Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Kristján Már Unnarsson skrifar 4. september 2018 21:00 Hörður Guðmundsson, forstjóri og eigandi Ernis, við Dornier-skrúfuþotuna, sem búið er að mála í litum félagsins. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar hérlendis. Rætt var við Hörð Guðmundsson, forstjóra og eiganda Ernis, í fréttum Stöðvar 2. Koma vélarinnar til Reykjavíkur þann 22. maí í vor markaði tímamót í sögu Ernis enda er þessi 32 sæta skrúfuþota bæði langstærsta og hraðfleygasta vél sem félagið hefur eignast. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, vonaðist þá til að skráning hennar tæki tvær til fjórar vikur. En það gekk ekki eftir og núna, sextán vikum síðar, hefur vélinni ekkert verið flogið. Ástæðan, að sögn Harðar, er mikil og flókin pappírsvinna sem fylgi því að taka nýja tegund flugvélar í notkun.Hún átti að vera aðalflugvél félagsins í sumar. Þess í stað hefur hún engan farþega flutt.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hörður segir þetta hafa verið einfaldara á árum áður og rifjar upp að þegar hann fékk 19 sæta Twin Otter-vél árið 1988 hafi þáverandi flugmálastjóri sagt sínum mönnum að drífa hana í skráningu því vélin ætti að fara í áætlunarflug daginn eftir. „Þetta hefur alltaf verið að aukast, skriffinnskan og eftirlitið, má segja, með þessu,“ segir Hörður. Þetta sé orðið sérstaklega strembið þegar verið sé að kaupa notaða flugvél. „Með því að pappírsflóðið er óskaplegt í kringum alla skriffinnsku. Hvert einasta viðvik í kringum flugvél er skráð. Og það þarf að tryggja það að öll sú skráning sé rétt. Og þetta tekur mikinn tíma, sérstaklega ef menn eru ekki bara mjög vanir þeirri vinnu.“Með 32 sæti um borð sá Hörður fram á mikið hagræði með komu vélarinnar í vor. Ernir sinnir áætlunarflugi til Húsavíkur, Hornafjarðar, Vestmannaeyja, Bíldudals og Gjögurs og jafnframt leiguflugi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Dornierinn átti að nýtast á háannatíma í sumar en nú er sá tími fyrir bí. „Ég myndi kannski ekki segja að það væri áfall. En hagræðingin sem við ætluðum okkur í sumar, hún náðist því miður ekki. Það er gífurlegur kostnaður bara í kringum innleiðingu svona nýrrar vélar. Og tækin eru jú dýr. Og það þarf náttúrlega að borga af þessu og allt það. Og þá þarf náttúrlega tækið að geta snúist.“ Fjórar 19 sæta Jetstream-vélar hafa þurft að duga Erni í sumar. En hvenær kemur svo að því að Dornierinn fari að fljúga? „Kannski um miðjan september, þá á þetta að vera klárt. Eftir svona tvær vikur,“ svarar Hörður vongóður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Þingeyingar fá að þjóta suður á 620 km hraða Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Forstjórinn segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. 23. maí 2018 21:15 Tafir á skráningu 32 sæta skrúfuþotu flugfélagsins Ernis Dornier-skrúfuþota sem Flugfélagið Ernir keypti í vetur og kom til landsins fyrir rúmum sex vikum stendur enn ónotuð í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. 6. júlí 2018 06:00 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar hérlendis. Rætt var við Hörð Guðmundsson, forstjóra og eiganda Ernis, í fréttum Stöðvar 2. Koma vélarinnar til Reykjavíkur þann 22. maí í vor markaði tímamót í sögu Ernis enda er þessi 32 sæta skrúfuþota bæði langstærsta og hraðfleygasta vél sem félagið hefur eignast. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, vonaðist þá til að skráning hennar tæki tvær til fjórar vikur. En það gekk ekki eftir og núna, sextán vikum síðar, hefur vélinni ekkert verið flogið. Ástæðan, að sögn Harðar, er mikil og flókin pappírsvinna sem fylgi því að taka nýja tegund flugvélar í notkun.Hún átti að vera aðalflugvél félagsins í sumar. Þess í stað hefur hún engan farþega flutt.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hörður segir þetta hafa verið einfaldara á árum áður og rifjar upp að þegar hann fékk 19 sæta Twin Otter-vél árið 1988 hafi þáverandi flugmálastjóri sagt sínum mönnum að drífa hana í skráningu því vélin ætti að fara í áætlunarflug daginn eftir. „Þetta hefur alltaf verið að aukast, skriffinnskan og eftirlitið, má segja, með þessu,“ segir Hörður. Þetta sé orðið sérstaklega strembið þegar verið sé að kaupa notaða flugvél. „Með því að pappírsflóðið er óskaplegt í kringum alla skriffinnsku. Hvert einasta viðvik í kringum flugvél er skráð. Og það þarf að tryggja það að öll sú skráning sé rétt. Og þetta tekur mikinn tíma, sérstaklega ef menn eru ekki bara mjög vanir þeirri vinnu.“Með 32 sæti um borð sá Hörður fram á mikið hagræði með komu vélarinnar í vor. Ernir sinnir áætlunarflugi til Húsavíkur, Hornafjarðar, Vestmannaeyja, Bíldudals og Gjögurs og jafnframt leiguflugi.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Dornierinn átti að nýtast á háannatíma í sumar en nú er sá tími fyrir bí. „Ég myndi kannski ekki segja að það væri áfall. En hagræðingin sem við ætluðum okkur í sumar, hún náðist því miður ekki. Það er gífurlegur kostnaður bara í kringum innleiðingu svona nýrrar vélar. Og tækin eru jú dýr. Og það þarf náttúrlega að borga af þessu og allt það. Og þá þarf náttúrlega tækið að geta snúist.“ Fjórar 19 sæta Jetstream-vélar hafa þurft að duga Erni í sumar. En hvenær kemur svo að því að Dornierinn fari að fljúga? „Kannski um miðjan september, þá á þetta að vera klárt. Eftir svona tvær vikur,“ svarar Hörður vongóður. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Þingeyingar fá að þjóta suður á 620 km hraða Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Forstjórinn segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. 23. maí 2018 21:15 Tafir á skráningu 32 sæta skrúfuþotu flugfélagsins Ernis Dornier-skrúfuþota sem Flugfélagið Ernir keypti í vetur og kom til landsins fyrir rúmum sex vikum stendur enn ónotuð í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. 6. júlí 2018 06:00 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Þingeyingar fá að þjóta suður á 620 km hraða Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Forstjórinn segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. 23. maí 2018 21:15
Tafir á skráningu 32 sæta skrúfuþotu flugfélagsins Ernis Dornier-skrúfuþota sem Flugfélagið Ernir keypti í vetur og kom til landsins fyrir rúmum sex vikum stendur enn ónotuð í flugskýli 1 á Reykjavíkurflugvelli. 6. júlí 2018 06:00