Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Kristján Már Unnarsson skrifar 4. september 2018 21:00 Hörður Guðmundsson, forstjóri og eigandi Ernis, við Dornier-skrúfuþotuna, sem búið er að mála í litum félagsins. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar hérlendis. Rætt var við Hörð Guðmundsson, forstjóra og eiganda Ernis, í fréttum Stöðvar 2. Koma vélarinnar til Reykjavíkur þann 22. maí í vor markaði tímamót í sögu Ernis enda er þessi 32 sæta skrúfuþota bæði langstærsta og hraðfleygasta vél sem félagið hefur eignast. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, vonaðist þá til að skráning hennar tæki tvær til fjórar vikur. En það gekk ekki eftir og núna, sextán vikum síðar, hefur vélinni ekkert verið flogið. Ástæðan, að sögn Harðar, er mikil og flókin pappírsvinna sem fylgi því að taka nýja tegund flugvélar í notkun.Hún átti að vera aðalflugvél félagsins í sumar. Þess í stað hefur hún engan farþega flutt.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hörður segir þetta hafa verið einfaldara á árum áður og rifjar upp að þegar hann fékk 19 sæta Twin Otter-vél árið 1988 hafi þáverandi flugmálastjóri sagt sínum mönnum að drífa hana í skráningu því vélin ætti að fara í áætlunarflug daginn eftir. „Þetta hefur alltaf verið að aukast, skriffinnskan og eftirlitið, má segja, með þessu,“ segir Hörður. Þetta sé orðið sérstaklega strembið þegar verið sé að kaupa notaða flugvél. „Með því að pappírsflóðið er óskaplegt í kringum alla skriffinnsku. Hvert einasta viðvik í kringum flugvél er skráð. Og það þarf að tryggja það að öll sú skráning sé rétt. Og þetta tekur mikinn tíma, sérstaklega ef menn eru ekki bara mjög vanir þeirri vinnu.“Með 32 sæti um borð sá Hörður fram á mikið hagræði með komu vélarinnar í vor. Ernir sinnir áætlunarflugi til Húsavíkur, Hornafjarðar, Vestmannaeyja, Bíldudals og Gjögurs og jafnframt leiguflugi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Dornierinn átti að nýtast á háannatíma í sumar en nú er sá tími fyrir bí. „Ég myndi kannski ekki segja að það væri áfall. En hagræðingin sem við ætluðum okkur í sumar, hún náðist því miður ekki. Það er gífurlegur kostnaður bara í kringum innleiðingu svona nýrrar vélar. Og tækin eru jú dýr. Og það þarf náttúrlega að borga af þessu og allt það. Og þá þarf náttúrlega tækið að geta snúist.“ Fjórar 19 sæta Jetstream-vélar hafa þurft að duga Erni í sumar. En hvenær kemur svo að því að Dornierinn fari að fljúga? „Kannski um miðjan september, þá á þetta að vera klárt. Eftir svona tvær vikur,“ svarar Hörður vongóður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Þingeyingar fá að þjóta suður á 620 km hraða Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Forstjórinn segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. 23. maí 2018 21:15 Tafir á skráningu 32 sæta skrúfuþotu flugfélagsins Ernis Dornier-skrúfuþota sem Flugfélagið Ernir keypti í vetur og kom til landsins fyrir rúmum sex vikum stendur enn ónotuð í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. 6. júlí 2018 06:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Sjá meira
Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar hérlendis. Rætt var við Hörð Guðmundsson, forstjóra og eiganda Ernis, í fréttum Stöðvar 2. Koma vélarinnar til Reykjavíkur þann 22. maí í vor markaði tímamót í sögu Ernis enda er þessi 32 sæta skrúfuþota bæði langstærsta og hraðfleygasta vél sem félagið hefur eignast. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, vonaðist þá til að skráning hennar tæki tvær til fjórar vikur. En það gekk ekki eftir og núna, sextán vikum síðar, hefur vélinni ekkert verið flogið. Ástæðan, að sögn Harðar, er mikil og flókin pappírsvinna sem fylgi því að taka nýja tegund flugvélar í notkun.Hún átti að vera aðalflugvél félagsins í sumar. Þess í stað hefur hún engan farþega flutt.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hörður segir þetta hafa verið einfaldara á árum áður og rifjar upp að þegar hann fékk 19 sæta Twin Otter-vél árið 1988 hafi þáverandi flugmálastjóri sagt sínum mönnum að drífa hana í skráningu því vélin ætti að fara í áætlunarflug daginn eftir. „Þetta hefur alltaf verið að aukast, skriffinnskan og eftirlitið, má segja, með þessu,“ segir Hörður. Þetta sé orðið sérstaklega strembið þegar verið sé að kaupa notaða flugvél. „Með því að pappírsflóðið er óskaplegt í kringum alla skriffinnsku. Hvert einasta viðvik í kringum flugvél er skráð. Og það þarf að tryggja það að öll sú skráning sé rétt. Og þetta tekur mikinn tíma, sérstaklega ef menn eru ekki bara mjög vanir þeirri vinnu.“Með 32 sæti um borð sá Hörður fram á mikið hagræði með komu vélarinnar í vor. Ernir sinnir áætlunarflugi til Húsavíkur, Hornafjarðar, Vestmannaeyja, Bíldudals og Gjögurs og jafnframt leiguflugi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Dornierinn átti að nýtast á háannatíma í sumar en nú er sá tími fyrir bí. „Ég myndi kannski ekki segja að það væri áfall. En hagræðingin sem við ætluðum okkur í sumar, hún náðist því miður ekki. Það er gífurlegur kostnaður bara í kringum innleiðingu svona nýrrar vélar. Og tækin eru jú dýr. Og það þarf náttúrlega að borga af þessu og allt það. Og þá þarf náttúrlega tækið að geta snúist.“ Fjórar 19 sæta Jetstream-vélar hafa þurft að duga Erni í sumar. En hvenær kemur svo að því að Dornierinn fari að fljúga? „Kannski um miðjan september, þá á þetta að vera klárt. Eftir svona tvær vikur,“ svarar Hörður vongóður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Þingeyingar fá að þjóta suður á 620 km hraða Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Forstjórinn segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. 23. maí 2018 21:15 Tafir á skráningu 32 sæta skrúfuþotu flugfélagsins Ernis Dornier-skrúfuþota sem Flugfélagið Ernir keypti í vetur og kom til landsins fyrir rúmum sex vikum stendur enn ónotuð í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. 6. júlí 2018 06:00 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Sjá meira
Þingeyingar fá að þjóta suður á 620 km hraða Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Forstjórinn segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. 23. maí 2018 21:15
Tafir á skráningu 32 sæta skrúfuþotu flugfélagsins Ernis Dornier-skrúfuþota sem Flugfélagið Ernir keypti í vetur og kom til landsins fyrir rúmum sex vikum stendur enn ónotuð í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. 6. júlí 2018 06:00