Verk Nínu Tryggvadóttur eru hluti af þjóðararfinum Heimir Már Pétursson skrifar 18. maí 2018 20:15 Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur segir gjöf dóttur Nínu Tryggvadóttur á fimmtán hundruð verkum listakonunnar mjög mikilvæga þar sem ekki sé til mikið af sérsöfnum af verkum íslenskra listakvenna. Hér sé í raun um hluta af þjóðararfinum að ræða. Borgarráð samþykkti í gær að kaupa þann hluta Hafnarhússins sem borgin á ekki nú þegar til að hýsa sérsafn um 1.500 verk eftir Nínu Tryggvadóttur sem Una Dóra dóttir hennar og eiginmaður hafa ákveðið að gefa safninu. Þá munu þau arfleiða safnið af öllum sínum eigum eftir þeirra dag sem metnar eru á um tvo milljarða króna.Ólöf Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur.Mynd/Stöð 2Ólöf Kristín Sigurðardóttir forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur hefur skoðað safnið á heimili Unu Dóru og segir það ná yfir alla feril Nínu. „Þetta er mikilvæg gjöf. Sérstaklega þegar litið er til þess að það eru til fá sérsöfn með verkum íslenskra listakvenna. Þá er þetta stórt skref til að taka utan um listasögu tuttugustu aldarinnar.“ Listasafn Reykjavíkur er í stórum hluta Hafnarhússins en Faxaflóahafnir eiga hinn hlutann sem meðal annar hýsti velferðarráðuneytið um tíma. Safn Nínu verður ekki hluti af Listasafninu heldur sérsafn. „Við getum sagt að hún sé á meðal okkar mikilvægustu abstrakt listamanna. Í rauninni er hún listamaður sem dvelur mikið erlendis en kemur alltaf reglulega heim. Þannig að það er alveg ljóst að hún kemur hingað með þekkingu, strauma og stefnur og samtal við alþjóðlega myndlist,“ segir Ólöf Kristín. Listasafn Reykjavíkur hýsir nú þegar stór söfn eftir nokkra merkustu karl-myndlistarmenn Íslands. Það verður því kærkomin viðbót þegar safn Nínu Tryggvadóttur flytur í húsið. Listasafnið varðveitir stórt safn verka Kjarvals, Errós og Ásmundar Sveinssonar ásamt góðum söfnum verka Alfreðs Flóka og Guðmundu Andrésdóttur. Ólöf segir Nínu eiga heima í hópi með Gerði Helgadóttur sem Kópavogsbær hefur reist safn utan um. En leiðir Nínu og Louisu Matthíasdóttur hafi einnig legið saman. Báðar hafi þær lært í Kaupmannahöfn og kynnst í París. „Og svo liggja leiðir þeirra beggja til Bandaríkjanna. Þær giftast báðar Bandaríkjamönnum. En í listinni fóru þær í sitt hvora áttina. Nína fór í abstraktið en Louisa varð figurativari.“Þannig að það má segja að þegar list Nínu verður flutt hingað inn verði Hafnarhúsið sannkölluð höll íslenskra myndlistarmanna?„Já við skulum vona það,“ segir Ólöf Kristín Sigurðardóttir. Menning Tengdar fréttir Borgarráð samþykkir að stofna safn um verk Nínu Tryggvadóttur Þá hafa dóttir Nínu og eiginmaður hennar að auki ákveðið að arfleiða safn Nínu að öllum eigum sínum þegar þar að kemur en þær eru metnar á um tvo milljarða króna. 17. maí 2018 19:02 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur segir gjöf dóttur Nínu Tryggvadóttur á fimmtán hundruð verkum listakonunnar mjög mikilvæga þar sem ekki sé til mikið af sérsöfnum af verkum íslenskra listakvenna. Hér sé í raun um hluta af þjóðararfinum að ræða. Borgarráð samþykkti í gær að kaupa þann hluta Hafnarhússins sem borgin á ekki nú þegar til að hýsa sérsafn um 1.500 verk eftir Nínu Tryggvadóttur sem Una Dóra dóttir hennar og eiginmaður hafa ákveðið að gefa safninu. Þá munu þau arfleiða safnið af öllum sínum eigum eftir þeirra dag sem metnar eru á um tvo milljarða króna.Ólöf Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur.Mynd/Stöð 2Ólöf Kristín Sigurðardóttir forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur hefur skoðað safnið á heimili Unu Dóru og segir það ná yfir alla feril Nínu. „Þetta er mikilvæg gjöf. Sérstaklega þegar litið er til þess að það eru til fá sérsöfn með verkum íslenskra listakvenna. Þá er þetta stórt skref til að taka utan um listasögu tuttugustu aldarinnar.“ Listasafn Reykjavíkur er í stórum hluta Hafnarhússins en Faxaflóahafnir eiga hinn hlutann sem meðal annar hýsti velferðarráðuneytið um tíma. Safn Nínu verður ekki hluti af Listasafninu heldur sérsafn. „Við getum sagt að hún sé á meðal okkar mikilvægustu abstrakt listamanna. Í rauninni er hún listamaður sem dvelur mikið erlendis en kemur alltaf reglulega heim. Þannig að það er alveg ljóst að hún kemur hingað með þekkingu, strauma og stefnur og samtal við alþjóðlega myndlist,“ segir Ólöf Kristín. Listasafn Reykjavíkur hýsir nú þegar stór söfn eftir nokkra merkustu karl-myndlistarmenn Íslands. Það verður því kærkomin viðbót þegar safn Nínu Tryggvadóttur flytur í húsið. Listasafnið varðveitir stórt safn verka Kjarvals, Errós og Ásmundar Sveinssonar ásamt góðum söfnum verka Alfreðs Flóka og Guðmundu Andrésdóttur. Ólöf segir Nínu eiga heima í hópi með Gerði Helgadóttur sem Kópavogsbær hefur reist safn utan um. En leiðir Nínu og Louisu Matthíasdóttur hafi einnig legið saman. Báðar hafi þær lært í Kaupmannahöfn og kynnst í París. „Og svo liggja leiðir þeirra beggja til Bandaríkjanna. Þær giftast báðar Bandaríkjamönnum. En í listinni fóru þær í sitt hvora áttina. Nína fór í abstraktið en Louisa varð figurativari.“Þannig að það má segja að þegar list Nínu verður flutt hingað inn verði Hafnarhúsið sannkölluð höll íslenskra myndlistarmanna?„Já við skulum vona það,“ segir Ólöf Kristín Sigurðardóttir.
Menning Tengdar fréttir Borgarráð samþykkir að stofna safn um verk Nínu Tryggvadóttur Þá hafa dóttir Nínu og eiginmaður hennar að auki ákveðið að arfleiða safn Nínu að öllum eigum sínum þegar þar að kemur en þær eru metnar á um tvo milljarða króna. 17. maí 2018 19:02 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Borgarráð samþykkir að stofna safn um verk Nínu Tryggvadóttur Þá hafa dóttir Nínu og eiginmaður hennar að auki ákveðið að arfleiða safn Nínu að öllum eigum sínum þegar þar að kemur en þær eru metnar á um tvo milljarða króna. 17. maí 2018 19:02