Markmiðið að ná saman um skýrari langtímasýn fyrir málefni vinnumarkaðarins Ingvar Þór Björnsson skrifar 20. janúar 2018 14:35 Katrín segir athyglisvert að bera saman viðhorf til launatölfræði á Íslandi og á Norðurlöndunum. Vísir/Ernir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að nauðsynlegt sé að ná saman um skýrari langtímasýn fyrir málefni vinnumarkaðarins og ryðja úr vegi þeim hindrunum sem koma í veg fyrir þá framtíðarsýn. Rætt var við Katrínu í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu í dag. Farið var yfir stöðuna í málum vinnumarkaðarins og þau mál sem ríkisstjórnin hefur undirbúið að leggja fram á vorþingi. Leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafa nýtt tímann til að ræða við forystu samtaka launafólks hjá hinu opinbera og á almenna markaðnum ásamt forystu Samtaka atvinnulífsins. Katrín segir að þetta séu ekki hinar eiginlega kjaraviðræður heldur sé unnið að því að móta framtíðarsýn. „Þetta eru ekki hinar eiginlega kjarasamningaviðræður. Markmið okkar með þessum óformlegu viðræðum er að eiga fundi með fulltrúum heildarsamtakanna á vinnumarkaði og sveitarfélögunum í von um að ná saman um skýrari langtímasýn fyrir málefni vinnumarkaðarins,“ sagði Katrín. Segir hún að þau mál sem eru hindranir fyrir því að komast áfram í því samtali að móta þessa framtíðarsýn, hafi verið sett á dagskrá. „Ef við viljum halda í þá átt að hefja nýtt samtal um íslenskt vinnumarkaðslíkan þá þurfum við að ryðja ákveðnum hindrunum úr vegi áður.“Menn ekki sammála um grunninnKatrín segir að athyglisvert sé að bera saman viðhorf til launatölfræði á Íslandi og í samanburðarlöndunum. „Í gær var fundur um launatölfræði. Það er merkilegt að sjá hversu umdeild aðferðarfræðin við söfnun upplýsinga er hér á landi. Aðilar hafa ekki náð saman um hvernig við getum safnað gögnum með þeim hætti að þau endurspegli með sem bestum hætti launaþróun á Íslandi,“ sagði Katrín. Bætir hún við að menn séu ekki sammála um grunninn og nauðsynlegt sé að endurskoða hvernig skynsamlegast sé að safna og vinna úr gögnunum. „Menn eru ekki sammála um grunninn sem er til skoðunar í öllum kjaraviðræðum. Ætlunin er að við setjum þau mál líka í ákveðið ferli og reynum að koma okkur úr þeirri stöðu sem við erum í núna. Þá getum við fært okkur nær þeim fyrirmyndum sem við teljum skynsamastar annars staðar á Norðurlöndum.“ Segir hún að þetta sé í föstum skorðum ef litið er til annarra Norðurlanda þar sem launatölfræðin er birt af launatölfræðiráði með skipulögðum hætti sem allir treysta.„Ekki hægt að tala um efnahagslegan stöðugleika ef félagslegur stöðugleiki er ekki til staðar“Aðspurð hvort það komi til greina að ríkið liðki fyrir samkomulag á vinnumarkaðinum með breytingum á skattalögum, lögum um barnabætur, húsnæðisbætur eða einhverju slíku segir Katrín að félagslegar úrbætur séu í umræðunni. „Það er boðað í stjórnarsáttmálanum að við viljum eiga samtal við aðila vinnumarkaðarins um ákveðnar félagslegar úrbætur. Það er ekki hægt að tala um efnahagslegan stöðugleika ef félagslegur stöðugleiki fylgir ekki,“ segir Katrín. „Við boðum það í stjórnarsáttmála að horft verði til félagslegra þátta, húsnæðismála, fæðingarorlofs og þátta eins og samspil bótakerfis og skattakerfis. Það eru forsendur fyrir því að styðja við samninga á vinnumarkaði. Við verðum að horfa til þess heildarmarkmiðs að við séum að tryggja félagslegan stöðugleika.“ Stj.mál Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að nauðsynlegt sé að ná saman um skýrari langtímasýn fyrir málefni vinnumarkaðarins og ryðja úr vegi þeim hindrunum sem koma í veg fyrir þá framtíðarsýn. Rætt var við Katrínu í Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu í dag. Farið var yfir stöðuna í málum vinnumarkaðarins og þau mál sem ríkisstjórnin hefur undirbúið að leggja fram á vorþingi. Leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafa nýtt tímann til að ræða við forystu samtaka launafólks hjá hinu opinbera og á almenna markaðnum ásamt forystu Samtaka atvinnulífsins. Katrín segir að þetta séu ekki hinar eiginlega kjaraviðræður heldur sé unnið að því að móta framtíðarsýn. „Þetta eru ekki hinar eiginlega kjarasamningaviðræður. Markmið okkar með þessum óformlegu viðræðum er að eiga fundi með fulltrúum heildarsamtakanna á vinnumarkaði og sveitarfélögunum í von um að ná saman um skýrari langtímasýn fyrir málefni vinnumarkaðarins,“ sagði Katrín. Segir hún að þau mál sem eru hindranir fyrir því að komast áfram í því samtali að móta þessa framtíðarsýn, hafi verið sett á dagskrá. „Ef við viljum halda í þá átt að hefja nýtt samtal um íslenskt vinnumarkaðslíkan þá þurfum við að ryðja ákveðnum hindrunum úr vegi áður.“Menn ekki sammála um grunninnKatrín segir að athyglisvert sé að bera saman viðhorf til launatölfræði á Íslandi og í samanburðarlöndunum. „Í gær var fundur um launatölfræði. Það er merkilegt að sjá hversu umdeild aðferðarfræðin við söfnun upplýsinga er hér á landi. Aðilar hafa ekki náð saman um hvernig við getum safnað gögnum með þeim hætti að þau endurspegli með sem bestum hætti launaþróun á Íslandi,“ sagði Katrín. Bætir hún við að menn séu ekki sammála um grunninn og nauðsynlegt sé að endurskoða hvernig skynsamlegast sé að safna og vinna úr gögnunum. „Menn eru ekki sammála um grunninn sem er til skoðunar í öllum kjaraviðræðum. Ætlunin er að við setjum þau mál líka í ákveðið ferli og reynum að koma okkur úr þeirri stöðu sem við erum í núna. Þá getum við fært okkur nær þeim fyrirmyndum sem við teljum skynsamastar annars staðar á Norðurlöndum.“ Segir hún að þetta sé í föstum skorðum ef litið er til annarra Norðurlanda þar sem launatölfræðin er birt af launatölfræðiráði með skipulögðum hætti sem allir treysta.„Ekki hægt að tala um efnahagslegan stöðugleika ef félagslegur stöðugleiki er ekki til staðar“Aðspurð hvort það komi til greina að ríkið liðki fyrir samkomulag á vinnumarkaðinum með breytingum á skattalögum, lögum um barnabætur, húsnæðisbætur eða einhverju slíku segir Katrín að félagslegar úrbætur séu í umræðunni. „Það er boðað í stjórnarsáttmálanum að við viljum eiga samtal við aðila vinnumarkaðarins um ákveðnar félagslegar úrbætur. Það er ekki hægt að tala um efnahagslegan stöðugleika ef félagslegur stöðugleiki fylgir ekki,“ segir Katrín. „Við boðum það í stjórnarsáttmála að horft verði til félagslegra þátta, húsnæðismála, fæðingarorlofs og þátta eins og samspil bótakerfis og skattakerfis. Það eru forsendur fyrir því að styðja við samninga á vinnumarkaði. Við verðum að horfa til þess heildarmarkmiðs að við séum að tryggja félagslegan stöðugleika.“
Stj.mál Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira