„Við getum ekki ráðið við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. september 2018 19:45 Erfitt er að koma í veg fyrir banaslys eins og það sem varð í Steinsholtsá í gær ef ökumenn taka ekki mið af varúðarskiltum, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Þar að auki sé erfitt að bæta akstursleiðina yfir straumþunga jökulána enda sé botn hennar síbreytilegur. Bandarísk hjón voru á leið inn í Þórsmörk í brúðkaupsferð í gær þegar þau festu jeppling sinn á vaði í Steinsholtsá. Að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, er búið að taka skýrslu af eiginmanninum og öðrum sem urðu vitni að slysinu. Það teljist upplýst að konan hafi látist þegar henni skrikaði fótur þegar hún hugðist yfirgefa bílinn og varð það til þess að hún flaut um 650 metra niður eftir ánni áður en björgunarmenn náðu henni á land. Nákvæm dánarorsök liggur þó ekki fyrir en talið er að hún kunni að hafa drukknað. Sjá einnig: Skrikaði fótur og flaut langt niður með ánni Reglulega berast fréttir af bílum sem festast á þessum slóðum en G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að aðstæður í Steinsholtsá geri stofnuninni erfitt fyrir að bæta akstursleiðina yfir ána. Ómögulegt sé að merkja hvar vaðið liggur í Steinsholtsá, enda sé um straumþunga jökulá að ræða. Botn Steinsholtsár eigi því til að breytast hratt og staðsetning vaðsins sömuleiðis. Vegagerðin hafi þess vegna lagt áherslu á að koma upplýsingum um hættulegar akstursleiðir inn í Þórsmörk á framfæri með skiltum. „Það er bent á það af okkur með skiltum, að þessir vegir eru ekki góðir fyrir hvaða bíl sem er. Þeir þurfa að vera fjórhjóladrifnir, og af ákveðinni stærðargráðu - við erum með ákveðna flokkun á því. Þetta er allt skilmerkilega skiltað. Síðan er náttúrulega vandamálið að við getum ekki ráðið við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum,“ segir Pétur. Aðspurður um hvort komi því til skoðunar að hindra akstur yfir ár í einhverjum tilfellum, segir Pétur að það væri illframkvæmanlegt. „Hvernig ættum við að gera það? Það yrði þá að koma til lögregla eða eitthvað slíkt, það þyrfti að vera vörður við hverja á og það held ég að sé ekki raunhæft.“ Andlát Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Skrikaði fótur og flaut langt niður með ánni Líðan eiginmanns konunnar, sem einnig lenti í slysinu, er góð eftir atvikum. Tekin verður skýrsla af honum síðar í dag. 1. september 2018 10:08 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Erfitt er að koma í veg fyrir banaslys eins og það sem varð í Steinsholtsá í gær ef ökumenn taka ekki mið af varúðarskiltum, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Þar að auki sé erfitt að bæta akstursleiðina yfir straumþunga jökulána enda sé botn hennar síbreytilegur. Bandarísk hjón voru á leið inn í Þórsmörk í brúðkaupsferð í gær þegar þau festu jeppling sinn á vaði í Steinsholtsá. Að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, er búið að taka skýrslu af eiginmanninum og öðrum sem urðu vitni að slysinu. Það teljist upplýst að konan hafi látist þegar henni skrikaði fótur þegar hún hugðist yfirgefa bílinn og varð það til þess að hún flaut um 650 metra niður eftir ánni áður en björgunarmenn náðu henni á land. Nákvæm dánarorsök liggur þó ekki fyrir en talið er að hún kunni að hafa drukknað. Sjá einnig: Skrikaði fótur og flaut langt niður með ánni Reglulega berast fréttir af bílum sem festast á þessum slóðum en G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að aðstæður í Steinsholtsá geri stofnuninni erfitt fyrir að bæta akstursleiðina yfir ána. Ómögulegt sé að merkja hvar vaðið liggur í Steinsholtsá, enda sé um straumþunga jökulá að ræða. Botn Steinsholtsár eigi því til að breytast hratt og staðsetning vaðsins sömuleiðis. Vegagerðin hafi þess vegna lagt áherslu á að koma upplýsingum um hættulegar akstursleiðir inn í Þórsmörk á framfæri með skiltum. „Það er bent á það af okkur með skiltum, að þessir vegir eru ekki góðir fyrir hvaða bíl sem er. Þeir þurfa að vera fjórhjóladrifnir, og af ákveðinni stærðargráðu - við erum með ákveðna flokkun á því. Þetta er allt skilmerkilega skiltað. Síðan er náttúrulega vandamálið að við getum ekki ráðið við það þegar fólk fer ekki eftir ábendingum,“ segir Pétur. Aðspurður um hvort komi því til skoðunar að hindra akstur yfir ár í einhverjum tilfellum, segir Pétur að það væri illframkvæmanlegt. „Hvernig ættum við að gera það? Það yrði þá að koma til lögregla eða eitthvað slíkt, það þyrfti að vera vörður við hverja á og það held ég að sé ekki raunhæft.“
Andlát Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Skrikaði fótur og flaut langt niður með ánni Líðan eiginmanns konunnar, sem einnig lenti í slysinu, er góð eftir atvikum. Tekin verður skýrsla af honum síðar í dag. 1. september 2018 10:08 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Skrikaði fótur og flaut langt niður með ánni Líðan eiginmanns konunnar, sem einnig lenti í slysinu, er góð eftir atvikum. Tekin verður skýrsla af honum síðar í dag. 1. september 2018 10:08