Teitur kleif Mont Blanc í óveðri á sama tíma og þrír ítalskir fjallgöngumenn létu lífið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2018 13:08 Aðsend mynd frá Teiti Þorkelssyni Björgunarmenn í Frakklandi hafa fundið lík þriggja ítalskra fjallgöngumanna, sem létu lífið í óveðri á Mont Blanc í fyrradag. Á sama tíma var fjallagarpurinn Teitur Þorkelsson að klífa fjallið ásamt bróður sínum. Þeir bræður ákváðu að fara niður af fjallinu áður en óveðrið kæmist í hámark. Í fyrradag voru bræðurnir Teitur og Baldur Helgi Þorkelssynir staddir á Mont Blanc du Tacul. Þegar þeir komu að örmjóum hrygg skall á mikið óveður þar sem þeir festust á eftir hægfara göngugörpum. „Við göngum af stað þennan hrygg en þá er komin mikil þoka. Það verður alltaf hvassara og hvassara. Svo þegar við erum komnir hálfa leið upp á hrygginn þá lendum við fyrir aftan annan hóp göngumanna sem eru alveg rosalega hægfara og stífla leiðina. Við vorum farnir að skríða á fjórum fótum til að skýla okkur“ segir Teitur Þorkelsson.Aðsend mynd frá Teiti ÞorkelssyniÞá segir Teitur að vegna þess hve mjór hryggurinn er hafi ekki verið unnt að taka fram úr næstu mönnum og því þurftu þeir að bíða á hryggnum í um hálftíma. „Ég myndi ekki vilja fara fram úr einhverju fólki í svona veðri. Þetta er ein mjó 40 cm lína sem þú getur gengið á. Svo ef þú ferð út fyrir hana þá ert þú í hættu staddur. Svo vill maður ekki fara framúr einhverju liði sem er greinilega ekki í fullu formi,“ segir Teitur. Þrír Ítalir létust á svæðinu í gær en Teitur var var við björgunarteymi sem hann segir að hafi flogið ört á milli staða. Hann segir fólk hafa klifið af stað þrátt fyrir vonskuveður. „Þegar við vorum á leiðinni niður eftir að veðrið var byrjað, þá sjáum við að fólk er á leiðinni upp þrátt fyrir snjókomu og vonskuveður. Maður hugsaði bara, hvað er folk að pæla. Þeir bræður eru komnir í smábæ í Sviss og hyggjast reyna við hærri fjöll á næstu dögum. Aðsend mynd frá Teiti ÞorkelssyniAðsend mynd frá Teiti Þorkelssyni Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Björgunarmenn í Frakklandi hafa fundið lík þriggja ítalskra fjallgöngumanna, sem létu lífið í óveðri á Mont Blanc í fyrradag. Á sama tíma var fjallagarpurinn Teitur Þorkelsson að klífa fjallið ásamt bróður sínum. Þeir bræður ákváðu að fara niður af fjallinu áður en óveðrið kæmist í hámark. Í fyrradag voru bræðurnir Teitur og Baldur Helgi Þorkelssynir staddir á Mont Blanc du Tacul. Þegar þeir komu að örmjóum hrygg skall á mikið óveður þar sem þeir festust á eftir hægfara göngugörpum. „Við göngum af stað þennan hrygg en þá er komin mikil þoka. Það verður alltaf hvassara og hvassara. Svo þegar við erum komnir hálfa leið upp á hrygginn þá lendum við fyrir aftan annan hóp göngumanna sem eru alveg rosalega hægfara og stífla leiðina. Við vorum farnir að skríða á fjórum fótum til að skýla okkur“ segir Teitur Þorkelsson.Aðsend mynd frá Teiti ÞorkelssyniÞá segir Teitur að vegna þess hve mjór hryggurinn er hafi ekki verið unnt að taka fram úr næstu mönnum og því þurftu þeir að bíða á hryggnum í um hálftíma. „Ég myndi ekki vilja fara fram úr einhverju fólki í svona veðri. Þetta er ein mjó 40 cm lína sem þú getur gengið á. Svo ef þú ferð út fyrir hana þá ert þú í hættu staddur. Svo vill maður ekki fara framúr einhverju liði sem er greinilega ekki í fullu formi,“ segir Teitur. Þrír Ítalir létust á svæðinu í gær en Teitur var var við björgunarteymi sem hann segir að hafi flogið ört á milli staða. Hann segir fólk hafa klifið af stað þrátt fyrir vonskuveður. „Þegar við vorum á leiðinni niður eftir að veðrið var byrjað, þá sjáum við að fólk er á leiðinni upp þrátt fyrir snjókomu og vonskuveður. Maður hugsaði bara, hvað er folk að pæla. Þeir bræður eru komnir í smábæ í Sviss og hyggjast reyna við hærri fjöll á næstu dögum. Aðsend mynd frá Teiti ÞorkelssyniAðsend mynd frá Teiti Þorkelssyni
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira