Verk Nínu Tryggvadóttur eru hluti af þjóðararfinum Heimir Már Pétursson skrifar 18. maí 2018 20:15 Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur segir gjöf dóttur Nínu Tryggvadóttur á fimmtán hundruð verkum listakonunnar mjög mikilvæga þar sem ekki sé til mikið af sérsöfnum af verkum íslenskra listakvenna. Hér sé í raun um hluta af þjóðararfinum að ræða. Borgarráð samþykkti í gær að kaupa þann hluta Hafnarhússins sem borgin á ekki nú þegar til að hýsa sérsafn um 1.500 verk eftir Nínu Tryggvadóttur sem Una Dóra dóttir hennar og eiginmaður hafa ákveðið að gefa safninu. Þá munu þau arfleiða safnið af öllum sínum eigum eftir þeirra dag sem metnar eru á um tvo milljarða króna.Ólöf Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur.Mynd/Stöð 2Ólöf Kristín Sigurðardóttir forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur hefur skoðað safnið á heimili Unu Dóru og segir það ná yfir alla feril Nínu. „Þetta er mikilvæg gjöf. Sérstaklega þegar litið er til þess að það eru til fá sérsöfn með verkum íslenskra listakvenna. Þá er þetta stórt skref til að taka utan um listasögu tuttugustu aldarinnar.“ Listasafn Reykjavíkur er í stórum hluta Hafnarhússins en Faxaflóahafnir eiga hinn hlutann sem meðal annar hýsti velferðarráðuneytið um tíma. Safn Nínu verður ekki hluti af Listasafninu heldur sérsafn. „Við getum sagt að hún sé á meðal okkar mikilvægustu abstrakt listamanna. Í rauninni er hún listamaður sem dvelur mikið erlendis en kemur alltaf reglulega heim. Þannig að það er alveg ljóst að hún kemur hingað með þekkingu, strauma og stefnur og samtal við alþjóðlega myndlist,“ segir Ólöf Kristín. Listasafn Reykjavíkur hýsir nú þegar stór söfn eftir nokkra merkustu karl-myndlistarmenn Íslands. Það verður því kærkomin viðbót þegar safn Nínu Tryggvadóttur flytur í húsið. Listasafnið varðveitir stórt safn verka Kjarvals, Errós og Ásmundar Sveinssonar ásamt góðum söfnum verka Alfreðs Flóka og Guðmundu Andrésdóttur. Ólöf segir Nínu eiga heima í hópi með Gerði Helgadóttur sem Kópavogsbær hefur reist safn utan um. En leiðir Nínu og Louisu Matthíasdóttur hafi einnig legið saman. Báðar hafi þær lært í Kaupmannahöfn og kynnst í París. „Og svo liggja leiðir þeirra beggja til Bandaríkjanna. Þær giftast báðar Bandaríkjamönnum. En í listinni fóru þær í sitt hvora áttina. Nína fór í abstraktið en Louisa varð figurativari.“Þannig að það má segja að þegar list Nínu verður flutt hingað inn verði Hafnarhúsið sannkölluð höll íslenskra myndlistarmanna?„Já við skulum vona það,“ segir Ólöf Kristín Sigurðardóttir. Menning Tengdar fréttir Borgarráð samþykkir að stofna safn um verk Nínu Tryggvadóttur Þá hafa dóttir Nínu og eiginmaður hennar að auki ákveðið að arfleiða safn Nínu að öllum eigum sínum þegar þar að kemur en þær eru metnar á um tvo milljarða króna. 17. maí 2018 19:02 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur segir gjöf dóttur Nínu Tryggvadóttur á fimmtán hundruð verkum listakonunnar mjög mikilvæga þar sem ekki sé til mikið af sérsöfnum af verkum íslenskra listakvenna. Hér sé í raun um hluta af þjóðararfinum að ræða. Borgarráð samþykkti í gær að kaupa þann hluta Hafnarhússins sem borgin á ekki nú þegar til að hýsa sérsafn um 1.500 verk eftir Nínu Tryggvadóttur sem Una Dóra dóttir hennar og eiginmaður hafa ákveðið að gefa safninu. Þá munu þau arfleiða safnið af öllum sínum eigum eftir þeirra dag sem metnar eru á um tvo milljarða króna.Ólöf Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur.Mynd/Stöð 2Ólöf Kristín Sigurðardóttir forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur hefur skoðað safnið á heimili Unu Dóru og segir það ná yfir alla feril Nínu. „Þetta er mikilvæg gjöf. Sérstaklega þegar litið er til þess að það eru til fá sérsöfn með verkum íslenskra listakvenna. Þá er þetta stórt skref til að taka utan um listasögu tuttugustu aldarinnar.“ Listasafn Reykjavíkur er í stórum hluta Hafnarhússins en Faxaflóahafnir eiga hinn hlutann sem meðal annar hýsti velferðarráðuneytið um tíma. Safn Nínu verður ekki hluti af Listasafninu heldur sérsafn. „Við getum sagt að hún sé á meðal okkar mikilvægustu abstrakt listamanna. Í rauninni er hún listamaður sem dvelur mikið erlendis en kemur alltaf reglulega heim. Þannig að það er alveg ljóst að hún kemur hingað með þekkingu, strauma og stefnur og samtal við alþjóðlega myndlist,“ segir Ólöf Kristín. Listasafn Reykjavíkur hýsir nú þegar stór söfn eftir nokkra merkustu karl-myndlistarmenn Íslands. Það verður því kærkomin viðbót þegar safn Nínu Tryggvadóttur flytur í húsið. Listasafnið varðveitir stórt safn verka Kjarvals, Errós og Ásmundar Sveinssonar ásamt góðum söfnum verka Alfreðs Flóka og Guðmundu Andrésdóttur. Ólöf segir Nínu eiga heima í hópi með Gerði Helgadóttur sem Kópavogsbær hefur reist safn utan um. En leiðir Nínu og Louisu Matthíasdóttur hafi einnig legið saman. Báðar hafi þær lært í Kaupmannahöfn og kynnst í París. „Og svo liggja leiðir þeirra beggja til Bandaríkjanna. Þær giftast báðar Bandaríkjamönnum. En í listinni fóru þær í sitt hvora áttina. Nína fór í abstraktið en Louisa varð figurativari.“Þannig að það má segja að þegar list Nínu verður flutt hingað inn verði Hafnarhúsið sannkölluð höll íslenskra myndlistarmanna?„Já við skulum vona það,“ segir Ólöf Kristín Sigurðardóttir.
Menning Tengdar fréttir Borgarráð samþykkir að stofna safn um verk Nínu Tryggvadóttur Þá hafa dóttir Nínu og eiginmaður hennar að auki ákveðið að arfleiða safn Nínu að öllum eigum sínum þegar þar að kemur en þær eru metnar á um tvo milljarða króna. 17. maí 2018 19:02 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Borgarráð samþykkir að stofna safn um verk Nínu Tryggvadóttur Þá hafa dóttir Nínu og eiginmaður hennar að auki ákveðið að arfleiða safn Nínu að öllum eigum sínum þegar þar að kemur en þær eru metnar á um tvo milljarða króna. 17. maí 2018 19:02