Fimmtán sem biðu eftir plássi á Vogi dóu í fyrra Aðalheiður Ámundadótir skrifar 17. ágúst 2018 06:00 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Fréttablaðið/Pjetur Fimmtán einstaklingar sem voru á biðlista eftir meðferð á Vogi í fyrra létust áður en til meðferðar kom. Ellefu einstaklingar sem biðu meðferðar létust árið 2016. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Söru Elísu Þórðardóttur sem birt var á vef Alþingis í gær. Í svari ráðherra kemur einnig fram að um það bil þriðjungur þeirra sem fara á biðlista skili sér ekki í meðferð, ýmist hætti við, mæti ekki til innlagnar eða ekki náist í viðkomandi. „Biðlistar eru slæmir, best er að geta komið til móts við fólk þegar það biður um aðstoð en ekki vikum eða mánuðum síðar. Þá getur margt hafa breyst,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Aðspurð segir Valgerður að SÁÁ hafi ekki upplýsingar um dánarorsakir þeirra sem létust meðan þeir biðu meðferðar. Bráðveikir fá þjónustu í heilbrigðiskerfinu öllu sem betur fer.Yfir tvö þúsund manns eru skráð á biðlista hjá SÁÁ. Fréttablaðið/HeiðaTöluvert hefur verið rætt um aukna tíðni dauðsfalla hér á landi vegna vímuefnanotkunar. Í erindi Þórarins Tyrfingssonar um efnið á Læknadögum í janúar kom fram að í fyrra hafi 32 áfengis- og vímuefnasjúklingar undir fertugu látist. Þar af var tæpur helmingur undir þrítugu. Á árinu 2016 létust 27 undir fertugu þar af níu undir þrítugu. Tölur á borð við þessar hafi ekki sést frá því í kringum aldamót en fíkn í sterkari ópíóíða hafi byrjað að vaxa aftur árið 2013 og náð áður óþekktri stærð árið 2016. Tölurnar sem Þórarinn byggði erindi sitt á eru sóttar í gagnagrunn Vogs sem nær yfir um það bil 25 þúsund einstaklinga. Hann segir fjölgun á ótímabærum dauðsföllum meðal hinna yngri í grunninum gefa vísbendingu um að auka þurfi og bæta bráðaþjónustu við þetta fólk en þjónustan er í höndum Vogs, bráðamóttöku Landspítalans, sjúkraflutninga og lögreglu. Um fjársveltar stofnanir sé að ræða og biðlistar hafi aldrei verið lengri. Í svari ráðherra kemur einnig fram að fram undan sé stefnumótun um meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Fjölbreytileiki og framboð meðferðarúrræða verði meðal þess sem farið verði yfir í þeirri vinnu. Valgerður segir að meðferðarúrræðin þurfi að vera fjölbreytt og þau hjá SÁÁ myndu gjarnan vilja gera miklu meira, til dæmis hafa öflugri göngudeild. „Að tala um að það vanti úrræði og fjölbreytni er eitt en annað að greiða ekki einu sinni fyrir þau mörgu úrræði sem eru veitt, það er sérstakt. Ríkið sinnir því ekki. Orð duga skammt,“ segir Valgerður. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
Fimmtán einstaklingar sem voru á biðlista eftir meðferð á Vogi í fyrra létust áður en til meðferðar kom. Ellefu einstaklingar sem biðu meðferðar létust árið 2016. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Söru Elísu Þórðardóttur sem birt var á vef Alþingis í gær. Í svari ráðherra kemur einnig fram að um það bil þriðjungur þeirra sem fara á biðlista skili sér ekki í meðferð, ýmist hætti við, mæti ekki til innlagnar eða ekki náist í viðkomandi. „Biðlistar eru slæmir, best er að geta komið til móts við fólk þegar það biður um aðstoð en ekki vikum eða mánuðum síðar. Þá getur margt hafa breyst,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Aðspurð segir Valgerður að SÁÁ hafi ekki upplýsingar um dánarorsakir þeirra sem létust meðan þeir biðu meðferðar. Bráðveikir fá þjónustu í heilbrigðiskerfinu öllu sem betur fer.Yfir tvö þúsund manns eru skráð á biðlista hjá SÁÁ. Fréttablaðið/HeiðaTöluvert hefur verið rætt um aukna tíðni dauðsfalla hér á landi vegna vímuefnanotkunar. Í erindi Þórarins Tyrfingssonar um efnið á Læknadögum í janúar kom fram að í fyrra hafi 32 áfengis- og vímuefnasjúklingar undir fertugu látist. Þar af var tæpur helmingur undir þrítugu. Á árinu 2016 létust 27 undir fertugu þar af níu undir þrítugu. Tölur á borð við þessar hafi ekki sést frá því í kringum aldamót en fíkn í sterkari ópíóíða hafi byrjað að vaxa aftur árið 2013 og náð áður óþekktri stærð árið 2016. Tölurnar sem Þórarinn byggði erindi sitt á eru sóttar í gagnagrunn Vogs sem nær yfir um það bil 25 þúsund einstaklinga. Hann segir fjölgun á ótímabærum dauðsföllum meðal hinna yngri í grunninum gefa vísbendingu um að auka þurfi og bæta bráðaþjónustu við þetta fólk en þjónustan er í höndum Vogs, bráðamóttöku Landspítalans, sjúkraflutninga og lögreglu. Um fjársveltar stofnanir sé að ræða og biðlistar hafi aldrei verið lengri. Í svari ráðherra kemur einnig fram að fram undan sé stefnumótun um meðferðarúrræði vegna fíknivanda. Fjölbreytileiki og framboð meðferðarúrræða verði meðal þess sem farið verði yfir í þeirri vinnu. Valgerður segir að meðferðarúrræðin þurfi að vera fjölbreytt og þau hjá SÁÁ myndu gjarnan vilja gera miklu meira, til dæmis hafa öflugri göngudeild. „Að tala um að það vanti úrræði og fjölbreytni er eitt en annað að greiða ekki einu sinni fyrir þau mörgu úrræði sem eru veitt, það er sérstakt. Ríkið sinnir því ekki. Orð duga skammt,“ segir Valgerður.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira