Verk Nínu Tryggvadóttur eru hluti af þjóðararfinum Heimir Már Pétursson skrifar 18. maí 2018 20:15 Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur segir gjöf dóttur Nínu Tryggvadóttur á fimmtán hundruð verkum listakonunnar mjög mikilvæga þar sem ekki sé til mikið af sérsöfnum af verkum íslenskra listakvenna. Hér sé í raun um hluta af þjóðararfinum að ræða. Borgarráð samþykkti í gær að kaupa þann hluta Hafnarhússins sem borgin á ekki nú þegar til að hýsa sérsafn um 1.500 verk eftir Nínu Tryggvadóttur sem Una Dóra dóttir hennar og eiginmaður hafa ákveðið að gefa safninu. Þá munu þau arfleiða safnið af öllum sínum eigum eftir þeirra dag sem metnar eru á um tvo milljarða króna.Ólöf Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur.Mynd/Stöð 2Ólöf Kristín Sigurðardóttir forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur hefur skoðað safnið á heimili Unu Dóru og segir það ná yfir alla feril Nínu. „Þetta er mikilvæg gjöf. Sérstaklega þegar litið er til þess að það eru til fá sérsöfn með verkum íslenskra listakvenna. Þá er þetta stórt skref til að taka utan um listasögu tuttugustu aldarinnar.“ Listasafn Reykjavíkur er í stórum hluta Hafnarhússins en Faxaflóahafnir eiga hinn hlutann sem meðal annar hýsti velferðarráðuneytið um tíma. Safn Nínu verður ekki hluti af Listasafninu heldur sérsafn. „Við getum sagt að hún sé á meðal okkar mikilvægustu abstrakt listamanna. Í rauninni er hún listamaður sem dvelur mikið erlendis en kemur alltaf reglulega heim. Þannig að það er alveg ljóst að hún kemur hingað með þekkingu, strauma og stefnur og samtal við alþjóðlega myndlist,“ segir Ólöf Kristín. Listasafn Reykjavíkur hýsir nú þegar stór söfn eftir nokkra merkustu karl-myndlistarmenn Íslands. Það verður því kærkomin viðbót þegar safn Nínu Tryggvadóttur flytur í húsið. Listasafnið varðveitir stórt safn verka Kjarvals, Errós og Ásmundar Sveinssonar ásamt góðum söfnum verka Alfreðs Flóka og Guðmundu Andrésdóttur. Ólöf segir Nínu eiga heima í hópi með Gerði Helgadóttur sem Kópavogsbær hefur reist safn utan um. En leiðir Nínu og Louisu Matthíasdóttur hafi einnig legið saman. Báðar hafi þær lært í Kaupmannahöfn og kynnst í París. „Og svo liggja leiðir þeirra beggja til Bandaríkjanna. Þær giftast báðar Bandaríkjamönnum. En í listinni fóru þær í sitt hvora áttina. Nína fór í abstraktið en Louisa varð figurativari.“Þannig að það má segja að þegar list Nínu verður flutt hingað inn verði Hafnarhúsið sannkölluð höll íslenskra myndlistarmanna?„Já við skulum vona það,“ segir Ólöf Kristín Sigurðardóttir. Menning Tengdar fréttir Borgarráð samþykkir að stofna safn um verk Nínu Tryggvadóttur Þá hafa dóttir Nínu og eiginmaður hennar að auki ákveðið að arfleiða safn Nínu að öllum eigum sínum þegar þar að kemur en þær eru metnar á um tvo milljarða króna. 17. maí 2018 19:02 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Sjá meira
Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur segir gjöf dóttur Nínu Tryggvadóttur á fimmtán hundruð verkum listakonunnar mjög mikilvæga þar sem ekki sé til mikið af sérsöfnum af verkum íslenskra listakvenna. Hér sé í raun um hluta af þjóðararfinum að ræða. Borgarráð samþykkti í gær að kaupa þann hluta Hafnarhússins sem borgin á ekki nú þegar til að hýsa sérsafn um 1.500 verk eftir Nínu Tryggvadóttur sem Una Dóra dóttir hennar og eiginmaður hafa ákveðið að gefa safninu. Þá munu þau arfleiða safnið af öllum sínum eigum eftir þeirra dag sem metnar eru á um tvo milljarða króna.Ólöf Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur.Mynd/Stöð 2Ólöf Kristín Sigurðardóttir forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur hefur skoðað safnið á heimili Unu Dóru og segir það ná yfir alla feril Nínu. „Þetta er mikilvæg gjöf. Sérstaklega þegar litið er til þess að það eru til fá sérsöfn með verkum íslenskra listakvenna. Þá er þetta stórt skref til að taka utan um listasögu tuttugustu aldarinnar.“ Listasafn Reykjavíkur er í stórum hluta Hafnarhússins en Faxaflóahafnir eiga hinn hlutann sem meðal annar hýsti velferðarráðuneytið um tíma. Safn Nínu verður ekki hluti af Listasafninu heldur sérsafn. „Við getum sagt að hún sé á meðal okkar mikilvægustu abstrakt listamanna. Í rauninni er hún listamaður sem dvelur mikið erlendis en kemur alltaf reglulega heim. Þannig að það er alveg ljóst að hún kemur hingað með þekkingu, strauma og stefnur og samtal við alþjóðlega myndlist,“ segir Ólöf Kristín. Listasafn Reykjavíkur hýsir nú þegar stór söfn eftir nokkra merkustu karl-myndlistarmenn Íslands. Það verður því kærkomin viðbót þegar safn Nínu Tryggvadóttur flytur í húsið. Listasafnið varðveitir stórt safn verka Kjarvals, Errós og Ásmundar Sveinssonar ásamt góðum söfnum verka Alfreðs Flóka og Guðmundu Andrésdóttur. Ólöf segir Nínu eiga heima í hópi með Gerði Helgadóttur sem Kópavogsbær hefur reist safn utan um. En leiðir Nínu og Louisu Matthíasdóttur hafi einnig legið saman. Báðar hafi þær lært í Kaupmannahöfn og kynnst í París. „Og svo liggja leiðir þeirra beggja til Bandaríkjanna. Þær giftast báðar Bandaríkjamönnum. En í listinni fóru þær í sitt hvora áttina. Nína fór í abstraktið en Louisa varð figurativari.“Þannig að það má segja að þegar list Nínu verður flutt hingað inn verði Hafnarhúsið sannkölluð höll íslenskra myndlistarmanna?„Já við skulum vona það,“ segir Ólöf Kristín Sigurðardóttir.
Menning Tengdar fréttir Borgarráð samþykkir að stofna safn um verk Nínu Tryggvadóttur Þá hafa dóttir Nínu og eiginmaður hennar að auki ákveðið að arfleiða safn Nínu að öllum eigum sínum þegar þar að kemur en þær eru metnar á um tvo milljarða króna. 17. maí 2018 19:02 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Sjá meira
Borgarráð samþykkir að stofna safn um verk Nínu Tryggvadóttur Þá hafa dóttir Nínu og eiginmaður hennar að auki ákveðið að arfleiða safn Nínu að öllum eigum sínum þegar þar að kemur en þær eru metnar á um tvo milljarða króna. 17. maí 2018 19:02