Búa til krúsir í baráttu gegn krabba Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. mars 2018 20:00 Vinkonurnar fimm eru í frumkvöðlaáfanga í Verzlunarskólanum þar sem verkefnið er að stofna fyrirtæki og framleiða vöru. Þær ákváðu að búa til hundrað keramikbolla, selja þá á fimm þúsund krónur stykkið og láta ágóðann renna til Krabbameinsfélagsins. Málefnið stendur þeim nærri en móðir einnar þeirra, Önnu Maríu Pálsdóttur, hefur greinst með krabbamein í brjósti tvisvar sinnum. „Svo það sem skýrði að hún fengi krabbamein svona ört er að núna 2017 greindist hún með gallað bracca 1 gen,“ segir Anna María sem er að sjálfsögðu meðvituð um að hún gæti sjálf borið genið. „Ég þarf að vera undir eftirliti og bróðir minn líka.“ Móðir Elfu Falsdóttur háir baráttu við krabbamein þessa dagana og er í erfiðri lyfjameðferð. „Hún er með eitlakrabbamein sem hafði dreift sér í bein sem gerði þetta alvarlegra en það hefði þurft að vera,“ segir Elfa. Stelpunum fannst því við hæfi að láta orðið Von standa á botninum á bollunum. „Þetta er stutt orð en hefur mikla þýðingu fyrir marga, aðstandendur og þá sem eru að kljást við þetta“ segir Anna María.Á botninum stendur Von - sem er eitthvað sem aðstandendur og þeir sem berjast við krabbamein þurfa að hafa nóg af, að mati stúlknanna.vísir/einarSetja hjartað í framleiðsluna Til að gera bolla þarf að gera mót, setja leirinn í, láta þorna, taka úr móti, láta þorna aftur, fínpússa og setja í hrábrennslu. Svo þarf að mála hvern bolla með níu umferðum og setja hann tvisvar í brennslu. Frænka Önnu Maríu, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, starfar við keramikgerð og hefur hjálpað stelpunum við verkefnið. „Við hefðum ekki getað ímyndað okkur hve flókið þetta ferli er og við erum búnar að læra heilmikið af henni," segir Anna María og segist ekki sjá eftir þeim tíma sem verkefnið hefur tekið. „Við stefnum á hálfa milljón og erum að styrkja Krabbameinsfélagið. Þannig að það verður bara geggjað að afhenda þennan pening og þá verður þetta allt þess virði," segir hún. Elfa bætir við að það sé líka huggulegt og gaman að mála og dunda með bestu vinkonum sínum. „Við setjum mikla tilfinningu í að gera þessa bolla og það er mikil einlægni í gangi," segir hún. Nú þegar hafa fjörutíu manns pantað bolla án þess að einn einasti bolli sé tilbúinn. Fólk hefur sent skilaboð á Facebook- eða Instagramsíðu verkefnisins en stelpurnar hafa ekki auglýst bollana. „Við erum smá stressaðar þegar við förum að auglýsa að það sé hægt að kaupa að við eigum ekki nóg af bollum. Við þurfum að spýta í lófana og herða á framleiðslunni. Jafnvel framleiða meira en þessi hundrað stykki," segir Elfa. Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Vinkonurnar fimm eru í frumkvöðlaáfanga í Verzlunarskólanum þar sem verkefnið er að stofna fyrirtæki og framleiða vöru. Þær ákváðu að búa til hundrað keramikbolla, selja þá á fimm þúsund krónur stykkið og láta ágóðann renna til Krabbameinsfélagsins. Málefnið stendur þeim nærri en móðir einnar þeirra, Önnu Maríu Pálsdóttur, hefur greinst með krabbamein í brjósti tvisvar sinnum. „Svo það sem skýrði að hún fengi krabbamein svona ört er að núna 2017 greindist hún með gallað bracca 1 gen,“ segir Anna María sem er að sjálfsögðu meðvituð um að hún gæti sjálf borið genið. „Ég þarf að vera undir eftirliti og bróðir minn líka.“ Móðir Elfu Falsdóttur háir baráttu við krabbamein þessa dagana og er í erfiðri lyfjameðferð. „Hún er með eitlakrabbamein sem hafði dreift sér í bein sem gerði þetta alvarlegra en það hefði þurft að vera,“ segir Elfa. Stelpunum fannst því við hæfi að láta orðið Von standa á botninum á bollunum. „Þetta er stutt orð en hefur mikla þýðingu fyrir marga, aðstandendur og þá sem eru að kljást við þetta“ segir Anna María.Á botninum stendur Von - sem er eitthvað sem aðstandendur og þeir sem berjast við krabbamein þurfa að hafa nóg af, að mati stúlknanna.vísir/einarSetja hjartað í framleiðsluna Til að gera bolla þarf að gera mót, setja leirinn í, láta þorna, taka úr móti, láta þorna aftur, fínpússa og setja í hrábrennslu. Svo þarf að mála hvern bolla með níu umferðum og setja hann tvisvar í brennslu. Frænka Önnu Maríu, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, starfar við keramikgerð og hefur hjálpað stelpunum við verkefnið. „Við hefðum ekki getað ímyndað okkur hve flókið þetta ferli er og við erum búnar að læra heilmikið af henni," segir Anna María og segist ekki sjá eftir þeim tíma sem verkefnið hefur tekið. „Við stefnum á hálfa milljón og erum að styrkja Krabbameinsfélagið. Þannig að það verður bara geggjað að afhenda þennan pening og þá verður þetta allt þess virði," segir hún. Elfa bætir við að það sé líka huggulegt og gaman að mála og dunda með bestu vinkonum sínum. „Við setjum mikla tilfinningu í að gera þessa bolla og það er mikil einlægni í gangi," segir hún. Nú þegar hafa fjörutíu manns pantað bolla án þess að einn einasti bolli sé tilbúinn. Fólk hefur sent skilaboð á Facebook- eða Instagramsíðu verkefnisins en stelpurnar hafa ekki auglýst bollana. „Við erum smá stressaðar þegar við förum að auglýsa að það sé hægt að kaupa að við eigum ekki nóg af bollum. Við þurfum að spýta í lófana og herða á framleiðslunni. Jafnvel framleiða meira en þessi hundrað stykki," segir Elfa.
Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent