Gylfi eftir markið í kvöld: „Held ég verði klár gegn Argentínu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 2. júní 2018 22:53 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Íslands er liðið tapaði 3-2 fyrir Noregi í vináttulandsleik í kvöld. Gylfi hefur verið meiddur í þrjá mánuði en það tók hann sex mínútur að skora í kvöld. „Tilfinningin var frábær og móttökurnar voru góðar. Það er frábært að vera farinn að spila aftur og mér leið mjög vel,” sagði Gylfi í samtali við Arnar Björnsson eftir leikinn í kvöld. „Ég var þreyttur fyrstu fimm mínúturnar en svo komst ég í gírinn. Það gaf mér mikið sjálfstraust að hnéið hélt og svo skoraði ég auðvitað. Fínt kvöld fyrir mig persónulega. Ef við lítum á úrslitin og frammistöðuna þá erum við svekktir.” „Ég og Heimir vorum búnir að ræða það síðustu daga að við ætluðum að taka stöðuna. Það gekk vel og ég fann ekki fyrir neinu. Svo ákváðum við það að ég myndi spila 25-30 mínútur sem gekk vel.” Hvernig var fyrir Gylfa, sem er stærsta stjarna liðsins, að horfa á leikinn frá bekknum? „Auðvitað er þetta skrýtið að horfa á þetta frá bekknum sérstaklega þegar maður er svona nálægt HM. Auðvitað hefði verið skemmtilegra að spila en ég spila vonandi meira í næsta leik.” „Ég held að ég verði klár í fyrsta leik gegn Argentínu. Ég er búinn að leggja mikið á mig síðustu tvo til þrjá mánuði. Æfa mikið og reyna að vera í eins góðu standi. Svo lengi sem eitthvað annað kemur ekki fyrir þá ætti ég að vera í toppstandi.” Gylfi hefur verið ansi duglegur og lagt hart að sér að komast aftur í sitt gamla form en hefur hann aldrei orðið svartsýnn í leið sinni að batanum? „Já, það kom ein vika þar sem vökvi var í hnénu og ég náði ekki að losna við það. Ég þurfti að fara í sprautu og þar kom vika þar sem maður var svartsýnn. Sem betur er þetta allt að ganga eftir,” en hvernig leið Gylfa þá? „Auðvitað mjög illa. Ég var svolítið langt niðri en ég vissi að ég hefði langan tíma til að vera nokkurn veginn klár fyrir HM en auðvitað er betra fyrir sjálfan mig að fara í gegnum æfingar sem hefur verið raunin upp á síðkastið.” Gylfi leggst væntanlega á koddann nokkuð ánægður enda kominn til baka eftir þrjá mánuði af meiðslum þrátt fyrir tap Íslands í kvöld. „Auðvitað er margt sem við þurfum að bæta og fara yfir fyrir næsta leik en fyrir mig persónulega þá er frábært að vera kominn aftur að spila og skora líka. Auðvitað er þetta æfingarleikur og við erum að æfa öðruvísi en ég held að það sé fínt að fá smá ámninngu að það er margt sem við þurfum að bæta.” HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frederik: Getur verið vitur eftir á Frederik Schram, markvörður Íslands gegn Noregi í kvöld, sagðist sjá eftir því að hafa reynt að sóla Joshua King í öðru marki Noregs í kvöld. 2. júní 2018 22:28 Twitter eftir leikinn: „Eins og neikvæður gaur í Costco grúppu“ Ísland tapaði 3-2 fyrir Noregi í næst síðasta æfingarleik sínum fyrir HM. Ísland komst í 2-1 um miðjan síðari hálfleikinn en glutraði niður forskotinu. 2. júní 2018 22:03 Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13 Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15 Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Leik lokið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eitt marka Íslands er liðið tapaði 3-2 fyrir Noregi í vináttulandsleik í kvöld. Gylfi hefur verið meiddur í þrjá mánuði en það tók hann sex mínútur að skora í kvöld. „Tilfinningin var frábær og móttökurnar voru góðar. Það er frábært að vera farinn að spila aftur og mér leið mjög vel,” sagði Gylfi í samtali við Arnar Björnsson eftir leikinn í kvöld. „Ég var þreyttur fyrstu fimm mínúturnar en svo komst ég í gírinn. Það gaf mér mikið sjálfstraust að hnéið hélt og svo skoraði ég auðvitað. Fínt kvöld fyrir mig persónulega. Ef við lítum á úrslitin og frammistöðuna þá erum við svekktir.” „Ég og Heimir vorum búnir að ræða það síðustu daga að við ætluðum að taka stöðuna. Það gekk vel og ég fann ekki fyrir neinu. Svo ákváðum við það að ég myndi spila 25-30 mínútur sem gekk vel.” Hvernig var fyrir Gylfa, sem er stærsta stjarna liðsins, að horfa á leikinn frá bekknum? „Auðvitað er þetta skrýtið að horfa á þetta frá bekknum sérstaklega þegar maður er svona nálægt HM. Auðvitað hefði verið skemmtilegra að spila en ég spila vonandi meira í næsta leik.” „Ég held að ég verði klár í fyrsta leik gegn Argentínu. Ég er búinn að leggja mikið á mig síðustu tvo til þrjá mánuði. Æfa mikið og reyna að vera í eins góðu standi. Svo lengi sem eitthvað annað kemur ekki fyrir þá ætti ég að vera í toppstandi.” Gylfi hefur verið ansi duglegur og lagt hart að sér að komast aftur í sitt gamla form en hefur hann aldrei orðið svartsýnn í leið sinni að batanum? „Já, það kom ein vika þar sem vökvi var í hnénu og ég náði ekki að losna við það. Ég þurfti að fara í sprautu og þar kom vika þar sem maður var svartsýnn. Sem betur er þetta allt að ganga eftir,” en hvernig leið Gylfa þá? „Auðvitað mjög illa. Ég var svolítið langt niðri en ég vissi að ég hefði langan tíma til að vera nokkurn veginn klár fyrir HM en auðvitað er betra fyrir sjálfan mig að fara í gegnum æfingar sem hefur verið raunin upp á síðkastið.” Gylfi leggst væntanlega á koddann nokkuð ánægður enda kominn til baka eftir þrjá mánuði af meiðslum þrátt fyrir tap Íslands í kvöld. „Auðvitað er margt sem við þurfum að bæta og fara yfir fyrir næsta leik en fyrir mig persónulega þá er frábært að vera kominn aftur að spila og skora líka. Auðvitað er þetta æfingarleikur og við erum að æfa öðruvísi en ég held að það sé fínt að fá smá ámninngu að það er margt sem við þurfum að bæta.”
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Frederik: Getur verið vitur eftir á Frederik Schram, markvörður Íslands gegn Noregi í kvöld, sagðist sjá eftir því að hafa reynt að sóla Joshua King í öðru marki Noregs í kvöld. 2. júní 2018 22:28 Twitter eftir leikinn: „Eins og neikvæður gaur í Costco grúppu“ Ísland tapaði 3-2 fyrir Noregi í næst síðasta æfingarleik sínum fyrir HM. Ísland komst í 2-1 um miðjan síðari hálfleikinn en glutraði niður forskotinu. 2. júní 2018 22:03 Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13 Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15 Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Leik lokið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Sjá meira
Frederik: Getur verið vitur eftir á Frederik Schram, markvörður Íslands gegn Noregi í kvöld, sagðist sjá eftir því að hafa reynt að sóla Joshua King í öðru marki Noregs í kvöld. 2. júní 2018 22:28
Twitter eftir leikinn: „Eins og neikvæður gaur í Costco grúppu“ Ísland tapaði 3-2 fyrir Noregi í næst síðasta æfingarleik sínum fyrir HM. Ísland komst í 2-1 um miðjan síðari hálfleikinn en glutraði niður forskotinu. 2. júní 2018 22:03
Einkunnir Íslands: Rúrik maður leiksins Rúrik Gíslason nýtti tækifærið manna best þegar Ísland tapaði fyrir Noregi á Laugardalsvelli í kvöld. 2. júní 2018 22:13
Umfjöllun: Ísland - Noregur 2-3 | Síðasta kennslustundin frá Lars Ísland komst í vænlega stöðu gegn Noregi í kvöld en klúðraði málunum á síðustu mínútunum og tapaði fyrir Lars Lagerbäck og lærisveinum hans í norska landsliðinu. 2. júní 2018 22:15