Frumfluttu nýtt þjóðlag sem útskýrir hvers vegna Katla gaus 1918 Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. júlí 2018 20:00 Bæði mannfólk, álfar og tröll koma við sögu í nýju þjóðlagi sem frumflutt var í dag. Lagið er samið af nokkrum krökkum sem að undanförnu hafa sótt söngsmiðju í tilefni af hundrað ára afmæli fullveldis á Íslandi. Hópur ungra tónlistarmanna var að hita upp fyrir Sönghátíð í Hafnarborg þegar fréttastofa leit við síðdegis í dag. Krakkarnir hafa undanfarna daga sótt söngsmiðju og notið leiðsagnar reyndra tónlistarmanna, þeirra Ingibjargar Fríðu Helgadóttur og Sigurðar Inga Einarssonar. „Við vorum að vinna bæði með þjóðlög sem eru til, íslensk og erlend, svo erum við með þjóðsögur, sögðum þeim nýja og nýja þjóðsögu á hverjum degi og bjuggum svo til einhverja skemmtilega dagskrá í kringum það,“ segir Ingibjörg Fríða. Að lokum samdi hópurinn svo sína eigin þjóðsögu og þjóðlag. „Það er spurning hvort þessi saga og þetta lag lifi eftir 300 ár,“ segir Siggi. Í þjóðlaginu sem krakkarnir sömdu og leit dagsins ljóss í dag koma ýmsar vættir við sögu. Sagan gerist árið 1918 og í sögunni er leitast við að útskýra hvers vegna eldgos varð í Kötlu. Samkvæmt sögunni verður jarðskjálfti þegar tröll spila saman tónlist en þegar álfar spila saman verður eldgos. Svo vildi til að tröllahljómsveit og álfahljómsveit voru bókaðar á sama stað á sama tíma. Þegar þessar tvær hljómsveitir spiluðu saman varð þetta líka stóra eldgos í Kötlu samkvæmt þjóðsögu krakkanna. Söngsmiðjan er þó aðeins einn liður í sönghátíðinni í Hafnarborg sem hófst í síðustu viku. „Þetta er hátíð sem að heldur upp á list raddarinnar og þar sem fólk syngur einsöng og syngur samsöng og barrokk tónlist en mjög mikið íslenska tónlist, íslenskt þema er svona gegnum gangandi í gegnum hátíðina í ár og hátíðin er hluti af fullveldishátíðinni,“ segir Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, söngkona og stjórnandi Sönghátíðar í Hafnarborg. Upphitun í fullum gangi.Visir/Elín Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Bæði mannfólk, álfar og tröll koma við sögu í nýju þjóðlagi sem frumflutt var í dag. Lagið er samið af nokkrum krökkum sem að undanförnu hafa sótt söngsmiðju í tilefni af hundrað ára afmæli fullveldis á Íslandi. Hópur ungra tónlistarmanna var að hita upp fyrir Sönghátíð í Hafnarborg þegar fréttastofa leit við síðdegis í dag. Krakkarnir hafa undanfarna daga sótt söngsmiðju og notið leiðsagnar reyndra tónlistarmanna, þeirra Ingibjargar Fríðu Helgadóttur og Sigurðar Inga Einarssonar. „Við vorum að vinna bæði með þjóðlög sem eru til, íslensk og erlend, svo erum við með þjóðsögur, sögðum þeim nýja og nýja þjóðsögu á hverjum degi og bjuggum svo til einhverja skemmtilega dagskrá í kringum það,“ segir Ingibjörg Fríða. Að lokum samdi hópurinn svo sína eigin þjóðsögu og þjóðlag. „Það er spurning hvort þessi saga og þetta lag lifi eftir 300 ár,“ segir Siggi. Í þjóðlaginu sem krakkarnir sömdu og leit dagsins ljóss í dag koma ýmsar vættir við sögu. Sagan gerist árið 1918 og í sögunni er leitast við að útskýra hvers vegna eldgos varð í Kötlu. Samkvæmt sögunni verður jarðskjálfti þegar tröll spila saman tónlist en þegar álfar spila saman verður eldgos. Svo vildi til að tröllahljómsveit og álfahljómsveit voru bókaðar á sama stað á sama tíma. Þegar þessar tvær hljómsveitir spiluðu saman varð þetta líka stóra eldgos í Kötlu samkvæmt þjóðsögu krakkanna. Söngsmiðjan er þó aðeins einn liður í sönghátíðinni í Hafnarborg sem hófst í síðustu viku. „Þetta er hátíð sem að heldur upp á list raddarinnar og þar sem fólk syngur einsöng og syngur samsöng og barrokk tónlist en mjög mikið íslenska tónlist, íslenskt þema er svona gegnum gangandi í gegnum hátíðina í ár og hátíðin er hluti af fullveldishátíðinni,“ segir Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, söngkona og stjórnandi Sönghátíðar í Hafnarborg. Upphitun í fullum gangi.Visir/Elín
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent