Teitur kleif Mont Blanc í óveðri á sama tíma og þrír ítalskir fjallgöngumenn létu lífið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2018 13:08 Aðsend mynd frá Teiti Þorkelssyni Björgunarmenn í Frakklandi hafa fundið lík þriggja ítalskra fjallgöngumanna, sem létu lífið í óveðri á Mont Blanc í fyrradag. Á sama tíma var fjallagarpurinn Teitur Þorkelsson að klífa fjallið ásamt bróður sínum. Þeir bræður ákváðu að fara niður af fjallinu áður en óveðrið kæmist í hámark. Í fyrradag voru bræðurnir Teitur og Baldur Helgi Þorkelssynir staddir á Mont Blanc du Tacul. Þegar þeir komu að örmjóum hrygg skall á mikið óveður þar sem þeir festust á eftir hægfara göngugörpum. „Við göngum af stað þennan hrygg en þá er komin mikil þoka. Það verður alltaf hvassara og hvassara. Svo þegar við erum komnir hálfa leið upp á hrygginn þá lendum við fyrir aftan annan hóp göngumanna sem eru alveg rosalega hægfara og stífla leiðina. Við vorum farnir að skríða á fjórum fótum til að skýla okkur“ segir Teitur Þorkelsson.Aðsend mynd frá Teiti ÞorkelssyniÞá segir Teitur að vegna þess hve mjór hryggurinn er hafi ekki verið unnt að taka fram úr næstu mönnum og því þurftu þeir að bíða á hryggnum í um hálftíma. „Ég myndi ekki vilja fara fram úr einhverju fólki í svona veðri. Þetta er ein mjó 40 cm lína sem þú getur gengið á. Svo ef þú ferð út fyrir hana þá ert þú í hættu staddur. Svo vill maður ekki fara framúr einhverju liði sem er greinilega ekki í fullu formi,“ segir Teitur. Þrír Ítalir létust á svæðinu í gær en Teitur var var við björgunarteymi sem hann segir að hafi flogið ört á milli staða. Hann segir fólk hafa klifið af stað þrátt fyrir vonskuveður. „Þegar við vorum á leiðinni niður eftir að veðrið var byrjað, þá sjáum við að fólk er á leiðinni upp þrátt fyrir snjókomu og vonskuveður. Maður hugsaði bara, hvað er folk að pæla. Þeir bræður eru komnir í smábæ í Sviss og hyggjast reyna við hærri fjöll á næstu dögum. Aðsend mynd frá Teiti ÞorkelssyniAðsend mynd frá Teiti Þorkelssyni Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Björgunarmenn í Frakklandi hafa fundið lík þriggja ítalskra fjallgöngumanna, sem létu lífið í óveðri á Mont Blanc í fyrradag. Á sama tíma var fjallagarpurinn Teitur Þorkelsson að klífa fjallið ásamt bróður sínum. Þeir bræður ákváðu að fara niður af fjallinu áður en óveðrið kæmist í hámark. Í fyrradag voru bræðurnir Teitur og Baldur Helgi Þorkelssynir staddir á Mont Blanc du Tacul. Þegar þeir komu að örmjóum hrygg skall á mikið óveður þar sem þeir festust á eftir hægfara göngugörpum. „Við göngum af stað þennan hrygg en þá er komin mikil þoka. Það verður alltaf hvassara og hvassara. Svo þegar við erum komnir hálfa leið upp á hrygginn þá lendum við fyrir aftan annan hóp göngumanna sem eru alveg rosalega hægfara og stífla leiðina. Við vorum farnir að skríða á fjórum fótum til að skýla okkur“ segir Teitur Þorkelsson.Aðsend mynd frá Teiti ÞorkelssyniÞá segir Teitur að vegna þess hve mjór hryggurinn er hafi ekki verið unnt að taka fram úr næstu mönnum og því þurftu þeir að bíða á hryggnum í um hálftíma. „Ég myndi ekki vilja fara fram úr einhverju fólki í svona veðri. Þetta er ein mjó 40 cm lína sem þú getur gengið á. Svo ef þú ferð út fyrir hana þá ert þú í hættu staddur. Svo vill maður ekki fara framúr einhverju liði sem er greinilega ekki í fullu formi,“ segir Teitur. Þrír Ítalir létust á svæðinu í gær en Teitur var var við björgunarteymi sem hann segir að hafi flogið ört á milli staða. Hann segir fólk hafa klifið af stað þrátt fyrir vonskuveður. „Þegar við vorum á leiðinni niður eftir að veðrið var byrjað, þá sjáum við að fólk er á leiðinni upp þrátt fyrir snjókomu og vonskuveður. Maður hugsaði bara, hvað er folk að pæla. Þeir bræður eru komnir í smábæ í Sviss og hyggjast reyna við hærri fjöll á næstu dögum. Aðsend mynd frá Teiti ÞorkelssyniAðsend mynd frá Teiti Þorkelssyni
Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira