Afkoma íslensku jöklanna þykir sterk vísbending um þróun loftslags hérlendis. Jöklarannsóknamenn Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands fóru í október í árlega mælingaleiðangra um Vatnajökul og Langjökul og nú liggja niðurstöður fyrir um þessar tvær stærstu jökulbreiður landsins.

Þannig hafði Langjökull þynnst að jafnaði um einn og hálfan metra á ári undanfarin tuttugu ár, að sögn Finns.
„En síðustu nokkur árin hefur hann verið nærri núlli, það er að segja, hann hefur hvorki stækkað né minnkað. Og það á við um þetta ár, bæði fyrir Vatnajökul og Langjökul.“
Árleg mæling á Hofsjökli, sem sérfræðingar Veðurstofu Íslands kynntu fyrir tíu dögum, sýnir að hann hefur örlítið bætt á sig milli ára, og takmörkuð mæling á yfirborði Mýrdalsjökuls sýnir að hann stækkaði einnig. Þar varð raunar veruleg viðbót.

„Ein orsökin gæti verið að það er heldur kaldari sjór sunnan við land,“ segir Finnur.
Spurningu um hvort þetta sé vísbending um að Ísland sé að sigla inn í kuldaskeið vísar hann á veðurfræðinga.
„Hins vegar er það staðreynd að það hefur verið heldur kaldara síðustu nokkur árin. Sumarið í sumar var mjög óvanalegt, kannski ekki endilega vegna kulda heldur vegna þess að það var svo þungbúið meirihluta sumarsins, sérstaklega hérna á öllu vestanverðu landinu.“

Og kalt sumar vestanlands sást á Langjökli.
„Ég held að það hafi verið snjósöfnun meira og minna fram í ágúst á efri hluta Langjökuls, sem er mjög óvenjulegt,“ segir verkefnastjóri jöklarannsókna Háskólans.
Hér má sjá frétt Stöðvar 2: