Nunnur stálu hálfri milljón dala og eyddu þýfinu í Las Vegas Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2018 14:17 St, James skólinn í Torrance, Kaliforníu. Vísir Nunnurnar Margaret Kreyper og Lana Chang eru sakaðar um að hafa stolið um hálfri milljón dala frá skólanum St. James í Kaliforníu yfir áratugaskeið. Þýfið munu nunnurnar hafa farið með til Las Vegas og gert sér glaða daga í spilavítum. Þrátt fyrir að nunnurnar hafi notað fjársvelta sjóði skólans eins og eigin sparibauka vilja yfirvöld kaþólsku kirkjunnar, sem reka skólann, ekki kæra þær. Kreuper var skólastjóri um langt skeið og starfaði hjá skólanum í tæp 28 ár. Chang var kennari og samkvæmt Washington Post eru þær góðar vinkonur. Þær eru báðar sestar í helgan stein. Fyrr á þessu ári bað fjölskylda eins nemanda um að skólinn gæfi þeim afrit af ávísun sem þau gáfu skólanum fyrir nokkrum árum. Við eftirgrennslan kom í ljós að ávísunin hefði ekki verið lögð inn á reikning skólans. Umfangsmikil rannsókn var sett í gang og forsvarsmenn skólans sögðu foreldrum nemenda að þær hefðu stolið um hálfri milljón og notað peningana til ferðalaga og eytt þeim í spilavítum. Í stað þess að setja peningana inn á rekstrarreikning skólans og notuðust þess í stað við gamlan reikning í eigu bankans sem var ekki lengur í notkun. Þær hafa viðurkennt sök. Þrátt fyrir það eru foreldrar ekki sáttir. Þau hafa um árabil gefið peninga til skólans og stórum hluta þeirra hefur verið stolið. Eins og áður segir þá vilja yfirvöld kirkjunnar ekki kæra nunnurnar fyrir þjófnaðinn því að regla þeirra ætlar að endurgreiða skólanum, samkvæmt yfirlýsingu.„Við vorum hraðbanki þeirra. Fólk veit það og þeir vilja ekki leita réttlætis,“ sagði eitt foreldri við Southern California News Group. Einhverjir foreldrar munu vera að leita eigin leiða til að kæra konurnar, án aðkomu kirkjunnar. Bandaríkin Trúmál Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Nunnurnar Margaret Kreyper og Lana Chang eru sakaðar um að hafa stolið um hálfri milljón dala frá skólanum St. James í Kaliforníu yfir áratugaskeið. Þýfið munu nunnurnar hafa farið með til Las Vegas og gert sér glaða daga í spilavítum. Þrátt fyrir að nunnurnar hafi notað fjársvelta sjóði skólans eins og eigin sparibauka vilja yfirvöld kaþólsku kirkjunnar, sem reka skólann, ekki kæra þær. Kreuper var skólastjóri um langt skeið og starfaði hjá skólanum í tæp 28 ár. Chang var kennari og samkvæmt Washington Post eru þær góðar vinkonur. Þær eru báðar sestar í helgan stein. Fyrr á þessu ári bað fjölskylda eins nemanda um að skólinn gæfi þeim afrit af ávísun sem þau gáfu skólanum fyrir nokkrum árum. Við eftirgrennslan kom í ljós að ávísunin hefði ekki verið lögð inn á reikning skólans. Umfangsmikil rannsókn var sett í gang og forsvarsmenn skólans sögðu foreldrum nemenda að þær hefðu stolið um hálfri milljón og notað peningana til ferðalaga og eytt þeim í spilavítum. Í stað þess að setja peningana inn á rekstrarreikning skólans og notuðust þess í stað við gamlan reikning í eigu bankans sem var ekki lengur í notkun. Þær hafa viðurkennt sök. Þrátt fyrir það eru foreldrar ekki sáttir. Þau hafa um árabil gefið peninga til skólans og stórum hluta þeirra hefur verið stolið. Eins og áður segir þá vilja yfirvöld kirkjunnar ekki kæra nunnurnar fyrir þjófnaðinn því að regla þeirra ætlar að endurgreiða skólanum, samkvæmt yfirlýsingu.„Við vorum hraðbanki þeirra. Fólk veit það og þeir vilja ekki leita réttlætis,“ sagði eitt foreldri við Southern California News Group. Einhverjir foreldrar munu vera að leita eigin leiða til að kæra konurnar, án aðkomu kirkjunnar.
Bandaríkin Trúmál Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira