Markmiðið að ná saman um skýrari langtímasýn fyrir málefni vinnumarkaðarins Ingvar Þór Björnsson skrifar 20. janúar 2018 14:35 Katrín segir athyglisvert að bera saman viðhorf til launatölfræði á Íslandi og á Norðurlöndunum. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að nauðsynlegt sé að ná saman um skýrari langtímasýn fyrir málefni vinnumarkaðarins og ryðja úr vegi þeim hindrunum sem koma í veg fyrir þá framtíðarsýn. Rætt var við Katrínu í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu í dag. Farið var yfir stöðuna í málum vinnumarkaðarins og þau mál sem ríkisstjórnin hefur undirbúið að leggja fram á vorþingi. Leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafa nýtt tímann til að ræða við forystu samtaka launafólks hjá hinu opinbera og á almenna markaðnum ásamt forystu Samtaka atvinnulífsins. Katrín segir að þetta séu ekki hinar eiginlega kjaraviðræður heldur sé unnið að því að móta framtíðarsýn. „Þetta eru ekki hinar eiginlega kjarasamningaviðræður. Markmið okkar með þessum óformlegu viðræðum er að eiga fundi með fulltrúum heildarsamtakanna á vinnumarkaði og sveitarfélögunum í von um að ná saman um skýrari langtímasýn fyrir málefni vinnumarkaðarins,“ sagði Katrín. Segir hún að þau mál sem eru hindranir fyrir því að komast áfram í því samtali að móta þessa framtíðarsýn, hafi verið sett á dagskrá. „Ef við viljum halda í þá átt að hefja nýtt samtal um íslenskt vinnumarkaðslíkan þá þurfum við að ryðja ákveðnum hindrunum úr vegi áður.“Menn ekki sammála um grunninnKatrín segir að athyglisvert sé að bera saman viðhorf til launatölfræði á Íslandi og í samanburðarlöndunum. „Í gær var fundur um launatölfræði. Það er merkilegt að sjá hversu umdeild aðferðarfræðin við söfnun upplýsinga er hér á landi. Aðilar hafa ekki náð saman um hvernig við getum safnað gögnum með þeim hætti að þau endurspegli með sem bestum hætti launaþróun á Íslandi,“ sagði Katrín. Bætir hún við að menn séu ekki sammála um grunninn og nauðsynlegt sé að endurskoða hvernig skynsamlegast sé að safna og vinna úr gögnunum. „Menn eru ekki sammála um grunninn sem er til skoðunar í öllum kjaraviðræðum. Ætlunin er að við setjum þau mál líka í ákveðið ferli og reynum að koma okkur úr þeirri stöðu sem við erum í núna. Þá getum við fært okkur nær þeim fyrirmyndum sem við teljum skynsamastar annars staðar á Norðurlöndum.“ Segir hún að þetta sé í föstum skorðum ef litið er til annarra Norðurlanda þar sem launatölfræðin er birt af launatölfræðiráði með skipulögðum hætti sem allir treysta.„Ekki hægt að tala um efnahagslegan stöðugleika ef félagslegur stöðugleiki er ekki til staðar“Aðspurð hvort það komi til greina að ríkið liðki fyrir samkomulag á vinnumarkaðinum með breytingum á skattalögum, lögum um barnabætur, húsnæðisbætur eða einhverju slíku segir Katrín að félagslegar úrbætur séu í umræðunni. „Það er boðað í stjórnarsáttmálanum að við viljum eiga samtal við aðila vinnumarkaðarins um ákveðnar félagslegar úrbætur. Það er ekki hægt að tala um efnahagslegan stöðugleika ef félagslegur stöðugleiki fylgir ekki,“ segir Katrín. „Við boðum það í stjórnarsáttmála að horft verði til félagslegra þátta, húsnæðismála, fæðingarorlofs og þátta eins og samspil bótakerfis og skattakerfis. Það eru forsendur fyrir því að styðja við samninga á vinnumarkaði. Við verðum að horfa til þess heildarmarkmiðs að við séum að tryggja félagslegan stöðugleika.“ Stj.mál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að nauðsynlegt sé að ná saman um skýrari langtímasýn fyrir málefni vinnumarkaðarins og ryðja úr vegi þeim hindrunum sem koma í veg fyrir þá framtíðarsýn. Rætt var við Katrínu í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu í dag. Farið var yfir stöðuna í málum vinnumarkaðarins og þau mál sem ríkisstjórnin hefur undirbúið að leggja fram á vorþingi. Leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafa nýtt tímann til að ræða við forystu samtaka launafólks hjá hinu opinbera og á almenna markaðnum ásamt forystu Samtaka atvinnulífsins. Katrín segir að þetta séu ekki hinar eiginlega kjaraviðræður heldur sé unnið að því að móta framtíðarsýn. „Þetta eru ekki hinar eiginlega kjarasamningaviðræður. Markmið okkar með þessum óformlegu viðræðum er að eiga fundi með fulltrúum heildarsamtakanna á vinnumarkaði og sveitarfélögunum í von um að ná saman um skýrari langtímasýn fyrir málefni vinnumarkaðarins,“ sagði Katrín. Segir hún að þau mál sem eru hindranir fyrir því að komast áfram í því samtali að móta þessa framtíðarsýn, hafi verið sett á dagskrá. „Ef við viljum halda í þá átt að hefja nýtt samtal um íslenskt vinnumarkaðslíkan þá þurfum við að ryðja ákveðnum hindrunum úr vegi áður.“Menn ekki sammála um grunninnKatrín segir að athyglisvert sé að bera saman viðhorf til launatölfræði á Íslandi og í samanburðarlöndunum. „Í gær var fundur um launatölfræði. Það er merkilegt að sjá hversu umdeild aðferðarfræðin við söfnun upplýsinga er hér á landi. Aðilar hafa ekki náð saman um hvernig við getum safnað gögnum með þeim hætti að þau endurspegli með sem bestum hætti launaþróun á Íslandi,“ sagði Katrín. Bætir hún við að menn séu ekki sammála um grunninn og nauðsynlegt sé að endurskoða hvernig skynsamlegast sé að safna og vinna úr gögnunum. „Menn eru ekki sammála um grunninn sem er til skoðunar í öllum kjaraviðræðum. Ætlunin er að við setjum þau mál líka í ákveðið ferli og reynum að koma okkur úr þeirri stöðu sem við erum í núna. Þá getum við fært okkur nær þeim fyrirmyndum sem við teljum skynsamastar annars staðar á Norðurlöndum.“ Segir hún að þetta sé í föstum skorðum ef litið er til annarra Norðurlanda þar sem launatölfræðin er birt af launatölfræðiráði með skipulögðum hætti sem allir treysta.„Ekki hægt að tala um efnahagslegan stöðugleika ef félagslegur stöðugleiki er ekki til staðar“Aðspurð hvort það komi til greina að ríkið liðki fyrir samkomulag á vinnumarkaðinum með breytingum á skattalögum, lögum um barnabætur, húsnæðisbætur eða einhverju slíku segir Katrín að félagslegar úrbætur séu í umræðunni. „Það er boðað í stjórnarsáttmálanum að við viljum eiga samtal við aðila vinnumarkaðarins um ákveðnar félagslegar úrbætur. Það er ekki hægt að tala um efnahagslegan stöðugleika ef félagslegur stöðugleiki fylgir ekki,“ segir Katrín. „Við boðum það í stjórnarsáttmála að horft verði til félagslegra þátta, húsnæðismála, fæðingarorlofs og þátta eins og samspil bótakerfis og skattakerfis. Það eru forsendur fyrir því að styðja við samninga á vinnumarkaði. Við verðum að horfa til þess heildarmarkmiðs að við séum að tryggja félagslegan stöðugleika.“
Stj.mál Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent