#MeToo teygir sig til Japan Sigurgeir Ingi Þorkelsson Eyvinds skrifar 19. apríl 2018 09:57 Mikill styr hefur staðið um Fukuda og hefur hann nú sagt af sér. VISIR/AFP Junichi Fukuda, yfirmaður í japanska fjármálaráðuneytinu hefur sagt starfi sínu lausu í kjölfar ásakana um að hafa áreitt fréttakonu kynferðislega. Fréttir af málinu birtust fyrst í síðustu viku og birtist í kjölfarið hljóðupptaka þar sem Fukuda heyrist spyrja hvort hann megi strjúka blaðakonu um brjóstin. Fukuda neitar sök í málinu og segir að dómstólar muni fá að úrskurða um hvað sé rétt í málinu. Blaðamannafélag Japan hefur gefið frá sér yfirlýsingu sem fordæmir starfsaðstæður margra kvenkyns félagsmanna sinna. „Margar fréttakonur þurfa að sitja undir hræðilegri, niðurlægjandi meðferð.“ Er þar vísað meðal annars til kynferðislegs tals og óviðeigandi snertinga sem fréttakonur þora aðeins að mæta með þögninni vegna ótta við að skaða samband vinnuveitanda síns og þess sem taka á viðtal við. MeToo-hreyfingin hefur farið hægt af stað í Japan. Viðhorf til kynhlutverka þar í landi eru íhaldssöm og konur njóta ekki sömu tækifæra og karlmenn, en Japan situr til að mynda í 114. sæti jafnréttismælingarinnar Global Gender Gap. Ísland hefur trónað á toppi mælingarinnar síðastliðin níu ár. BBC greinir frá. MeToo Japan Tengdar fréttir Fannst látinn í kjölfar #metoo ásakana Min-ki neitaði upphaflega að hafa gert konunum mein en gaf út yfirlýsingu 27. febrúar þar sem hann bað brotaþola afsökunar. 9. mars 2018 15:45 Nýr kviðdómur ákveður örlög Cosby Bill Cosby snýr aftur í réttarsal í dag, um það bil 10 mánuðum eftir að upphafleg réttarhöld yfir honum voru ómerkt, í júní á síðasta ári. 9. apríl 2018 10:54 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Junichi Fukuda, yfirmaður í japanska fjármálaráðuneytinu hefur sagt starfi sínu lausu í kjölfar ásakana um að hafa áreitt fréttakonu kynferðislega. Fréttir af málinu birtust fyrst í síðustu viku og birtist í kjölfarið hljóðupptaka þar sem Fukuda heyrist spyrja hvort hann megi strjúka blaðakonu um brjóstin. Fukuda neitar sök í málinu og segir að dómstólar muni fá að úrskurða um hvað sé rétt í málinu. Blaðamannafélag Japan hefur gefið frá sér yfirlýsingu sem fordæmir starfsaðstæður margra kvenkyns félagsmanna sinna. „Margar fréttakonur þurfa að sitja undir hræðilegri, niðurlægjandi meðferð.“ Er þar vísað meðal annars til kynferðislegs tals og óviðeigandi snertinga sem fréttakonur þora aðeins að mæta með þögninni vegna ótta við að skaða samband vinnuveitanda síns og þess sem taka á viðtal við. MeToo-hreyfingin hefur farið hægt af stað í Japan. Viðhorf til kynhlutverka þar í landi eru íhaldssöm og konur njóta ekki sömu tækifæra og karlmenn, en Japan situr til að mynda í 114. sæti jafnréttismælingarinnar Global Gender Gap. Ísland hefur trónað á toppi mælingarinnar síðastliðin níu ár. BBC greinir frá.
MeToo Japan Tengdar fréttir Fannst látinn í kjölfar #metoo ásakana Min-ki neitaði upphaflega að hafa gert konunum mein en gaf út yfirlýsingu 27. febrúar þar sem hann bað brotaþola afsökunar. 9. mars 2018 15:45 Nýr kviðdómur ákveður örlög Cosby Bill Cosby snýr aftur í réttarsal í dag, um það bil 10 mánuðum eftir að upphafleg réttarhöld yfir honum voru ómerkt, í júní á síðasta ári. 9. apríl 2018 10:54 Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Fannst látinn í kjölfar #metoo ásakana Min-ki neitaði upphaflega að hafa gert konunum mein en gaf út yfirlýsingu 27. febrúar þar sem hann bað brotaþola afsökunar. 9. mars 2018 15:45
Nýr kviðdómur ákveður örlög Cosby Bill Cosby snýr aftur í réttarsal í dag, um það bil 10 mánuðum eftir að upphafleg réttarhöld yfir honum voru ómerkt, í júní á síðasta ári. 9. apríl 2018 10:54
Umfjöllun um Harvey Weinstein hlaut Pulitzer-verðlaunin Umfjöllunin leiddi til þess að Weinstein var útskúfaður úr kvikmyndabransanum en fjöldi kvenna steig fram og lýsti ýmist kynferðislegu áreiti eða ofbeldi Weinstein í þeirra garð. 16. apríl 2018 23:40
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent