Verkalýðsforkólfar segjast standa í „stéttastríði“ og hóta að stöðva fjárfestingar Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2018 20:50 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, telja sig standa í stéttastríði. Mynd/Samsett Formenn verkalýðsfélaganna VR og Eflingar segjast telja að verkalýðshreyfingin standi nú í „stéttastríði“ við hagsmunaöfl í landinu. Hún gæti beitt áhrifum sínum hjá lífeyrissjóðum til þess að stöðva fjárfestingar þeirra á meðan deilt er um kjarasamninga. Þessar hugmyndir komu fram í fréttaskýringarþættinum Kveik á RÚV þar sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, ræddu um kröfur sínar og hugmyndir fyrir komandi kjarasamningaviðræður. „Það er alveg ljóst í mínum huga að þetta er einhverskonar stríð sem verkalýðshreyfingin á í,“ segir Ragnar Þór í þættinum en Sólveig Anna skaut inn að um væri að ræða „stéttastríð“. „Stéttastríð má segja við ákveðin hagsmunaöfl í þessu landi,“ sagði Ragnar Þór þá. Verkalýðshreyfingin hefur sett fram kröfur um að lægstu laun verði hækkuð í 425 þúsund krónur á mánuði, um 40% hækkun. Fulltrúar atvinnurekenda hafa sagt að slíkt svigrúm sé ekki til staðar.Drífa Snædal, forseti ASÍ.Fréttablaðið/Anton BrinkGætu „skrúfað fyrir“ fjárfestingar lífeyrissjóðanna Ragnar Þór varpaði fram hugmynd um að verkalýðshreyfingin gæti nýtt sér áhrif sín hjá lífeyrissjóðum til þess að knýja á um kröfur sínar. „Af hverju getum við ekki sett fjármálakerfið okkar í verkfall? Af hverju getum við ekki beitt áhrifum okkar inni í lífeyrissjóðakerfinu, beinum þá tilmælum til okkar stjórnarmanna að skrúfa fyrir allar fjárfestingar á meðan óvissa eða samningar eru lausir?“ segir hann í viðtalinu. „Við eigum að nota öll tæki sem við mögulega getum og verkalýðshreyfingin er miklu, miklu sterkari, valdameiri og öflugri en fólk gerir sér almennt grein fyrir“. Öll sögðust leiðtogarnir tilbúin í átök til að ná fram kröfum sínum. Sólveig Anna sagði meðal annars að verkföll og átök á vinnumarkaði væru ekki endilega af því slæma. „Vegna þess að í svona sögulegu samhengi hafa þau skilað fólki gríðarlegum, ekki bara aðeins kjarabótum heldur líka svona samfélagsbótum,“ sagði hún. Talaði hún um að vinnuveitendur hefðu stundað „ógeðslega“ væntingastjórnun sem hafi snúist um að segja verka- og láglaunafólki að enginn vilji fara í verkfall og að átök á vinnumarkaði séu í eðli sínu slæm. „Ég held að staðan sem er komin upp núna sé svoleiðis að verka- og láglaunafólk á Íslandi sé ekki lengur tilbúið til þess að láta vera með sig í þessu væntingarstjórnunarprógrammi,“ sagði Sólveig Anna sem sakaði Viðskiptaráð meðal annars um að setja fram blekkjandi gögn til að fela ójöfnuð á Íslandi. Drífa sagði verkalýðshreyfinguna hafa sýnt fram á að stóra skattatilfærsla hefði átt sér stað á Íslandi þar sem ríkasta eina prósent landsmanna hefði fengið skattaafslátt upp á átta prósent undanfarinn aldarfjórðung á meðan skattar þeirra tekjulægstu hefðu hækkað um tólf prósent. Kjaramál Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Formenn verkalýðsfélaganna VR og Eflingar segjast telja að verkalýðshreyfingin standi nú í „stéttastríði“ við hagsmunaöfl í landinu. Hún gæti beitt áhrifum sínum hjá lífeyrissjóðum til þess að stöðva fjárfestingar þeirra á meðan deilt er um kjarasamninga. Þessar hugmyndir komu fram í fréttaskýringarþættinum Kveik á RÚV þar sem Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, ræddu um kröfur sínar og hugmyndir fyrir komandi kjarasamningaviðræður. „Það er alveg ljóst í mínum huga að þetta er einhverskonar stríð sem verkalýðshreyfingin á í,“ segir Ragnar Þór í þættinum en Sólveig Anna skaut inn að um væri að ræða „stéttastríð“. „Stéttastríð má segja við ákveðin hagsmunaöfl í þessu landi,“ sagði Ragnar Þór þá. Verkalýðshreyfingin hefur sett fram kröfur um að lægstu laun verði hækkuð í 425 þúsund krónur á mánuði, um 40% hækkun. Fulltrúar atvinnurekenda hafa sagt að slíkt svigrúm sé ekki til staðar.Drífa Snædal, forseti ASÍ.Fréttablaðið/Anton BrinkGætu „skrúfað fyrir“ fjárfestingar lífeyrissjóðanna Ragnar Þór varpaði fram hugmynd um að verkalýðshreyfingin gæti nýtt sér áhrif sín hjá lífeyrissjóðum til þess að knýja á um kröfur sínar. „Af hverju getum við ekki sett fjármálakerfið okkar í verkfall? Af hverju getum við ekki beitt áhrifum okkar inni í lífeyrissjóðakerfinu, beinum þá tilmælum til okkar stjórnarmanna að skrúfa fyrir allar fjárfestingar á meðan óvissa eða samningar eru lausir?“ segir hann í viðtalinu. „Við eigum að nota öll tæki sem við mögulega getum og verkalýðshreyfingin er miklu, miklu sterkari, valdameiri og öflugri en fólk gerir sér almennt grein fyrir“. Öll sögðust leiðtogarnir tilbúin í átök til að ná fram kröfum sínum. Sólveig Anna sagði meðal annars að verkföll og átök á vinnumarkaði væru ekki endilega af því slæma. „Vegna þess að í svona sögulegu samhengi hafa þau skilað fólki gríðarlegum, ekki bara aðeins kjarabótum heldur líka svona samfélagsbótum,“ sagði hún. Talaði hún um að vinnuveitendur hefðu stundað „ógeðslega“ væntingastjórnun sem hafi snúist um að segja verka- og láglaunafólki að enginn vilji fara í verkfall og að átök á vinnumarkaði séu í eðli sínu slæm. „Ég held að staðan sem er komin upp núna sé svoleiðis að verka- og láglaunafólk á Íslandi sé ekki lengur tilbúið til þess að láta vera með sig í þessu væntingarstjórnunarprógrammi,“ sagði Sólveig Anna sem sakaði Viðskiptaráð meðal annars um að setja fram blekkjandi gögn til að fela ójöfnuð á Íslandi. Drífa sagði verkalýðshreyfinguna hafa sýnt fram á að stóra skattatilfærsla hefði átt sér stað á Íslandi þar sem ríkasta eina prósent landsmanna hefði fengið skattaafslátt upp á átta prósent undanfarinn aldarfjórðung á meðan skattar þeirra tekjulægstu hefðu hækkað um tólf prósent.
Kjaramál Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira