Fótbolti

Íslendingar erlendis geta ekki horft á leiki landsliðsins á RÚV

Einar Sigurvinsson skrifar
Það var gaman hjá íslenska landsliðinu á EM 2016.
Það var gaman hjá íslenska landsliðinu á EM 2016. Vísir/Getty
Þeir Íslendingar sem staddir verða erlendis á meðan Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu stendur geta ekki horft á leiki landsliðsins í gegnum vef RÚV. Þetta kemur fram í svari Hilmars Björns­sonar, deild­ar­stjóra íþrótta­deildar RÚV, við Kjarnann.

„Þegar þú kaupir sýn­ing­ar­rétt þá ertu að kaupa fyrir þitt land­svæð­i,“ segir Hilmar. RÚV er því óheimilt að sýna útsendingu sína utan Íslands.

Reglurnar um sýningarrétt eru strangar og segir Hilmar að málum hafi verið eins háttað með útsendingu RÚV á undankeppni Heimsmeistaramótsins og á síðustu Ólympíuleikunum.

Árið 2012 gerði FIFA samning við EBU, Sam­band evr­ópskra sjón­varps­stöðva. Helsta ástæða þess að samningurinn var gerður er sú krafa um að Heimsmeistaramótið sé sýnt í opinni dagskrá.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.