Allt tal um skærur á vinnumarkaði ótímabært að mati SA Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2018 21:48 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/Anton Brink Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt tal um skærur á vinnumarkaði ótímabært og vill fá frekari skýringar á ummælum formanns VR um að beita áhrifum verkalýðshreyfingarinnar til að stöðva fjárfestingar lífeyrissjóða sem lið í kjarabaráttu. Formenn VR og Eflingar töluðu um stéttastríð í viðtali við RÚV í kvöld. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, töluðu bæði um að verkalýðshreyfingin stæði í „stéttastríði“ í viðtali við fréttaskýringarþáttinn Kveik á RÚV í kvöld. Sólveig Anna sagðist jafnframt telja að verkfall væri ekki endilega af því slæma. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir í samtali við Vísi að allt tal um skærur á vinnumarkaði séu ótímabært endu séu viðræður um kjarasamninga tiltölulega nýhafnar. Andinn við samningaborðið þar sem fulltrúar samningsaðila sitji saman heilu dagshlutana þessa dagana sé annar en í ummælum formannanna. „Það er góður gangur í þeim viðræðum og orðfærið á þeim fundum er með allt öðrum hætti en maður heyrir og les síðan í fjölmiðlum,“ segir hann. Samtök atvinnulífsins reyni að vera samkvæm sjálfum sér og flytja mál sitt með sama hætti við samningaborðið og í fjölmiðlum. Því segir Halldór hljóta að láta þau orð sem sögð eru á samningafundum á milli aðila telja frekar en þau sem heyrist í fjölmiðlum. „Ég er enn vongóður um að við getum leitt þessa kjarasamninga til farsælla lykta,“ segir hann.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Nýnæmi í samskiptum VR, SA og lífeyrissjóðakerfisins Ragnar Þór ýjaði að því í viðtalinu við Kveik að verkalýðshreyfingin gæti beitt fyrir sig áhrifum í lífeyrissjóðakerfinu til þess að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. Þannig gæti hún látið fulltrúa sem hún tilnefnir í stjórnir lífeyrissjóða „skrúfa fyrir“ fjárfestingar sjóðanna á meðan óvissa ríkti eða samningar væru lausir. „Að því gefnu að rétt sé haft eftir formanni VR þá eru þetta sannarlega nýnæmi í samskiptum VR, Samtaka atvinnulífsins og lífeyrissjóðakerfisins og full ástæða til að ganga eftir því hvað hann á við nákvæmlega með þessum orðum því ég skil það ekki til fulls sjálfur,“ segir Halldór. Í því samhengi bendir Halldór á að þeir sem tilnefna fulltrúa í stjórnir lífeyrissjóða hafi ekki boðvald yfir þeim. Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt tal um skærur á vinnumarkaði ótímabært og vill fá frekari skýringar á ummælum formanns VR um að beita áhrifum verkalýðshreyfingarinnar til að stöðva fjárfestingar lífeyrissjóða sem lið í kjarabaráttu. Formenn VR og Eflingar töluðu um stéttastríð í viðtali við RÚV í kvöld. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, töluðu bæði um að verkalýðshreyfingin stæði í „stéttastríði“ í viðtali við fréttaskýringarþáttinn Kveik á RÚV í kvöld. Sólveig Anna sagðist jafnframt telja að verkfall væri ekki endilega af því slæma. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), segir í samtali við Vísi að allt tal um skærur á vinnumarkaði séu ótímabært endu séu viðræður um kjarasamninga tiltölulega nýhafnar. Andinn við samningaborðið þar sem fulltrúar samningsaðila sitji saman heilu dagshlutana þessa dagana sé annar en í ummælum formannanna. „Það er góður gangur í þeim viðræðum og orðfærið á þeim fundum er með allt öðrum hætti en maður heyrir og les síðan í fjölmiðlum,“ segir hann. Samtök atvinnulífsins reyni að vera samkvæm sjálfum sér og flytja mál sitt með sama hætti við samningaborðið og í fjölmiðlum. Því segir Halldór hljóta að láta þau orð sem sögð eru á samningafundum á milli aðila telja frekar en þau sem heyrist í fjölmiðlum. „Ég er enn vongóður um að við getum leitt þessa kjarasamninga til farsælla lykta,“ segir hann.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.Nýnæmi í samskiptum VR, SA og lífeyrissjóðakerfisins Ragnar Þór ýjaði að því í viðtalinu við Kveik að verkalýðshreyfingin gæti beitt fyrir sig áhrifum í lífeyrissjóðakerfinu til þess að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. Þannig gæti hún látið fulltrúa sem hún tilnefnir í stjórnir lífeyrissjóða „skrúfa fyrir“ fjárfestingar sjóðanna á meðan óvissa ríkti eða samningar væru lausir. „Að því gefnu að rétt sé haft eftir formanni VR þá eru þetta sannarlega nýnæmi í samskiptum VR, Samtaka atvinnulífsins og lífeyrissjóðakerfisins og full ástæða til að ganga eftir því hvað hann á við nákvæmlega með þessum orðum því ég skil það ekki til fulls sjálfur,“ segir Halldór. Í því samhengi bendir Halldór á að þeir sem tilnefna fulltrúa í stjórnir lífeyrissjóða hafi ekki boðvald yfir þeim.
Kjaramál Tengdar fréttir Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Formaður VR veltir upp möguleikanum á að verkalýðshreyfingin stöðvi fjárfestingar lífeyrissjóða til að knýja á um kröfur sínar í kjarasamningsviðræðum. 27. nóvember 2018 20:50