Nýtt íþróttahús og æfingasundlaug við Klettaskóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2018 13:47 Frá opnunarathöfninni í Klettaskóla í dag. Reykjavíkurborg Fjölmenni var við athöfn í Klettaskóla í dag þegar nýtt og glæsilegt íþróttahús og æfingasundlaug fyrir fatlaða nemendur var tekin í notkun. Kostnaður við framkvæmdirnar sem hófust árið 2015 er áætlaður um þrír milljarðar króna. „Þessi nýbygging markar tímamót fyrir bæði nemendur og starfsfólk í Klettaskóla. Hér er ekki bara risin glæsileg viðbygging sem fellur vel inn í umhverfið, heldur uppfyllir íþróttahúsið og sundlaugaraðstaðan allar nútímakröfur um aðgengi og þjálfun fyrir fatlaða nemendur og gjörbyltir aðstöðu þeirra til íþróttaiðkunar,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Nýr íþróttasalur er 1.755 fermetrar og búinn margvíslegum æfingatækjum. Í sundlaugarsalnum eru tvær laugar og einn stór pottur. Stærsta laugin er 8m x 16,7m og er með fjórum brautum. Minni þjálfunarlaug er með lyftanlegum botni. Við opnun laugarinnar í dag sýndu nemendur æfingalaugina en íþróttafélagið Ösp mun hafa þar aðstöðu til sundþjálfunar.Nemendur brugðu á leik í morgun.ReykjavíkurborgFramkvæmdir við viðbyggingu við Klettaskóla hófust vorið 2015, en áætlaður kostnaður við hana og endurgerð á eldra húsnæði og lóð er áætlaður um þrír milljarðar króna. Lokið er við tengibygginu þar sem anddyri skólans er og hafa verið sett upp fatahengi og rúmgóð aðstaða til að taka á móti nemendum. Þá hafa ýmsar endurbætur verið gerðar á gamla skólahúsnæðinu. Í nýrri viðbyggingu verður líka fullkomin frístundaaðstaða og félagsmiðstöð að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við viðbyggingu verði að fullu lokið í ágúst þegar nýtt skólaár hefst. Arkitektastofan OG, VSÓ Ráðgjöf og Efla sáu um hönnun viðbyggingarinnar. Klettaskóli er sérskóli á grunnskólastigi með fjölbreyttan hóp nemenda með ólíkar þarfir í námi, líkamlegri þjálfun og félagslífi sem kalla á mikinn sveigjanleika í húsnæði og öllum búnaði. Líkamleg hreyfing og þjálfun er nemendum afar mikilvæg og er aðstaðan með nýrri þjálfunarsundlaug og íþróttasal því afar kærkomin. Í Klettaskóla er aðstaða fyrir 80-100 nemendur en skólinn þjónar öllu landinu. Skólinn varð til við samruna Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla. Skólastjóri er Árni Einarsson. Skóla - og menntamál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Sjá meira
Fjölmenni var við athöfn í Klettaskóla í dag þegar nýtt og glæsilegt íþróttahús og æfingasundlaug fyrir fatlaða nemendur var tekin í notkun. Kostnaður við framkvæmdirnar sem hófust árið 2015 er áætlaður um þrír milljarðar króna. „Þessi nýbygging markar tímamót fyrir bæði nemendur og starfsfólk í Klettaskóla. Hér er ekki bara risin glæsileg viðbygging sem fellur vel inn í umhverfið, heldur uppfyllir íþróttahúsið og sundlaugaraðstaðan allar nútímakröfur um aðgengi og þjálfun fyrir fatlaða nemendur og gjörbyltir aðstöðu þeirra til íþróttaiðkunar,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Nýr íþróttasalur er 1.755 fermetrar og búinn margvíslegum æfingatækjum. Í sundlaugarsalnum eru tvær laugar og einn stór pottur. Stærsta laugin er 8m x 16,7m og er með fjórum brautum. Minni þjálfunarlaug er með lyftanlegum botni. Við opnun laugarinnar í dag sýndu nemendur æfingalaugina en íþróttafélagið Ösp mun hafa þar aðstöðu til sundþjálfunar.Nemendur brugðu á leik í morgun.ReykjavíkurborgFramkvæmdir við viðbyggingu við Klettaskóla hófust vorið 2015, en áætlaður kostnaður við hana og endurgerð á eldra húsnæði og lóð er áætlaður um þrír milljarðar króna. Lokið er við tengibygginu þar sem anddyri skólans er og hafa verið sett upp fatahengi og rúmgóð aðstaða til að taka á móti nemendum. Þá hafa ýmsar endurbætur verið gerðar á gamla skólahúsnæðinu. Í nýrri viðbyggingu verður líka fullkomin frístundaaðstaða og félagsmiðstöð að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við viðbyggingu verði að fullu lokið í ágúst þegar nýtt skólaár hefst. Arkitektastofan OG, VSÓ Ráðgjöf og Efla sáu um hönnun viðbyggingarinnar. Klettaskóli er sérskóli á grunnskólastigi með fjölbreyttan hóp nemenda með ólíkar þarfir í námi, líkamlegri þjálfun og félagslífi sem kalla á mikinn sveigjanleika í húsnæði og öllum búnaði. Líkamleg hreyfing og þjálfun er nemendum afar mikilvæg og er aðstaðan með nýrri þjálfunarsundlaug og íþróttasal því afar kærkomin. Í Klettaskóla er aðstaða fyrir 80-100 nemendur en skólinn þjónar öllu landinu. Skólinn varð til við samruna Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla. Skólastjóri er Árni Einarsson.
Skóla - og menntamál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Sjá meira