Spyr hvaða fordómum sá býr yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um selahljóðið og Freyju Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2018 07:34 Anna Kolbrún Árnadóttir, starfandi þingflokksformaður Miðflokksins, á leiðinni á fund þingflokksformanna á mánudag. Vísir/Vilhelm Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustur bar, er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla frá því að byrjað var að fjalla um upptökurnar af barnum fyrir viku síðan. Í viðtalinu er Anna Kolbrún meðal annars spurð út í hljóð sem heyrist á upptökunni þegar þingmennirnir ræða Freyju Haraldsdóttur sem barist hefur fyrir réttindum fatlaðra. Á upptökunni heyrist hljóð sem líkist selahljóði og skömmu eftir það heyrast tveir þingmannanna segja „nei“ og Karl Gauti Hjaltason, nú óháður þingmaður, þá þingmaður Flokks fólksins, segir „Kræst, maður.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur sagt að um umhverfishljóð sé að ræða. Mögulega sé verið að færa stól eða þá að reiðhjól sé að bremsa fyrri utan. Sigmundur hefur sagt að hann kannist ekki við að neinn þingmannanna hafi vísvitandi gefið frá sér selahljóð og tekur Anna Kolbrún undir þetta. „Hverjum datt í hug að velta fyrir sér hugtakinu selur og tengja það við Freyju Haraldsdóttur? Hvaða fordómum býr sá yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um það?“ spyr hún. Þá segist hún aðspurð ekki kannast við að hljóðið hafi komið úr barka neins þingmannanna.Erfitt að viðurkenna fyrir sjálfri sér að hafa verið „konan sem þegir“ Anna Kolbrún segir að sér hafi liðið mjög illa vegna málsins síðustu daga. Hún geri sér grein fyrir að hún hafi látið orðræðuna viðgangast en hún geti þó ekki tekið ábyrgð á orðum annarra. Hún segist hafa upplifað það þannig að hún hafi ítrekað reynt að skipta um umræðuefni en án árangurs. Hún kveðst oft hafa verið í þessum aðstæðum; þar sem karlar stjórna umræðunni og vilja ekki hleypa konum að. „Það sem mér þykir kannski einna erfiðast að horfast í augu við er að ég hef svo margoft stappað stálinu í aðrar konur, sagt þeim að standa á sínu og láta ekki valta yfir sig. Ég á erfitt með að viðurkenna það fyrir sjálfri mér að ég hafi ekki gert það þetta kvöld. Að hafa verið þessi kona sem ég er alltaf að segja öðrum konum að vera ekki. Konan sem þegir.“ Anna Kolbrún segist jafnframt aðspurð ekki upplifa það að baktal og fúkyrði séu hluti af daglegum störfum þingsins. Þá sé það ekki daglegt orðfæri þeirra þingmanna sem sátu með henni á Klaustri að kalla konur kuntur og tíkur. Í viðtalinu greinir Anna Kolbrún svo frá því að hún hafi greinst með krabbamein í brjósti árið 2011. Það hefur nú dreift sér um líkamann og er komið í kringum hjartað, í eitla, kviðarhol og lífhimnu. Anna Kolbrún Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verða gestir í Bítinu á Bylgjunni klukkan 8:05 núna á eftir. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00 Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. 4. desember 2018 23:14 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og einn sexmenninganna á Klaustur bar, er í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið í dag en hún hefur lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla frá því að byrjað var að fjalla um upptökurnar af barnum fyrir viku síðan. Í viðtalinu er Anna Kolbrún meðal annars spurð út í hljóð sem heyrist á upptökunni þegar þingmennirnir ræða Freyju Haraldsdóttur sem barist hefur fyrir réttindum fatlaðra. Á upptökunni heyrist hljóð sem líkist selahljóði og skömmu eftir það heyrast tveir þingmannanna segja „nei“ og Karl Gauti Hjaltason, nú óháður þingmaður, þá þingmaður Flokks fólksins, segir „Kræst, maður.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur sagt að um umhverfishljóð sé að ræða. Mögulega sé verið að færa stól eða þá að reiðhjól sé að bremsa fyrri utan. Sigmundur hefur sagt að hann kannist ekki við að neinn þingmannanna hafi vísvitandi gefið frá sér selahljóð og tekur Anna Kolbrún undir þetta. „Hverjum datt í hug að velta fyrir sér hugtakinu selur og tengja það við Freyju Haraldsdóttur? Hvaða fordómum býr sá yfir sem skrifaði fyrstu fréttina um það?“ spyr hún. Þá segist hún aðspurð ekki kannast við að hljóðið hafi komið úr barka neins þingmannanna.Erfitt að viðurkenna fyrir sjálfri sér að hafa verið „konan sem þegir“ Anna Kolbrún segir að sér hafi liðið mjög illa vegna málsins síðustu daga. Hún geri sér grein fyrir að hún hafi látið orðræðuna viðgangast en hún geti þó ekki tekið ábyrgð á orðum annarra. Hún segist hafa upplifað það þannig að hún hafi ítrekað reynt að skipta um umræðuefni en án árangurs. Hún kveðst oft hafa verið í þessum aðstæðum; þar sem karlar stjórna umræðunni og vilja ekki hleypa konum að. „Það sem mér þykir kannski einna erfiðast að horfast í augu við er að ég hef svo margoft stappað stálinu í aðrar konur, sagt þeim að standa á sínu og láta ekki valta yfir sig. Ég á erfitt með að viðurkenna það fyrir sjálfri mér að ég hafi ekki gert það þetta kvöld. Að hafa verið þessi kona sem ég er alltaf að segja öðrum konum að vera ekki. Konan sem þegir.“ Anna Kolbrún segist jafnframt aðspurð ekki upplifa það að baktal og fúkyrði séu hluti af daglegum störfum þingsins. Þá sé það ekki daglegt orðfæri þeirra þingmanna sem sátu með henni á Klaustri að kalla konur kuntur og tíkur. Í viðtalinu greinir Anna Kolbrún svo frá því að hún hafi greinst með krabbamein í brjósti árið 2011. Það hefur nú dreift sér um líkamann og er komið í kringum hjartað, í eitla, kviðarhol og lífhimnu. Anna Kolbrún Árnadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verða gestir í Bítinu á Bylgjunni klukkan 8:05 núna á eftir.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00 Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. 4. desember 2018 23:14 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00
Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50
Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. 4. desember 2018 23:14