Verk Nínu Tryggvadóttur eru hluti af þjóðararfinum Heimir Már Pétursson skrifar 18. maí 2018 20:15 Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur segir gjöf dóttur Nínu Tryggvadóttur á fimmtán hundruð verkum listakonunnar mjög mikilvæga þar sem ekki sé til mikið af sérsöfnum af verkum íslenskra listakvenna. Hér sé í raun um hluta af þjóðararfinum að ræða. Borgarráð samþykkti í gær að kaupa þann hluta Hafnarhússins sem borgin á ekki nú þegar til að hýsa sérsafn um 1.500 verk eftir Nínu Tryggvadóttur sem Una Dóra dóttir hennar og eiginmaður hafa ákveðið að gefa safninu. Þá munu þau arfleiða safnið af öllum sínum eigum eftir þeirra dag sem metnar eru á um tvo milljarða króna.Ólöf Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur.Mynd/Stöð 2Ólöf Kristín Sigurðardóttir forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur hefur skoðað safnið á heimili Unu Dóru og segir það ná yfir alla feril Nínu. „Þetta er mikilvæg gjöf. Sérstaklega þegar litið er til þess að það eru til fá sérsöfn með verkum íslenskra listakvenna. Þá er þetta stórt skref til að taka utan um listasögu tuttugustu aldarinnar.“ Listasafn Reykjavíkur er í stórum hluta Hafnarhússins en Faxaflóahafnir eiga hinn hlutann sem meðal annar hýsti velferðarráðuneytið um tíma. Safn Nínu verður ekki hluti af Listasafninu heldur sérsafn. „Við getum sagt að hún sé á meðal okkar mikilvægustu abstrakt listamanna. Í rauninni er hún listamaður sem dvelur mikið erlendis en kemur alltaf reglulega heim. Þannig að það er alveg ljóst að hún kemur hingað með þekkingu, strauma og stefnur og samtal við alþjóðlega myndlist,“ segir Ólöf Kristín. Listasafn Reykjavíkur hýsir nú þegar stór söfn eftir nokkra merkustu karl-myndlistarmenn Íslands. Það verður því kærkomin viðbót þegar safn Nínu Tryggvadóttur flytur í húsið. Listasafnið varðveitir stórt safn verka Kjarvals, Errós og Ásmundar Sveinssonar ásamt góðum söfnum verka Alfreðs Flóka og Guðmundu Andrésdóttur. Ólöf segir Nínu eiga heima í hópi með Gerði Helgadóttur sem Kópavogsbær hefur reist safn utan um. En leiðir Nínu og Louisu Matthíasdóttur hafi einnig legið saman. Báðar hafi þær lært í Kaupmannahöfn og kynnst í París. „Og svo liggja leiðir þeirra beggja til Bandaríkjanna. Þær giftast báðar Bandaríkjamönnum. En í listinni fóru þær í sitt hvora áttina. Nína fór í abstraktið en Louisa varð figurativari.“Þannig að það má segja að þegar list Nínu verður flutt hingað inn verði Hafnarhúsið sannkölluð höll íslenskra myndlistarmanna?„Já við skulum vona það,“ segir Ólöf Kristín Sigurðardóttir. Menning Tengdar fréttir Borgarráð samþykkir að stofna safn um verk Nínu Tryggvadóttur Þá hafa dóttir Nínu og eiginmaður hennar að auki ákveðið að arfleiða safn Nínu að öllum eigum sínum þegar þar að kemur en þær eru metnar á um tvo milljarða króna. 17. maí 2018 19:02 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur segir gjöf dóttur Nínu Tryggvadóttur á fimmtán hundruð verkum listakonunnar mjög mikilvæga þar sem ekki sé til mikið af sérsöfnum af verkum íslenskra listakvenna. Hér sé í raun um hluta af þjóðararfinum að ræða. Borgarráð samþykkti í gær að kaupa þann hluta Hafnarhússins sem borgin á ekki nú þegar til að hýsa sérsafn um 1.500 verk eftir Nínu Tryggvadóttur sem Una Dóra dóttir hennar og eiginmaður hafa ákveðið að gefa safninu. Þá munu þau arfleiða safnið af öllum sínum eigum eftir þeirra dag sem metnar eru á um tvo milljarða króna.Ólöf Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur.Mynd/Stöð 2Ólöf Kristín Sigurðardóttir forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur hefur skoðað safnið á heimili Unu Dóru og segir það ná yfir alla feril Nínu. „Þetta er mikilvæg gjöf. Sérstaklega þegar litið er til þess að það eru til fá sérsöfn með verkum íslenskra listakvenna. Þá er þetta stórt skref til að taka utan um listasögu tuttugustu aldarinnar.“ Listasafn Reykjavíkur er í stórum hluta Hafnarhússins en Faxaflóahafnir eiga hinn hlutann sem meðal annar hýsti velferðarráðuneytið um tíma. Safn Nínu verður ekki hluti af Listasafninu heldur sérsafn. „Við getum sagt að hún sé á meðal okkar mikilvægustu abstrakt listamanna. Í rauninni er hún listamaður sem dvelur mikið erlendis en kemur alltaf reglulega heim. Þannig að það er alveg ljóst að hún kemur hingað með þekkingu, strauma og stefnur og samtal við alþjóðlega myndlist,“ segir Ólöf Kristín. Listasafn Reykjavíkur hýsir nú þegar stór söfn eftir nokkra merkustu karl-myndlistarmenn Íslands. Það verður því kærkomin viðbót þegar safn Nínu Tryggvadóttur flytur í húsið. Listasafnið varðveitir stórt safn verka Kjarvals, Errós og Ásmundar Sveinssonar ásamt góðum söfnum verka Alfreðs Flóka og Guðmundu Andrésdóttur. Ólöf segir Nínu eiga heima í hópi með Gerði Helgadóttur sem Kópavogsbær hefur reist safn utan um. En leiðir Nínu og Louisu Matthíasdóttur hafi einnig legið saman. Báðar hafi þær lært í Kaupmannahöfn og kynnst í París. „Og svo liggja leiðir þeirra beggja til Bandaríkjanna. Þær giftast báðar Bandaríkjamönnum. En í listinni fóru þær í sitt hvora áttina. Nína fór í abstraktið en Louisa varð figurativari.“Þannig að það má segja að þegar list Nínu verður flutt hingað inn verði Hafnarhúsið sannkölluð höll íslenskra myndlistarmanna?„Já við skulum vona það,“ segir Ólöf Kristín Sigurðardóttir.
Menning Tengdar fréttir Borgarráð samþykkir að stofna safn um verk Nínu Tryggvadóttur Þá hafa dóttir Nínu og eiginmaður hennar að auki ákveðið að arfleiða safn Nínu að öllum eigum sínum þegar þar að kemur en þær eru metnar á um tvo milljarða króna. 17. maí 2018 19:02 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Borgarráð samþykkir að stofna safn um verk Nínu Tryggvadóttur Þá hafa dóttir Nínu og eiginmaður hennar að auki ákveðið að arfleiða safn Nínu að öllum eigum sínum þegar þar að kemur en þær eru metnar á um tvo milljarða króna. 17. maí 2018 19:02
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent