Mögulega um saknæmt athæfi að ræða varðandi horfin sönnunargögn Heimir Már Pétursson skrifar 17. janúar 2018 19:26 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir alvarlegt að munir og sönnunargögn í tveimur sakamálum hafi glatast í vörslu lögreglunnar. Verið sé að endurskoða verkferla og hugsanlega sé um saknæmt athæfi að ræða. Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að lögregla ætli að endurskoða vinnubrögð sín og birta reglur opinberlega. Dómsmálaráðherra, ríkissaksóknari, ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sátu fyrir svörum hjá allsherjar og menntamálanefnd Alþingis í dag um vörslu muna og sönnunargagna í sakamálum. Tilefnið er tvö sakamál, annars vegar mál Robert Downey og hins vegar Strawbery's málið svokallaða þar sem munir í vörslu lögreglunnar hurfu. Í ljós kom þegar ung kona hugðist leggja fram nýja kæru á hendur Róberti Downey um kynferðislega misnotkun að vasabók hans með um 335 nöfnum ungra kvenna og stúlkna fannst ekki. Upplýst var á fundinum í dag að afrit af vasabókinni hefði síðan komið í leitirnar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir hins vegar að hvorki tangur né tetur af poka með skartgripum sem haldlagður var við húsleit í máli næturklúbbsins Strawberry's í október 2013 hafi komið í leitirnar. „Þessir munir hafa ekki komið í leitirnar þrátt fyrir ítarlega leit. Þetta hefur verið skoðað innan lögreglustjóra embættisins með eins ítarlegum hætti og mögulegt er,“ segir Sigríður Björk. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir þetta litið mjög alvarlegum augum innan embættisins. Hlutirnir séu nefndir í skýrslu en skili sér ekki í munageymslu og því ljóst að verklagsferlum hafi ekki verið fylgt. „Það gerast mistök eins og í því máli sem við erum að skoða núna. Eða hugsanleg refsiverð háttsemi. Það er verið að rannsaka það af fullum þunga og af mikilli alvöru,“ segir Sigríður Björk. Því sé verið að endurskoða allar verklagsreglur og ferla. Píratar höfðu frumkvæði að opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar í dag og er Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir þingflokksformaður ánægð með fundinn. „Mér fannst mjög jákvætt að heyra hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að Strawberry's málið sé enn tekið föstum tökum og það standi til að rannsaka það til hlítar. Þar að auki fannst mér mjög gott að fá fram að sönnunargögnin sem virtust týnd í máli Önnu Katrínar Snorradóttur gegn Roberti Downey eins og hann heitir núna, sé að einhverju leyti fundin,“ segir Þórhildur Sunnar. Þá sé jákvætt að lögreglan og ríkissaksóknari vinni í að bæta ferla innan embættanna. „Það sem mér finnst mikilvægast alla vega núna gagnvart okkur þingmönnum og almenningi er að birta þessar reglur sem gilda. Þær hafa ekki verið auðveldlega aðgengilegar. Ég hef tekið það út úr þessum fundi að það standi nú til að bæta þar úr,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Lögreglumál Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir alvarlegt að munir og sönnunargögn í tveimur sakamálum hafi glatast í vörslu lögreglunnar. Verið sé að endurskoða verkferla og hugsanlega sé um saknæmt athæfi að ræða. Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að lögregla ætli að endurskoða vinnubrögð sín og birta reglur opinberlega. Dómsmálaráðherra, ríkissaksóknari, ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sátu fyrir svörum hjá allsherjar og menntamálanefnd Alþingis í dag um vörslu muna og sönnunargagna í sakamálum. Tilefnið er tvö sakamál, annars vegar mál Robert Downey og hins vegar Strawbery's málið svokallaða þar sem munir í vörslu lögreglunnar hurfu. Í ljós kom þegar ung kona hugðist leggja fram nýja kæru á hendur Róberti Downey um kynferðislega misnotkun að vasabók hans með um 335 nöfnum ungra kvenna og stúlkna fannst ekki. Upplýst var á fundinum í dag að afrit af vasabókinni hefði síðan komið í leitirnar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu segir hins vegar að hvorki tangur né tetur af poka með skartgripum sem haldlagður var við húsleit í máli næturklúbbsins Strawberry's í október 2013 hafi komið í leitirnar. „Þessir munir hafa ekki komið í leitirnar þrátt fyrir ítarlega leit. Þetta hefur verið skoðað innan lögreglustjóra embættisins með eins ítarlegum hætti og mögulegt er,“ segir Sigríður Björk. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir þetta litið mjög alvarlegum augum innan embættisins. Hlutirnir séu nefndir í skýrslu en skili sér ekki í munageymslu og því ljóst að verklagsferlum hafi ekki verið fylgt. „Það gerast mistök eins og í því máli sem við erum að skoða núna. Eða hugsanleg refsiverð háttsemi. Það er verið að rannsaka það af fullum þunga og af mikilli alvöru,“ segir Sigríður Björk. Því sé verið að endurskoða allar verklagsreglur og ferla. Píratar höfðu frumkvæði að opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar í dag og er Þórhildur Sunnar Ævarsdóttir þingflokksformaður ánægð með fundinn. „Mér fannst mjög jákvætt að heyra hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu að Strawberry's málið sé enn tekið föstum tökum og það standi til að rannsaka það til hlítar. Þar að auki fannst mér mjög gott að fá fram að sönnunargögnin sem virtust týnd í máli Önnu Katrínar Snorradóttur gegn Roberti Downey eins og hann heitir núna, sé að einhverju leyti fundin,“ segir Þórhildur Sunnar. Þá sé jákvætt að lögreglan og ríkissaksóknari vinni í að bæta ferla innan embættanna. „Það sem mér finnst mikilvægast alla vega núna gagnvart okkur þingmönnum og almenningi er að birta þessar reglur sem gilda. Þær hafa ekki verið auðveldlega aðgengilegar. Ég hef tekið það út úr þessum fundi að það standi nú til að bæta þar úr,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Lögreglumál Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Sjá meira