Verk Nínu Tryggvadóttur eru hluti af þjóðararfinum Heimir Már Pétursson skrifar 18. maí 2018 20:15 Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur segir gjöf dóttur Nínu Tryggvadóttur á fimmtán hundruð verkum listakonunnar mjög mikilvæga þar sem ekki sé til mikið af sérsöfnum af verkum íslenskra listakvenna. Hér sé í raun um hluta af þjóðararfinum að ræða. Borgarráð samþykkti í gær að kaupa þann hluta Hafnarhússins sem borgin á ekki nú þegar til að hýsa sérsafn um 1.500 verk eftir Nínu Tryggvadóttur sem Una Dóra dóttir hennar og eiginmaður hafa ákveðið að gefa safninu. Þá munu þau arfleiða safnið af öllum sínum eigum eftir þeirra dag sem metnar eru á um tvo milljarða króna.Ólöf Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur.Mynd/Stöð 2Ólöf Kristín Sigurðardóttir forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur hefur skoðað safnið á heimili Unu Dóru og segir það ná yfir alla feril Nínu. „Þetta er mikilvæg gjöf. Sérstaklega þegar litið er til þess að það eru til fá sérsöfn með verkum íslenskra listakvenna. Þá er þetta stórt skref til að taka utan um listasögu tuttugustu aldarinnar.“ Listasafn Reykjavíkur er í stórum hluta Hafnarhússins en Faxaflóahafnir eiga hinn hlutann sem meðal annar hýsti velferðarráðuneytið um tíma. Safn Nínu verður ekki hluti af Listasafninu heldur sérsafn. „Við getum sagt að hún sé á meðal okkar mikilvægustu abstrakt listamanna. Í rauninni er hún listamaður sem dvelur mikið erlendis en kemur alltaf reglulega heim. Þannig að það er alveg ljóst að hún kemur hingað með þekkingu, strauma og stefnur og samtal við alþjóðlega myndlist,“ segir Ólöf Kristín. Listasafn Reykjavíkur hýsir nú þegar stór söfn eftir nokkra merkustu karl-myndlistarmenn Íslands. Það verður því kærkomin viðbót þegar safn Nínu Tryggvadóttur flytur í húsið. Listasafnið varðveitir stórt safn verka Kjarvals, Errós og Ásmundar Sveinssonar ásamt góðum söfnum verka Alfreðs Flóka og Guðmundu Andrésdóttur. Ólöf segir Nínu eiga heima í hópi með Gerði Helgadóttur sem Kópavogsbær hefur reist safn utan um. En leiðir Nínu og Louisu Matthíasdóttur hafi einnig legið saman. Báðar hafi þær lært í Kaupmannahöfn og kynnst í París. „Og svo liggja leiðir þeirra beggja til Bandaríkjanna. Þær giftast báðar Bandaríkjamönnum. En í listinni fóru þær í sitt hvora áttina. Nína fór í abstraktið en Louisa varð figurativari.“Þannig að það má segja að þegar list Nínu verður flutt hingað inn verði Hafnarhúsið sannkölluð höll íslenskra myndlistarmanna?„Já við skulum vona það,“ segir Ólöf Kristín Sigurðardóttir. Menning Tengdar fréttir Borgarráð samþykkir að stofna safn um verk Nínu Tryggvadóttur Þá hafa dóttir Nínu og eiginmaður hennar að auki ákveðið að arfleiða safn Nínu að öllum eigum sínum þegar þar að kemur en þær eru metnar á um tvo milljarða króna. 17. maí 2018 19:02 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur segir gjöf dóttur Nínu Tryggvadóttur á fimmtán hundruð verkum listakonunnar mjög mikilvæga þar sem ekki sé til mikið af sérsöfnum af verkum íslenskra listakvenna. Hér sé í raun um hluta af þjóðararfinum að ræða. Borgarráð samþykkti í gær að kaupa þann hluta Hafnarhússins sem borgin á ekki nú þegar til að hýsa sérsafn um 1.500 verk eftir Nínu Tryggvadóttur sem Una Dóra dóttir hennar og eiginmaður hafa ákveðið að gefa safninu. Þá munu þau arfleiða safnið af öllum sínum eigum eftir þeirra dag sem metnar eru á um tvo milljarða króna.Ólöf Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur.Mynd/Stöð 2Ólöf Kristín Sigurðardóttir forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur hefur skoðað safnið á heimili Unu Dóru og segir það ná yfir alla feril Nínu. „Þetta er mikilvæg gjöf. Sérstaklega þegar litið er til þess að það eru til fá sérsöfn með verkum íslenskra listakvenna. Þá er þetta stórt skref til að taka utan um listasögu tuttugustu aldarinnar.“ Listasafn Reykjavíkur er í stórum hluta Hafnarhússins en Faxaflóahafnir eiga hinn hlutann sem meðal annar hýsti velferðarráðuneytið um tíma. Safn Nínu verður ekki hluti af Listasafninu heldur sérsafn. „Við getum sagt að hún sé á meðal okkar mikilvægustu abstrakt listamanna. Í rauninni er hún listamaður sem dvelur mikið erlendis en kemur alltaf reglulega heim. Þannig að það er alveg ljóst að hún kemur hingað með þekkingu, strauma og stefnur og samtal við alþjóðlega myndlist,“ segir Ólöf Kristín. Listasafn Reykjavíkur hýsir nú þegar stór söfn eftir nokkra merkustu karl-myndlistarmenn Íslands. Það verður því kærkomin viðbót þegar safn Nínu Tryggvadóttur flytur í húsið. Listasafnið varðveitir stórt safn verka Kjarvals, Errós og Ásmundar Sveinssonar ásamt góðum söfnum verka Alfreðs Flóka og Guðmundu Andrésdóttur. Ólöf segir Nínu eiga heima í hópi með Gerði Helgadóttur sem Kópavogsbær hefur reist safn utan um. En leiðir Nínu og Louisu Matthíasdóttur hafi einnig legið saman. Báðar hafi þær lært í Kaupmannahöfn og kynnst í París. „Og svo liggja leiðir þeirra beggja til Bandaríkjanna. Þær giftast báðar Bandaríkjamönnum. En í listinni fóru þær í sitt hvora áttina. Nína fór í abstraktið en Louisa varð figurativari.“Þannig að það má segja að þegar list Nínu verður flutt hingað inn verði Hafnarhúsið sannkölluð höll íslenskra myndlistarmanna?„Já við skulum vona það,“ segir Ólöf Kristín Sigurðardóttir.
Menning Tengdar fréttir Borgarráð samþykkir að stofna safn um verk Nínu Tryggvadóttur Þá hafa dóttir Nínu og eiginmaður hennar að auki ákveðið að arfleiða safn Nínu að öllum eigum sínum þegar þar að kemur en þær eru metnar á um tvo milljarða króna. 17. maí 2018 19:02 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Borgarráð samþykkir að stofna safn um verk Nínu Tryggvadóttur Þá hafa dóttir Nínu og eiginmaður hennar að auki ákveðið að arfleiða safn Nínu að öllum eigum sínum þegar þar að kemur en þær eru metnar á um tvo milljarða króna. 17. maí 2018 19:02