Nunnur stálu hálfri milljón dala og eyddu þýfinu í Las Vegas Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2018 14:17 St, James skólinn í Torrance, Kaliforníu. Vísir Nunnurnar Margaret Kreyper og Lana Chang eru sakaðar um að hafa stolið um hálfri milljón dala frá skólanum St. James í Kaliforníu yfir áratugaskeið. Þýfið munu nunnurnar hafa farið með til Las Vegas og gert sér glaða daga í spilavítum. Þrátt fyrir að nunnurnar hafi notað fjársvelta sjóði skólans eins og eigin sparibauka vilja yfirvöld kaþólsku kirkjunnar, sem reka skólann, ekki kæra þær. Kreuper var skólastjóri um langt skeið og starfaði hjá skólanum í tæp 28 ár. Chang var kennari og samkvæmt Washington Post eru þær góðar vinkonur. Þær eru báðar sestar í helgan stein. Fyrr á þessu ári bað fjölskylda eins nemanda um að skólinn gæfi þeim afrit af ávísun sem þau gáfu skólanum fyrir nokkrum árum. Við eftirgrennslan kom í ljós að ávísunin hefði ekki verið lögð inn á reikning skólans. Umfangsmikil rannsókn var sett í gang og forsvarsmenn skólans sögðu foreldrum nemenda að þær hefðu stolið um hálfri milljón og notað peningana til ferðalaga og eytt þeim í spilavítum. Í stað þess að setja peningana inn á rekstrarreikning skólans og notuðust þess í stað við gamlan reikning í eigu bankans sem var ekki lengur í notkun. Þær hafa viðurkennt sök. Þrátt fyrir það eru foreldrar ekki sáttir. Þau hafa um árabil gefið peninga til skólans og stórum hluta þeirra hefur verið stolið. Eins og áður segir þá vilja yfirvöld kirkjunnar ekki kæra nunnurnar fyrir þjófnaðinn því að regla þeirra ætlar að endurgreiða skólanum, samkvæmt yfirlýsingu.„Við vorum hraðbanki þeirra. Fólk veit það og þeir vilja ekki leita réttlætis,“ sagði eitt foreldri við Southern California News Group. Einhverjir foreldrar munu vera að leita eigin leiða til að kæra konurnar, án aðkomu kirkjunnar. Bandaríkin Trúmál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Nunnurnar Margaret Kreyper og Lana Chang eru sakaðar um að hafa stolið um hálfri milljón dala frá skólanum St. James í Kaliforníu yfir áratugaskeið. Þýfið munu nunnurnar hafa farið með til Las Vegas og gert sér glaða daga í spilavítum. Þrátt fyrir að nunnurnar hafi notað fjársvelta sjóði skólans eins og eigin sparibauka vilja yfirvöld kaþólsku kirkjunnar, sem reka skólann, ekki kæra þær. Kreuper var skólastjóri um langt skeið og starfaði hjá skólanum í tæp 28 ár. Chang var kennari og samkvæmt Washington Post eru þær góðar vinkonur. Þær eru báðar sestar í helgan stein. Fyrr á þessu ári bað fjölskylda eins nemanda um að skólinn gæfi þeim afrit af ávísun sem þau gáfu skólanum fyrir nokkrum árum. Við eftirgrennslan kom í ljós að ávísunin hefði ekki verið lögð inn á reikning skólans. Umfangsmikil rannsókn var sett í gang og forsvarsmenn skólans sögðu foreldrum nemenda að þær hefðu stolið um hálfri milljón og notað peningana til ferðalaga og eytt þeim í spilavítum. Í stað þess að setja peningana inn á rekstrarreikning skólans og notuðust þess í stað við gamlan reikning í eigu bankans sem var ekki lengur í notkun. Þær hafa viðurkennt sök. Þrátt fyrir það eru foreldrar ekki sáttir. Þau hafa um árabil gefið peninga til skólans og stórum hluta þeirra hefur verið stolið. Eins og áður segir þá vilja yfirvöld kirkjunnar ekki kæra nunnurnar fyrir þjófnaðinn því að regla þeirra ætlar að endurgreiða skólanum, samkvæmt yfirlýsingu.„Við vorum hraðbanki þeirra. Fólk veit það og þeir vilja ekki leita réttlætis,“ sagði eitt foreldri við Southern California News Group. Einhverjir foreldrar munu vera að leita eigin leiða til að kæra konurnar, án aðkomu kirkjunnar.
Bandaríkin Trúmál Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira