Engir öryggisstaðlar fyrir trampolíngarð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2017 20:00 Trampólíngarðurinn í Kópavogi er til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti Kópavogs eftir ábendingar frá lögreglu sem hefur farið í fimm útköll í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Ekki er gerð sérstök öryggisúttekt á skemmtigörðum sem þessum við opnun enda kveða reglur ekki á um það. Fréttablaðið og Stöð 2 greindu í gær frá stórauknum fjölda trampolínslysa. Í september og október komu fimmtíu einstaklingar á bráðamóttökuna vegna slíkra slysa samanborið við átta á sama tíma í fyrra. Áverkar eru í sumum tilvikum alvarlegir og má að sögn lækna rekja nokkurn fjölda slysanna til trampolínsgarðs í Kópavogi. Heilbrigðiseftirlit Hafnafjarðar og Kópavogssvæðis fer með eftirlit með garðinum og er hann nú til sérstakrar skoðunar eftir ábendingar frá lögreglu. Fyrirhugað er að fara á vettvang og gera úttekt á svæðinu auk þess að kalla eftir gögnum. Að sögn lögreglu hefur verið farið í fimm útköll vegna slysa í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan.Guðmundur H. EinarssonSkemmtigarðar sem trampolíngarðurinn er flokkaðir sem íþróttahús hjá heilbrigðiseftirlitinu og falla undir reglugerð um hollustuhætti. Fyrir opnun var farið í úttekt á staðnum og athugað hvort frágangur samræmdist 14. gr. reglugerðarinnar en hún kveður að mestu á um hreinlæti en ekki öryggi. Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins segir enga sérstaka öryggisúttekt gerða á svæðum sem þessum enda kveða reglur ekki á um slíkt eftirlit. „Ef það eru til staðlar þá eiga þau að uppfylla staðlana," segir Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar og Kópavogssvæðis. Eru til staðlar fyrir svona svæði? „Ég bara get ekki svarað því hér og nú, það er eitt af þessu sem við skoðum. Af því þú nefndir trampolíngarð að þá er þetta fyrsta starfsemin sem við erum með," segir Guðmundur. Þannig það eru engar öryggisprófanir sérstaklega? „Ekki svo mér sé kunnugt. En það getur verið að framleiðandi tækisins hafi mjög góðar leiðbeiningar," segir Guðmundur. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Trampólíngarðurinn í Kópavogi er til skoðunar hjá Heilbrigðiseftirliti Kópavogs eftir ábendingar frá lögreglu sem hefur farið í fimm útköll í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. Ekki er gerð sérstök öryggisúttekt á skemmtigörðum sem þessum við opnun enda kveða reglur ekki á um það. Fréttablaðið og Stöð 2 greindu í gær frá stórauknum fjölda trampolínslysa. Í september og október komu fimmtíu einstaklingar á bráðamóttökuna vegna slíkra slysa samanborið við átta á sama tíma í fyrra. Áverkar eru í sumum tilvikum alvarlegir og má að sögn lækna rekja nokkurn fjölda slysanna til trampolínsgarðs í Kópavogi. Heilbrigðiseftirlit Hafnafjarðar og Kópavogssvæðis fer með eftirlit með garðinum og er hann nú til sérstakrar skoðunar eftir ábendingar frá lögreglu. Fyrirhugað er að fara á vettvang og gera úttekt á svæðinu auk þess að kalla eftir gögnum. Að sögn lögreglu hefur verið farið í fimm útköll vegna slysa í garðinum frá opnun fyrir tæpum þremur mánuðum síðan.Guðmundur H. EinarssonSkemmtigarðar sem trampolíngarðurinn er flokkaðir sem íþróttahús hjá heilbrigðiseftirlitinu og falla undir reglugerð um hollustuhætti. Fyrir opnun var farið í úttekt á staðnum og athugað hvort frágangur samræmdist 14. gr. reglugerðarinnar en hún kveður að mestu á um hreinlæti en ekki öryggi. Framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins segir enga sérstaka öryggisúttekt gerða á svæðum sem þessum enda kveða reglur ekki á um slíkt eftirlit. „Ef það eru til staðlar þá eiga þau að uppfylla staðlana," segir Guðmundur H. Einarsson, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar og Kópavogssvæðis. Eru til staðlar fyrir svona svæði? „Ég bara get ekki svarað því hér og nú, það er eitt af þessu sem við skoðum. Af því þú nefndir trampolíngarð að þá er þetta fyrsta starfsemin sem við erum með," segir Guðmundur. Þannig það eru engar öryggisprófanir sérstaklega? „Ekki svo mér sé kunnugt. En það getur verið að framleiðandi tækisins hafi mjög góðar leiðbeiningar," segir Guðmundur.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira