Mætast í fyrsta sinn í úrslitum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. ágúst 2018 11:00 Sonný Lára Þráinsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, eða Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar? Fréttablaðið/Eyþór Stjarnan og Breiðablik hafa verið fastagestir í bikarúrslitaleikjum í gegnum tíðina en aldrei mæst í þessum stærsta leik hvers árs. Bikarúrslitaleikurinn í kvöld er sögulegur að því leyti. Stjarnan er í bikarúrslitum í fimmta sinn á síðustu sjö árum. Liðið varð bikarmeistari 2012, 2014 og 2015 en tapaði fyrir ÍBV í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki með í fyrra en er staðráðin í að vinna titilinn í ár. „Ég er allavega hungruð í að lyfta þessum bikar og við allar,“ sagði Ásgerður við Fréttablaðið. Vilja bjarga tímabilinu Stjarnan hefur valdið vonbrigðum í Pepsi-deildinni og er úr leik í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Bikarúrslitaleikurinn gefur tímabilinu þó gildi og Stjörnukonur geta orðið bikarmeistarar í fjórða sinn í kvöld. „Við stefnum alltaf á að vinna þá titla sem í boði eru. Við unnum ekki í fyrra og erum langt frá því að verða Íslandsmeistarar í ár, þannig að þetta er stór leikur fyrir okkur. Við ætlum okkur að vinna titil þetta árið,“ sagði Ásgerður. Sóknin er ekki vandamál hjá Stjörnunni en vörnin hefur lekið í sumar. Stjörnukonur hafa fengið á sig 22 mörk í 13 leikjum í Pepsi-deildinni. Aðeins fjögur neðstu liðin hafa fengið á sig fleiri mörk. „Við erum nánast með nýja varnarlínu frá því í fyrra og höfum verið í brasi með varnarleikinn. Mér finnst við ekki jafn þéttar og skipulagðar og síðustu ár,“ sagði Ásgerður. Breiðablik vann báða leikina gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni, þann fyrri 2-6 í Garðabænum og svo 1-0 á Kópavogsvelli. „Við guldum afhroð í fyrsta leiknum en við lærðum mikið af honum. Leikurinn í Kópavoginum var jafn og réðst á marki úr föstu leikatriði,“ sagði Ásgerður. Á meðan Stjarnan hefur verið í vandræðum í Pepsi-deildinni gengur Breiðabliki allt í haginn. Liðið á toppnum, tveimur stigum á undan Þór/KA. Blikar eiga því góða möguleika á að vinna tvöfalt í ár. „Við erum mjög spenntar og ánægðar að vera komnar á Laugardalsvöllinn. Við hlökkum mikið til,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið. Þurfa að stöðva Stjörnusóknina Talsverðar breytingar urðu á Blikaliðinu í vetur og sterkir leikmenn hurfu á braut. Þrátt fyrir það hefur Breiðablik sýnt mikinn styrk og stöðugleika í sumar. „Þetta hefur gengið mjög vel. Liðsheildin er sterk. Við æfðum vel í vetur og komum tilbúnar inn í tímabilið,“ sagði Sonný sem varð bikarmeistari með Breiðabliki fyrir tveimur árum. Blikar hafa alls ellefu sinnum orðið bikarmeistarar en Valskonur eru sigursælastar í sögu bikarkeppninnar með 13 titla. Sonný og stöllur hennar eru meðvitaðar um styrk Garðbæinga. „Þær eru með gríðarlega öflugt sóknarlið og leikmenn sem geta gert út um leiki,“ sagði Sonný. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira
Stjarnan og Breiðablik hafa verið fastagestir í bikarúrslitaleikjum í gegnum tíðina en aldrei mæst í þessum stærsta leik hvers árs. Bikarúrslitaleikurinn í kvöld er sögulegur að því leyti. Stjarnan er í bikarúrslitum í fimmta sinn á síðustu sjö árum. Liðið varð bikarmeistari 2012, 2014 og 2015 en tapaði fyrir ÍBV í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki með í fyrra en er staðráðin í að vinna titilinn í ár. „Ég er allavega hungruð í að lyfta þessum bikar og við allar,“ sagði Ásgerður við Fréttablaðið. Vilja bjarga tímabilinu Stjarnan hefur valdið vonbrigðum í Pepsi-deildinni og er úr leik í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Bikarúrslitaleikurinn gefur tímabilinu þó gildi og Stjörnukonur geta orðið bikarmeistarar í fjórða sinn í kvöld. „Við stefnum alltaf á að vinna þá titla sem í boði eru. Við unnum ekki í fyrra og erum langt frá því að verða Íslandsmeistarar í ár, þannig að þetta er stór leikur fyrir okkur. Við ætlum okkur að vinna titil þetta árið,“ sagði Ásgerður. Sóknin er ekki vandamál hjá Stjörnunni en vörnin hefur lekið í sumar. Stjörnukonur hafa fengið á sig 22 mörk í 13 leikjum í Pepsi-deildinni. Aðeins fjögur neðstu liðin hafa fengið á sig fleiri mörk. „Við erum nánast með nýja varnarlínu frá því í fyrra og höfum verið í brasi með varnarleikinn. Mér finnst við ekki jafn þéttar og skipulagðar og síðustu ár,“ sagði Ásgerður. Breiðablik vann báða leikina gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni, þann fyrri 2-6 í Garðabænum og svo 1-0 á Kópavogsvelli. „Við guldum afhroð í fyrsta leiknum en við lærðum mikið af honum. Leikurinn í Kópavoginum var jafn og réðst á marki úr föstu leikatriði,“ sagði Ásgerður. Á meðan Stjarnan hefur verið í vandræðum í Pepsi-deildinni gengur Breiðabliki allt í haginn. Liðið á toppnum, tveimur stigum á undan Þór/KA. Blikar eiga því góða möguleika á að vinna tvöfalt í ár. „Við erum mjög spenntar og ánægðar að vera komnar á Laugardalsvöllinn. Við hlökkum mikið til,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, í samtali við Fréttablaðið. Þurfa að stöðva Stjörnusóknina Talsverðar breytingar urðu á Blikaliðinu í vetur og sterkir leikmenn hurfu á braut. Þrátt fyrir það hefur Breiðablik sýnt mikinn styrk og stöðugleika í sumar. „Þetta hefur gengið mjög vel. Liðsheildin er sterk. Við æfðum vel í vetur og komum tilbúnar inn í tímabilið,“ sagði Sonný sem varð bikarmeistari með Breiðabliki fyrir tveimur árum. Blikar hafa alls ellefu sinnum orðið bikarmeistarar en Valskonur eru sigursælastar í sögu bikarkeppninnar með 13 titla. Sonný og stöllur hennar eru meðvitaðar um styrk Garðbæinga. „Þær eru með gríðarlega öflugt sóknarlið og leikmenn sem geta gert út um leiki,“ sagði Sonný.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira