Teitur kleif Mont Blanc í óveðri á sama tíma og þrír ítalskir fjallgöngumenn létu lífið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2018 13:08 Aðsend mynd frá Teiti Þorkelssyni Björgunarmenn í Frakklandi hafa fundið lík þriggja ítalskra fjallgöngumanna, sem létu lífið í óveðri á Mont Blanc í fyrradag. Á sama tíma var fjallagarpurinn Teitur Þorkelsson að klífa fjallið ásamt bróður sínum. Þeir bræður ákváðu að fara niður af fjallinu áður en óveðrið kæmist í hámark. Í fyrradag voru bræðurnir Teitur og Baldur Helgi Þorkelssynir staddir á Mont Blanc du Tacul. Þegar þeir komu að örmjóum hrygg skall á mikið óveður þar sem þeir festust á eftir hægfara göngugörpum. „Við göngum af stað þennan hrygg en þá er komin mikil þoka. Það verður alltaf hvassara og hvassara. Svo þegar við erum komnir hálfa leið upp á hrygginn þá lendum við fyrir aftan annan hóp göngumanna sem eru alveg rosalega hægfara og stífla leiðina. Við vorum farnir að skríða á fjórum fótum til að skýla okkur“ segir Teitur Þorkelsson.Aðsend mynd frá Teiti ÞorkelssyniÞá segir Teitur að vegna þess hve mjór hryggurinn er hafi ekki verið unnt að taka fram úr næstu mönnum og því þurftu þeir að bíða á hryggnum í um hálftíma. „Ég myndi ekki vilja fara fram úr einhverju fólki í svona veðri. Þetta er ein mjó 40 cm lína sem þú getur gengið á. Svo ef þú ferð út fyrir hana þá ert þú í hættu staddur. Svo vill maður ekki fara framúr einhverju liði sem er greinilega ekki í fullu formi,“ segir Teitur. Þrír Ítalir létust á svæðinu í gær en Teitur var var við björgunarteymi sem hann segir að hafi flogið ört á milli staða. Hann segir fólk hafa klifið af stað þrátt fyrir vonskuveður. „Þegar við vorum á leiðinni niður eftir að veðrið var byrjað, þá sjáum við að fólk er á leiðinni upp þrátt fyrir snjókomu og vonskuveður. Maður hugsaði bara, hvað er folk að pæla. Þeir bræður eru komnir í smábæ í Sviss og hyggjast reyna við hærri fjöll á næstu dögum. Aðsend mynd frá Teiti ÞorkelssyniAðsend mynd frá Teiti Þorkelssyni Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Sjá meira
Björgunarmenn í Frakklandi hafa fundið lík þriggja ítalskra fjallgöngumanna, sem létu lífið í óveðri á Mont Blanc í fyrradag. Á sama tíma var fjallagarpurinn Teitur Þorkelsson að klífa fjallið ásamt bróður sínum. Þeir bræður ákváðu að fara niður af fjallinu áður en óveðrið kæmist í hámark. Í fyrradag voru bræðurnir Teitur og Baldur Helgi Þorkelssynir staddir á Mont Blanc du Tacul. Þegar þeir komu að örmjóum hrygg skall á mikið óveður þar sem þeir festust á eftir hægfara göngugörpum. „Við göngum af stað þennan hrygg en þá er komin mikil þoka. Það verður alltaf hvassara og hvassara. Svo þegar við erum komnir hálfa leið upp á hrygginn þá lendum við fyrir aftan annan hóp göngumanna sem eru alveg rosalega hægfara og stífla leiðina. Við vorum farnir að skríða á fjórum fótum til að skýla okkur“ segir Teitur Þorkelsson.Aðsend mynd frá Teiti ÞorkelssyniÞá segir Teitur að vegna þess hve mjór hryggurinn er hafi ekki verið unnt að taka fram úr næstu mönnum og því þurftu þeir að bíða á hryggnum í um hálftíma. „Ég myndi ekki vilja fara fram úr einhverju fólki í svona veðri. Þetta er ein mjó 40 cm lína sem þú getur gengið á. Svo ef þú ferð út fyrir hana þá ert þú í hættu staddur. Svo vill maður ekki fara framúr einhverju liði sem er greinilega ekki í fullu formi,“ segir Teitur. Þrír Ítalir létust á svæðinu í gær en Teitur var var við björgunarteymi sem hann segir að hafi flogið ört á milli staða. Hann segir fólk hafa klifið af stað þrátt fyrir vonskuveður. „Þegar við vorum á leiðinni niður eftir að veðrið var byrjað, þá sjáum við að fólk er á leiðinni upp þrátt fyrir snjókomu og vonskuveður. Maður hugsaði bara, hvað er folk að pæla. Þeir bræður eru komnir í smábæ í Sviss og hyggjast reyna við hærri fjöll á næstu dögum. Aðsend mynd frá Teiti ÞorkelssyniAðsend mynd frá Teiti Þorkelssyni
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Sjá meira