Skortir gögn um trampólíngarð Sveinn Arnarsson skrifar 10. febrúar 2018 09:00 Ekki er öruggt að börn sem slasast hafa í Trampólingarðinum nái sér að fullu. Fréttablaðið/Eyþór Stjórnsýsla Trampólíngarðurinn Skypark í Urðarhvarfi hefur ekki sent Heilbrigðiseftirlitinu fullnægjandi gögn um það hvernig öryggi gesta er tryggt meðan á dvöl stendur og neyðaráætlun ef slys verða. Fyrirtækið hefur ekki heldur sýnt fram á að tækin uppfylli kröfur sem fram koma í stöðlum um leikvallatæki. Eftirlitinu hafa á síðustu mánuðum borist ábendingar um háa slysatíðni í garðinum og því er fyrirtækið og starfsemi þess til skoðunar. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis sendi fyrirtækinu bréf þess efnis þann 21. desember síðastliðinn og óskaði gagna fyrir 15. janúar. Eftirlitinu hafa ekki enn borist gögnin. Starfsleyfi fyrir starfsemina hefur ekki enn verið gefið út þar sem mikilvæg gögn vantar. „Við óskum eftir gögnum en höfum ekki fengið í hendurnar. Því getum við ekki gefið út starfsleyfi því við þurfum að yfirfara gögnin áður en það er gert,“ segir Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsHafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Örn Ægisson, eigandi Skypark, segist í samtali við Fréttablaðið vera búinn að skila gögnum. Þegar blaðamaður spyr hvenær hann hafi skilað þeim vill hann ekki ræða málið frekar og segir það einkamál sitt og fyrirtækisins. Fréttablaðið sagði frá því þann 15. nóvember í fyrra að komum vegna trampólínslysa hefði fjölgað mikið á Landspítalanum og væri það rakið til slysa í téðum garði. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sagði þá mörg alvarleg slys hafa orðið. „Börn sem hafa lent í þeim slysum hafa sum þurft á aðgerð að halda og ekki er öruggt að þau nái sér að fullu,“ sagði Jón Magnús. Herdís Storgaard, hjá Miðstöð slysavarna barna, hafði sömuleiðis fengið ábendingar um alvarleg slys á börnum. „Ég hef fengið þó nokkrar ábendingar um þetta fyrirtæki frá foreldrum. Vandamálið er hins vegar stjórnvalda. Kröfur þeirra eru takmarkaðar og áhuginn virðist vera lítill,“ sagði Herdís þá í samtali við blaðið. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Engir öryggisstaðlar fyrir trampolíngarð Trampólíngarðurinn í Kópavogi er til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti Kópavogs eftir ábendingar frá lögreglu sem hefur farið í fimm útköll í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Ekki er gerð sérstök öryggisúttekt á skemmtigörðum sem þessum við opnun enda kveða reglur ekki á um það. 16. nóvember 2017 20:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Stjórnsýsla Trampólíngarðurinn Skypark í Urðarhvarfi hefur ekki sent Heilbrigðiseftirlitinu fullnægjandi gögn um það hvernig öryggi gesta er tryggt meðan á dvöl stendur og neyðaráætlun ef slys verða. Fyrirtækið hefur ekki heldur sýnt fram á að tækin uppfylli kröfur sem fram koma í stöðlum um leikvallatæki. Eftirlitinu hafa á síðustu mánuðum borist ábendingar um háa slysatíðni í garðinum og því er fyrirtækið og starfsemi þess til skoðunar. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis sendi fyrirtækinu bréf þess efnis þann 21. desember síðastliðinn og óskaði gagna fyrir 15. janúar. Eftirlitinu hafa ekki enn borist gögnin. Starfsleyfi fyrir starfsemina hefur ekki enn verið gefið út þar sem mikilvæg gögn vantar. „Við óskum eftir gögnum en höfum ekki fengið í hendurnar. Því getum við ekki gefið út starfsleyfi því við þurfum að yfirfara gögnin áður en það er gert,“ segir Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsHafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Örn Ægisson, eigandi Skypark, segist í samtali við Fréttablaðið vera búinn að skila gögnum. Þegar blaðamaður spyr hvenær hann hafi skilað þeim vill hann ekki ræða málið frekar og segir það einkamál sitt og fyrirtækisins. Fréttablaðið sagði frá því þann 15. nóvember í fyrra að komum vegna trampólínslysa hefði fjölgað mikið á Landspítalanum og væri það rakið til slysa í téðum garði. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sagði þá mörg alvarleg slys hafa orðið. „Börn sem hafa lent í þeim slysum hafa sum þurft á aðgerð að halda og ekki er öruggt að þau nái sér að fullu,“ sagði Jón Magnús. Herdís Storgaard, hjá Miðstöð slysavarna barna, hafði sömuleiðis fengið ábendingar um alvarleg slys á börnum. „Ég hef fengið þó nokkrar ábendingar um þetta fyrirtæki frá foreldrum. Vandamálið er hins vegar stjórnvalda. Kröfur þeirra eru takmarkaðar og áhuginn virðist vera lítill,“ sagði Herdís þá í samtali við blaðið.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Engir öryggisstaðlar fyrir trampolíngarð Trampólíngarðurinn í Kópavogi er til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti Kópavogs eftir ábendingar frá lögreglu sem hefur farið í fimm útköll í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Ekki er gerð sérstök öryggisúttekt á skemmtigörðum sem þessum við opnun enda kveða reglur ekki á um það. 16. nóvember 2017 20:00 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Engir öryggisstaðlar fyrir trampolíngarð Trampólíngarðurinn í Kópavogi er til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti Kópavogs eftir ábendingar frá lögreglu sem hefur farið í fimm útköll í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Ekki er gerð sérstök öryggisúttekt á skemmtigörðum sem þessum við opnun enda kveða reglur ekki á um það. 16. nóvember 2017 20:00