Lööf hyggst greiða atkvæði gegn Löfven Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2018 10:38 Annie Lööf er formaður sænska Miðflokksins. Getty/MICHAEL CAMPANELLA Annie Lööf, formaður sænska Miðflokksins, segir að þingmenn flokksins muni greiða atkvæði gegn Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra og formanni Jafnaðarmannaflokksins, sem nýr forsætisráðherra í atkvæðagreiðslu á þinginu. Lööf segir að Jafnaðarmannaflokkurinn hafi ekki sýnt nægan vilja til málamiðlunar í viðræðum um mögulegt stjórnarsamstarf. Þá hafi Jafnaðarmenn reynst tregir til að láta af samstarfi við Vinstriflokkinn til að hægt sé að finna grundvöll til samstarfs. Alger pattstaða er á sænska þinginu þar sem ekkert hefur gengið að ná saman um nýja stjórn sem njóti stuðnings meirihluta þingsins.Óformleg samtöl Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, segir að hann muni veita flokkunum nokkra daga til að melta þá stöðu sem nú er uppi. Hann muni á þeim tíma eiga óformleg samtöl við flokksleiðtoga. Hann hafði áður tilnefnt Löfven sem nýjan forsætisráðherra, en eftir viðræður síðustu daga hefur Miðflokkurinn, sem er einn borgaralegu flokkanna, sagst munu greiða atkvæði gegn Löfven eftir að hafa áður opnað á samstarf. Lööf hefur lagt mikla áherslu á að ná saman um nýja stjórn flokka úr báðum blokkum, til að koma í veg fyrir að Svíþjóðardemókratar komist til áhrifa. Kosningar fóru fram í Svíþjóð þann 9. september síðastliðinn og hefur ekkert gengið að mynda nýja stjórn. Bæði þeim Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, og Stefan Löfven hefur mistekist að mynda starfhæfa stjórn. Hið sama á við um Lööf sem skilaði sínu stjórnarmyndunarumboði 22. nóvember.Snúin staða Afar snúin staða er á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Takist sænska þinginu ekki að samþykkja tillögu þingforseta um nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum þarf að boða til nýrra kosninga. Í byrjun nóvember hafnaði þingið tillögu þingforseta um Kristersson sem nýr forsætisráðherra. Hann sagðist vilja mynda minnihlutastjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Hringekjan byrjar aftur eftir að þingið hafnaði Kristersson Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, mun aftur þurfa að setjast niður með leiðtogum sænsku stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á þingi til að ræða um möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. 14. nóvember 2018 10:00 Munu greiða atkvæði um Löfven sem forsætisráðherra Sænski þingforsetinn hefur tilnefnt Stefan Löfven, formann Jafnaðarmannaflokksins og starfandi forsætisráðherra, sem næsta forsætisráðherra landsins. 23. nóvember 2018 09:54 Annie Lööf gefst upp Formaður sænska Miðflokksins segist hafa gefist upp í tilraunum sínum að mynda nýja ríkisstjórn sem nýtur stuðnings meirihluta sænska þingsins. 22. nóvember 2018 10:06 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Annie Lööf, formaður sænska Miðflokksins, segir að þingmenn flokksins muni greiða atkvæði gegn Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra og formanni Jafnaðarmannaflokksins, sem nýr forsætisráðherra í atkvæðagreiðslu á þinginu. Lööf segir að Jafnaðarmannaflokkurinn hafi ekki sýnt nægan vilja til málamiðlunar í viðræðum um mögulegt stjórnarsamstarf. Þá hafi Jafnaðarmenn reynst tregir til að láta af samstarfi við Vinstriflokkinn til að hægt sé að finna grundvöll til samstarfs. Alger pattstaða er á sænska þinginu þar sem ekkert hefur gengið að ná saman um nýja stjórn sem njóti stuðnings meirihluta þingsins.Óformleg samtöl Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, segir að hann muni veita flokkunum nokkra daga til að melta þá stöðu sem nú er uppi. Hann muni á þeim tíma eiga óformleg samtöl við flokksleiðtoga. Hann hafði áður tilnefnt Löfven sem nýjan forsætisráðherra, en eftir viðræður síðustu daga hefur Miðflokkurinn, sem er einn borgaralegu flokkanna, sagst munu greiða atkvæði gegn Löfven eftir að hafa áður opnað á samstarf. Lööf hefur lagt mikla áherslu á að ná saman um nýja stjórn flokka úr báðum blokkum, til að koma í veg fyrir að Svíþjóðardemókratar komist til áhrifa. Kosningar fóru fram í Svíþjóð þann 9. september síðastliðinn og hefur ekkert gengið að mynda nýja stjórn. Bæði þeim Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, og Stefan Löfven hefur mistekist að mynda starfhæfa stjórn. Hið sama á við um Lööf sem skilaði sínu stjórnarmyndunarumboði 22. nóvember.Snúin staða Afar snúin staða er á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Takist sænska þinginu ekki að samþykkja tillögu þingforseta um nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum þarf að boða til nýrra kosninga. Í byrjun nóvember hafnaði þingið tillögu þingforseta um Kristersson sem nýr forsætisráðherra. Hann sagðist vilja mynda minnihlutastjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Hringekjan byrjar aftur eftir að þingið hafnaði Kristersson Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, mun aftur þurfa að setjast niður með leiðtogum sænsku stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á þingi til að ræða um möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. 14. nóvember 2018 10:00 Munu greiða atkvæði um Löfven sem forsætisráðherra Sænski þingforsetinn hefur tilnefnt Stefan Löfven, formann Jafnaðarmannaflokksins og starfandi forsætisráðherra, sem næsta forsætisráðherra landsins. 23. nóvember 2018 09:54 Annie Lööf gefst upp Formaður sænska Miðflokksins segist hafa gefist upp í tilraunum sínum að mynda nýja ríkisstjórn sem nýtur stuðnings meirihluta sænska þingsins. 22. nóvember 2018 10:06 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Hringekjan byrjar aftur eftir að þingið hafnaði Kristersson Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, mun aftur þurfa að setjast niður með leiðtogum sænsku stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á þingi til að ræða um möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. 14. nóvember 2018 10:00
Munu greiða atkvæði um Löfven sem forsætisráðherra Sænski þingforsetinn hefur tilnefnt Stefan Löfven, formann Jafnaðarmannaflokksins og starfandi forsætisráðherra, sem næsta forsætisráðherra landsins. 23. nóvember 2018 09:54
Annie Lööf gefst upp Formaður sænska Miðflokksins segist hafa gefist upp í tilraunum sínum að mynda nýja ríkisstjórn sem nýtur stuðnings meirihluta sænska þingsins. 22. nóvember 2018 10:06