Telur staðgöngumæðrunarþjónustu ekki brjóta íslensk lög Kristín Ýrr Gunnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 10:37 Ísraelska staðgöngumæðrunarfyrirtækið Tammuz Nordic ætlar að bjóða íslendingum upp á milligöngu um staðgöngumæðrun í haust en innan Íslands er hún ólögleg. Forsvarsmaður fyrirtækisins fullyrðir að þjónustan stangist ekki á við íslenska löggjöf. Mikkel Raahede, forsvarsmaður fyrirtækisins, segir það þó ekki ólöglegt fyrir Íslendinga að leita erlendis eftir þjónustunni. „Það að finna staðgöngumóður á Íslandi og undirgangast ferlið á Íslandi væri ólöglegt. En það er í raun löglegt fyrir íslenska ríkisborgara að fara til annarra landa þar sem þetta er heimilt, undirgangast staðgönguferlið þar og koma síðan heim með börn sín,” segir hann. Aðspurður afhverju Ísland varð fyrir valinu segir hann beiðnir hafa borist héðan um milligöngu og að hann trúi því að staðgöngumæðrun eigi að vera raunhæfur valkostur sem fólk á að vita um. Staðgöngumæðrun hefur lengi verið umdeild hér á landi en árið 2015 var lagt fyrir alþingi frumvarp til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Í frumvarpinu var gengið út frá því að milliganga sem þessi væri óheimil. Frumvarpið var aldrei samþykkt á Alþingi. Mikkeler bendir á að það er vandað til verka hjá þeim og mjög ströngum reglum sé fylgt. „Staðgönguferlið yrði að fara fram í Bandaríkjunum, Úkraínu eða í Albaníu. Það er löglegt í fleiri löndum en við viljum ekki vinna þar af því að siðareglur um málefnið eru vafasamar. Þannig vinnum við ekki. Við erum mjög nákvæm þegar við veljum konurnar. Við förum eftir fjölda viðmiðana við valið og vinnum úr stórum hópi kvenna áður en þær eru valdar inn því það er afar mikilvægt að við finnum alveg réttu konurnar,” bendir hann á. Aðspurður hvort hann telji fyrirtækið vera að fara framhjá íslenskri löggjöf telur hann svo ekki vera. „Ég tel okkur ekki fara í kringum reglurnar því það er yfir 30 ára reynsla á staðgöngumæðrun í Bandaríkjunum. Þessi aðferð við að skapa fjölskyldu er réttmæt. Ég tel ósanngjarnt að fólk sé svift þessum möguleika bara af því að það hefur ólíka kynhneigð eða ef kona fæðist án legs. Þetta fólk getur samt orðið foreldrar. Fjöldi fólks getur hjálpað því að gerast foreldrar og ég tel að við eigum að gera því kleift að gera það.” Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Ísraelska staðgöngumæðrunarfyrirtækið Tammuz Nordic ætlar að bjóða íslendingum upp á milligöngu um staðgöngumæðrun í haust en innan Íslands er hún ólögleg. Forsvarsmaður fyrirtækisins fullyrðir að þjónustan stangist ekki á við íslenska löggjöf. Mikkel Raahede, forsvarsmaður fyrirtækisins, segir það þó ekki ólöglegt fyrir Íslendinga að leita erlendis eftir þjónustunni. „Það að finna staðgöngumóður á Íslandi og undirgangast ferlið á Íslandi væri ólöglegt. En það er í raun löglegt fyrir íslenska ríkisborgara að fara til annarra landa þar sem þetta er heimilt, undirgangast staðgönguferlið þar og koma síðan heim með börn sín,” segir hann. Aðspurður afhverju Ísland varð fyrir valinu segir hann beiðnir hafa borist héðan um milligöngu og að hann trúi því að staðgöngumæðrun eigi að vera raunhæfur valkostur sem fólk á að vita um. Staðgöngumæðrun hefur lengi verið umdeild hér á landi en árið 2015 var lagt fyrir alþingi frumvarp til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Í frumvarpinu var gengið út frá því að milliganga sem þessi væri óheimil. Frumvarpið var aldrei samþykkt á Alþingi. Mikkeler bendir á að það er vandað til verka hjá þeim og mjög ströngum reglum sé fylgt. „Staðgönguferlið yrði að fara fram í Bandaríkjunum, Úkraínu eða í Albaníu. Það er löglegt í fleiri löndum en við viljum ekki vinna þar af því að siðareglur um málefnið eru vafasamar. Þannig vinnum við ekki. Við erum mjög nákvæm þegar við veljum konurnar. Við förum eftir fjölda viðmiðana við valið og vinnum úr stórum hópi kvenna áður en þær eru valdar inn því það er afar mikilvægt að við finnum alveg réttu konurnar,” bendir hann á. Aðspurður hvort hann telji fyrirtækið vera að fara framhjá íslenskri löggjöf telur hann svo ekki vera. „Ég tel okkur ekki fara í kringum reglurnar því það er yfir 30 ára reynsla á staðgöngumæðrun í Bandaríkjunum. Þessi aðferð við að skapa fjölskyldu er réttmæt. Ég tel ósanngjarnt að fólk sé svift þessum möguleika bara af því að það hefur ólíka kynhneigð eða ef kona fæðist án legs. Þetta fólk getur samt orðið foreldrar. Fjöldi fólks getur hjálpað því að gerast foreldrar og ég tel að við eigum að gera því kleift að gera það.”
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira