Hinn umdeildi fyrrum forseti FIFA, Sepp Blatter, segir það ekki vera klókt af FIFA að leyfa myndbandsdómara, VAR, á HM í sumar.
Arftaki Blatter, Gianni Infantino, staðfesti í síðasta mánuði að VAR verði notað á HM. Blatter segir að stuðningsmönnum líði ekki vel með myndbandsdómarann á kantinum.
„Ég er af gamla skólanum og mér finnst þessi þróun ganga allt of hratt. Flestir dómararnir hafa aldrei unnið með VAR áður. Að kynna þá fyrir því á HM finnst mér ekki vera klókt,“ sagði hinn 82 ára gamli Blatter.
„Mér líður ekki vel með þetta kerfi og ég veit að stuðningsmenn eru á sama bandi.“
Blatter vill ekki sjá VAR á HM í sumar
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Gott silfur gulli betra en hvað nú?
Enski boltinn


„Ég veit ekkert hverjir þetta voru“
Íslenski boltinn

„Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“
Enski boltinn

Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu
Fótbolti

Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina
Enski boltinn

Hato mættur á Brúnna
Enski boltinn


Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“
Íslenski boltinn