf morð hefur DeAngelo aðeins verið ákærður fyrir fjögur morð, en saksóknarar útiloka ekki að hann verði ákærður fyrir fleiri glæpi. DeAngelo hefur enn ekki sagt hvort hann muni lýsa sig sekan eða saklausan af ákærunum. DeAngelo vann sem lögreglumaður í Kaliforníu á árunum 1973 til 1979 þegar hann var rekinn fyrir að ræna hundafælu og hamar úr verslun. Lögregla telur að hann hafi framið hræðilega glæpi á meðan hann starfaði sem lögreglumaður. Málin vöktu mikla skelfingu meðal Bandaríkjamanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Árásarmaður braust inn á heimili fólks að næturlagi og batt og nauðgaði fórnarlömbum sínum. Hann flúði síðan vettvang með reiðufé, skartgripi og skilríki. Fórnarlömbin voru á aldrinum 12-41 árs. Tengdar fréttir Höfðu upp á Golden State-morðingjanum með hjálp ættfræðivefsíðna Rannsakendur eru sagðir hafa þrengt hringinn með því að bera saman lífsýni við upplýsingar sem var hlaðið upp á vefsíðurnar. 27. apríl 2018 12:38 Golden State-morðinginn: Tólf morð, 51 nauðgun og 120 innbrot óupplýst í 40 ár Lögreglan í Kaliforníu handtók 72 ára gamlan mann á þriðjudag sem er talinn bera ábyrgð á einni alræmdustu glæpahrinu Bandaríkjanna. 26. apríl 2018 13:30 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Rannsóknarlögreglumenn í Kaliforníu í Bandaríkjunum öfluðu sér lykilupplýsinga í rannsókn þeirra á hver væri Golden State-morðinginn svokallaði með því að laumast inn í bíl þess sem helst var grunaður var um að vera morðinginn. Þar söfnuðu þeir DNA-sýnum sem reyndust passa við sæðisleifar sem fundust á vettvangi á sínum tíma. Golden State-morðinginn hafði leikið lausum hala á árunum 1976-1986 í Kaliforníu og var hann talinn bera ábyrgð á 12 morðum, 51 nauðgun og 120 innbrotum. Í 40 ár voru brotin óupplýst en í apríl var hinn 72 ára gamli Joseph James DeAngelo handtekinn vegna málsins. Skjöl sem fréttastofur í Bandaríkjunum hafa nú undir höndum varpa ljósi á því hvernig rannsóknarmenn komist á snoðir um DeAngelo og hvað leiddi til handtöku hans í apríl. Sjá einnig: Tólf morð, 51 nauðgun og 151 innbrot óupplýst í 41 ár.Í frétt CNN segir að fylgst hafi verið með honum um tíma. Meðal annars höfðu þeir safnað sýnum úr ruslatunnu við heimili hans. Þegar hann fór á bíl sínum að versla einn daginn nýttu rannsakendur tækifærið og laumuðust inn í bíl DeAngelo á meðan hann var inn í versluninni. Þar söfnuðu þeir DNA-sýnum að því er fram kemur í handtöku- og leitarheimildum sem fréttastofur ytra hafa undir höndum.DeAngelo hefur enn ekki gefið út hvort hann muni lýsa sig sekan eða saklausan.Vísir/GettySem fyrr segir voru DNA-sýnin borin saman við önnur DNA-sýni sem tengd höfðu verið við Golden State-morðingjann. Þrátt fyrir að Golden State morðingin hafi verið tengdur við tólf morð hefur DeAngelo aðeins verið ákærður fyrir fjögur morð, en saksóknarar útiloka ekki að hann verði ákærður fyrir fleiri glæpi. DeAngelo hefur enn ekki sagt hvort hann muni lýsa sig sekan eða saklausan af ákærunum. DeAngelo vann sem lögreglumaður í Kaliforníu á árunum 1973 til 1979 þegar hann var rekinn fyrir að ræna hundafælu og hamar úr verslun. Lögregla telur að hann hafi framið hræðilega glæpi á meðan hann starfaði sem lögreglumaður. Málin vöktu mikla skelfingu meðal Bandaríkjamanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Árásarmaður braust inn á heimili fólks að næturlagi og batt og nauðgaði fórnarlömbum sínum. Hann flúði síðan vettvang með reiðufé, skartgripi og skilríki. Fórnarlömbin voru á aldrinum 12-41 árs.
Tengdar fréttir Höfðu upp á Golden State-morðingjanum með hjálp ættfræðivefsíðna Rannsakendur eru sagðir hafa þrengt hringinn með því að bera saman lífsýni við upplýsingar sem var hlaðið upp á vefsíðurnar. 27. apríl 2018 12:38 Golden State-morðinginn: Tólf morð, 51 nauðgun og 120 innbrot óupplýst í 40 ár Lögreglan í Kaliforníu handtók 72 ára gamlan mann á þriðjudag sem er talinn bera ábyrgð á einni alræmdustu glæpahrinu Bandaríkjanna. 26. apríl 2018 13:30 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Höfðu upp á Golden State-morðingjanum með hjálp ættfræðivefsíðna Rannsakendur eru sagðir hafa þrengt hringinn með því að bera saman lífsýni við upplýsingar sem var hlaðið upp á vefsíðurnar. 27. apríl 2018 12:38
Golden State-morðinginn: Tólf morð, 51 nauðgun og 120 innbrot óupplýst í 40 ár Lögreglan í Kaliforníu handtók 72 ára gamlan mann á þriðjudag sem er talinn bera ábyrgð á einni alræmdustu glæpahrinu Bandaríkjanna. 26. apríl 2018 13:30