Ótti við kuldaskeið ástæðulaus þótt jöklarnir hafi ekki rýrnað Kristján Már Unnarsson skrifar 5. desember 2018 22:15 Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur um veðurfar á Veðurstofu Íslands. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Svalt sumar sunnanlands skýrir það hversvegna jöklar landsins rýrnuðu ekki í ár og er engin forspá um að Ísland sé að sigla inn í kuldaskeið, að mati veðurfarssérfræðings, sem telur meiri líkur á því að næsta ár verði hlýrra en þetta. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Nýjar mælingar á fjórum stærstu jöklum landsins sýna að þeir stóðu í stað og jafnvel stækkuðu frá því í fyrrahaust. Skýringin er svalt sumar sunnanlands, segir Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur um veðurfar á Veðurstofu Íslands. „Það var mikil úrkoma, lítið sólskin. Það er víst það sem hefur mest áhrif á jöklana okkar, það er sumarhitinn,“ segir Kristín Björg. „Það hefur náttúrlega verið einstaklega hlýtt undanfarin sumur og þessvegna hafa jöklarnir verið að minnka svona mikið hjá okkur. Svo fáum við núna eitt slakt sumar og það virðist valda því að jöklarnir standa í stað.“Frá Jökulsárlóni við sporð Breiðamerkurjökuls, einum skriðjökla Vatnajökuls.Vísir/Vilhelm.Og það að jöklarnir rýrni ekki þetta árið er engin forspá um kuldaskeið, að mati Kristínar. „Það er ekki hægt að segja það eftir eitt ár. Við þurfum að fá lengri tíma til að sjá það. Og ég myndi ekki segja það. Hitinn á heimsvísu er ennþá, hann fer ekki lækkandi. Nei, ég myndi ekki segja að við værum á leiðinni í kuldaskeið." Þótt árið sem er að líða stefni í að verða með þeim kaldari hérlendis á öldinni segir það ekkert um næsta ár á Íslandi. „Ég myndi bara segja að það væru meiri líkur á að það væri hlýrra en kaldara. Því það fer hlýnandi í heiminum og við eigum alveg að fylgja því eftir líka,“ segir veðurfarssérfræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Tengdar fréttir Jöklar Íslands rýrnuðu ekki í fyrsta sinn í aldarfjórðung Stærstu jöklar landsins stóðu í stað og jafnvel stækkuðu á síðustu tólf mánuðum, samkvæmt nýjustu mælingum. Jöklasérfræðingur telur þetta geta skýrst af kaldari sjó sunnan við landið. 4. desember 2018 20:30 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Svalt sumar sunnanlands skýrir það hversvegna jöklar landsins rýrnuðu ekki í ár og er engin forspá um að Ísland sé að sigla inn í kuldaskeið, að mati veðurfarssérfræðings, sem telur meiri líkur á því að næsta ár verði hlýrra en þetta. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Nýjar mælingar á fjórum stærstu jöklum landsins sýna að þeir stóðu í stað og jafnvel stækkuðu frá því í fyrrahaust. Skýringin er svalt sumar sunnanlands, segir Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur um veðurfar á Veðurstofu Íslands. „Það var mikil úrkoma, lítið sólskin. Það er víst það sem hefur mest áhrif á jöklana okkar, það er sumarhitinn,“ segir Kristín Björg. „Það hefur náttúrlega verið einstaklega hlýtt undanfarin sumur og þessvegna hafa jöklarnir verið að minnka svona mikið hjá okkur. Svo fáum við núna eitt slakt sumar og það virðist valda því að jöklarnir standa í stað.“Frá Jökulsárlóni við sporð Breiðamerkurjökuls, einum skriðjökla Vatnajökuls.Vísir/Vilhelm.Og það að jöklarnir rýrni ekki þetta árið er engin forspá um kuldaskeið, að mati Kristínar. „Það er ekki hægt að segja það eftir eitt ár. Við þurfum að fá lengri tíma til að sjá það. Og ég myndi ekki segja það. Hitinn á heimsvísu er ennþá, hann fer ekki lækkandi. Nei, ég myndi ekki segja að við værum á leiðinni í kuldaskeið." Þótt árið sem er að líða stefni í að verða með þeim kaldari hérlendis á öldinni segir það ekkert um næsta ár á Íslandi. „Ég myndi bara segja að það væru meiri líkur á að það væri hlýrra en kaldara. Því það fer hlýnandi í heiminum og við eigum alveg að fylgja því eftir líka,“ segir veðurfarssérfræðingurinn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Jöklar Íslands rýrnuðu ekki í fyrsta sinn í aldarfjórðung Stærstu jöklar landsins stóðu í stað og jafnvel stækkuðu á síðustu tólf mánuðum, samkvæmt nýjustu mælingum. Jöklasérfræðingur telur þetta geta skýrst af kaldari sjó sunnan við landið. 4. desember 2018 20:30 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Jöklar Íslands rýrnuðu ekki í fyrsta sinn í aldarfjórðung Stærstu jöklar landsins stóðu í stað og jafnvel stækkuðu á síðustu tólf mánuðum, samkvæmt nýjustu mælingum. Jöklasérfræðingur telur þetta geta skýrst af kaldari sjó sunnan við landið. 4. desember 2018 20:30