Innlent

Oslóartréð fellt í Heiðmörk í morgun

Andri Eysteinsson skrifar
Þórdís Lóa ásamt sendiherrum Noregs og Færeyja í Heiðmörk.
Þórdís Lóa ásamt sendiherrum Noregs og Færeyja í Heiðmörk. Reykjavíkurborg
Oslóartréð var fellt á skógræktarsvæði Skógræktarfélags Reykjavíkur í Heiðmörk í morgun.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, felldi tréð og naut hún liðsinnis starfsmanna Skógræktarfélagsins við verkið. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar.

Vel gekk að fella tréð og eftir mælingar var ljóst að tréð er 14,5 metra langt sitkagrenitré og er um 50 ára gamalt. Tréð verður sett upp á Austurvelli og jólaljósin tendruð á því 2. desember næstkomandi.

Reykjavíkurborg færir Þórshafnarbúum einnig tré að gjöf. Tréð var fellt í mánuðinum og er komið í skip Eimskipa. Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar mun tendra ljósin  á trénu á Tinghúsvellinum í miðborg Þórshafnar 1. desember næstkomandi.

Sendiherrar Noregs og Færeyja á Íslandi, Hilde Svartdal Lunde og Petur Petersen voru viðstödd fellinguna í Heiðmörk í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×