Fyrstu smáhýsin tilbúin fyrir áramót og leigan að lágmarki 40 þúsund Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2018 20:00 Stefnt er að því að fyrstu smáhýsin af þeim 25 sem Reykjavíkurborg hyggst kaupa fyrir heimilislausa verði tilbúin til notkunar fyrir áramót. Lágmarksleiguverð verður 40 þúsund krónur en ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar húsin verða sett upp. Borgarráð samþykkti í síðustu viku að verja 450 milljónum króna í kaup á 25 smáhýsum fyrir heimilislausa. Málefni heimilislausra og utangarðsfólks voru til umræðu í velferðarráði í dag. Að sögn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns ráðsins, er áætlað að um 80 einstaklingar þurfi á sértækri búsetu á borð við þessa að halda. „Við teljum að þetta sé mjög gott fyrsta skref. Við erum nú þegar með tvö hús úti á granda sem hafa virkað ágætlega,“ segir Heiða Björg, spurð hvort kaup hússanna 25 dugi til til að mæta vandanum. Samkvæmt nýjustu samantekt sem er frá því í fyrrasumar voru um 350 einstaklingar skráðir utangarðs eða heimilislausir í Reykjavík en sá hópur hefur ólíkar þarfir. Samhliða kaupum smáhýsa er til skoðunar að kaupa gistiheimili og einstaka íbúðir til að mæta þörfinni að sögn Heiðu. „Þetta er í rauninni fyrir þann hóp sem að ekki rekst vel í svona ef maður segir „venulegu húsnæði“ í nábýli við annað fólk, þarf aðeins öðruvísi úrræði,“ útskýrir Heiða. Ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar smáhýsunum verður komið fyrir en þau verða ekki öll eins. „Það er verið að skoða staðsetningar, við munum reyna að hafa ekki mörg hús nálægt hvort öðru, munum reyna að dreifa þeim vel um borgina og vonumst til þess að borgarbúar sýni því skilning,“ segir Heiða. Þeir sem koma til með að fá úthlutað smáhýsi munu þurfa að greiða leigu. „Leiguupphæðin er ekki komin en hún verður ekki há, lágmarksleiga er þó 40.000 á mánuði,“ segir Heiða. Tengdar fréttir Leita að húsnæði undir nýtt gistiskýli Ráðist verður í kaup á nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi velferðarráðs í dag þar sem fjölmennur hópur ræddi erfiða stöðu utangarðsfólks í borginni. 10. ágúst 2018 20:00 Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37 Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Stefnt er að því að fyrstu smáhýsin af þeim 25 sem Reykjavíkurborg hyggst kaupa fyrir heimilislausa verði tilbúin til notkunar fyrir áramót. Lágmarksleiguverð verður 40 þúsund krónur en ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar húsin verða sett upp. Borgarráð samþykkti í síðustu viku að verja 450 milljónum króna í kaup á 25 smáhýsum fyrir heimilislausa. Málefni heimilislausra og utangarðsfólks voru til umræðu í velferðarráði í dag. Að sögn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, formanns ráðsins, er áætlað að um 80 einstaklingar þurfi á sértækri búsetu á borð við þessa að halda. „Við teljum að þetta sé mjög gott fyrsta skref. Við erum nú þegar með tvö hús úti á granda sem hafa virkað ágætlega,“ segir Heiða Björg, spurð hvort kaup hússanna 25 dugi til til að mæta vandanum. Samkvæmt nýjustu samantekt sem er frá því í fyrrasumar voru um 350 einstaklingar skráðir utangarðs eða heimilislausir í Reykjavík en sá hópur hefur ólíkar þarfir. Samhliða kaupum smáhýsa er til skoðunar að kaupa gistiheimili og einstaka íbúðir til að mæta þörfinni að sögn Heiðu. „Þetta er í rauninni fyrir þann hóp sem að ekki rekst vel í svona ef maður segir „venulegu húsnæði“ í nábýli við annað fólk, þarf aðeins öðruvísi úrræði,“ útskýrir Heiða. Ekki hefur verið ákveðið endanlega hvar smáhýsunum verður komið fyrir en þau verða ekki öll eins. „Það er verið að skoða staðsetningar, við munum reyna að hafa ekki mörg hús nálægt hvort öðru, munum reyna að dreifa þeim vel um borgina og vonumst til þess að borgarbúar sýni því skilning,“ segir Heiða. Þeir sem koma til með að fá úthlutað smáhýsi munu þurfa að greiða leigu. „Leiguupphæðin er ekki komin en hún verður ekki há, lágmarksleiga er þó 40.000 á mánuði,“ segir Heiða.
Tengdar fréttir Leita að húsnæði undir nýtt gistiskýli Ráðist verður í kaup á nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi velferðarráðs í dag þar sem fjölmennur hópur ræddi erfiða stöðu utangarðsfólks í borginni. 10. ágúst 2018 20:00 Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37 Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Leita að húsnæði undir nýtt gistiskýli Ráðist verður í kaup á nýju neyðarskýli fyrir unga heimilislausa vímuefnaneytendur í Reykjavík. Tillaga þess efnis var samþykkt á fundi velferðarráðs í dag þar sem fjölmennur hópur ræddi erfiða stöðu utangarðsfólks í borginni. 10. ágúst 2018 20:00
Borgin ver 450 milljónum í kaup á smáhýsum fyrir heimilislausa Borgarráð samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum í morgun. 20. september 2018 17:37
Heimilislausum í Reykjavík fjölgað um 95 prósent á fimm árum Borgarfulltrúarnir Heiða Björg og Egill Þór voru gestir í Sprengisandi á Bylgjunni í dag og ræddu þar stöðu heimilislausra í Reykjavík. 12. ágúst 2018 14:16