Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Kristján Már Unnarsson skrifar 5. desember 2018 20:45 Flugfreyjurnar Unnur Gunnarsdóttir og Ásbjörg Morthens í Dornier-vélinni fyrir brottför síðdegis. Þær voru tvær í þessari fyrstu áætlunarferð en jafnan verður ein flugfreyja um borð í þessari 32 sæta vél. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis nú síðdegis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug, en hálft ár tók að skrá vélina hérlendis. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugfreyjur voru um borð í vél félagsins. Rætt var við þær og myndir sýndar af fyrsta flugtakinu í fréttum Stöðvar 2. Dornier-skrúfuþotan skömmu fyrir brottför á Reykjavíkurflugvelli síðdegis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ernir fékk Dornier-skrúfuþotuna til landsins í lok maímánaðar og stefndi að því að taka hana í notkun í júní. Því fylgdi hins vegar afar flókin pappísvinna að skrá vélina, eins og heyra má í viðtali við eigendur Ernis, hjónin Hörð Guðmundsson og Jónínu Guðmundsdóttur.Eigendur Flugfélagsins Ernis, hjónin Hörður Guðmundsson og Jónína Guðmundsdóttir.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrstu flugfreyjur Ernis heita Unnur Gunnarsdóttir og Ásbjörg Morthens. Unnur var áður í millilandaflugi hjá Icelandair og Ásbjörg hjá Wow-air. Þær þekkja vélina vel eftir þjálfun í Þýskalandi í sumar og segja mjög spennandi að færa sig yfir í innanlandsflugið og taka þátt í þessu verkefni með Erni.Dornier-skrúfuþotan í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli síðdegis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugstjóri í þessari fyrstu áætlunarferð var Þráinn Hafsteinsson en áfangastaðurinn var Húsavík. Flugtíminn þangað var áætlaður um 35 mínútur, tíu til tólf mínútum styttri en á eldri Jetstream-vélum félagsins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Norðurþing Tengdar fréttir Þingeyingar fá að þjóta suður á 620 km hraða Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Forstjórinn segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. 23. maí 2018 21:15 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis nú síðdegis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug, en hálft ár tók að skrá vélina hérlendis. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugfreyjur voru um borð í vél félagsins. Rætt var við þær og myndir sýndar af fyrsta flugtakinu í fréttum Stöðvar 2. Dornier-skrúfuþotan skömmu fyrir brottför á Reykjavíkurflugvelli síðdegis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ernir fékk Dornier-skrúfuþotuna til landsins í lok maímánaðar og stefndi að því að taka hana í notkun í júní. Því fylgdi hins vegar afar flókin pappísvinna að skrá vélina, eins og heyra má í viðtali við eigendur Ernis, hjónin Hörð Guðmundsson og Jónínu Guðmundsdóttur.Eigendur Flugfélagsins Ernis, hjónin Hörður Guðmundsson og Jónína Guðmundsdóttir.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrstu flugfreyjur Ernis heita Unnur Gunnarsdóttir og Ásbjörg Morthens. Unnur var áður í millilandaflugi hjá Icelandair og Ásbjörg hjá Wow-air. Þær þekkja vélina vel eftir þjálfun í Þýskalandi í sumar og segja mjög spennandi að færa sig yfir í innanlandsflugið og taka þátt í þessu verkefni með Erni.Dornier-skrúfuþotan í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli síðdegis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugstjóri í þessari fyrstu áætlunarferð var Þráinn Hafsteinsson en áfangastaðurinn var Húsavík. Flugtíminn þangað var áætlaður um 35 mínútur, tíu til tólf mínútum styttri en á eldri Jetstream-vélum félagsins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Norðurþing Tengdar fréttir Þingeyingar fá að þjóta suður á 620 km hraða Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Forstjórinn segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. 23. maí 2018 21:15 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Þingeyingar fá að þjóta suður á 620 km hraða Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Forstjórinn segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. 23. maí 2018 21:15
Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15
Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00